Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 26
VeriS að úða gangsetningarvökva inn í lojtinntak vélarinnar.
C, þegar vélin snýst 50—75 snúninga
á mínútu, og kveikjuhitastig dieselol-
íu rúmar 300°C, þegar vélin snýst 100
—150 snúninga á mínútu.
Þegar vélar eru settar í gang með
gangsetningarvökva þessum, er hon-
um úðað inn í loftinntak vélarinnar,
eins og sýnt er á myndinni. Vélin get-
ur haft nokkuð ójafnan gang fyrst í
stað, en haldið er áfram að úða vökv-
anum inn í hana, þar til gangurinn er
orðinn jafn. Innihald einnar dósar
eins og þeirrar, sem sýnd er á mynd-
inni, á að endast 50—75 sinnum.
Framleiðandi efnisins er: Spray
Products Corp., P. 0. Box 584, Cam-
den 1, New Jersey, U.S.A.
Ur „Mass Transportation", sept. 1958.
Ný tegund flúrskinslampa
fyrir herbergi, þar sem hátt er undir
loft
Það er alltaf vandkvæðum hundið
að lýsa verkstæði, einkum skýli, þar
sem hátt er til lofts. Er þetta sérstak-
lega erfitt, ef ryk og reykur myndast
við framleiðsluna og hlífarnar á Ijós-
unum verða fljótt óhreinar.
í Hollandi var nýlega búinn til flúr-
skinslampi, sem leysir þetta vanda-
mál. Er hann 375 vött, kúlulagaður
og með spegli að innan. Ljósgeislinn
1. mynd.
frá honum er tiltölulega breiður og
veit niður á við, eins og sýnt er á 2.
mynd. Þar eð spegillinn er innan í
kúlunni, nær hvorki ryk né reykur til
hans, og endurkastsgeta hans er því
raunverulega jöfn allan þann tíma,
sem lampinn endist.
Framleiðandi: N. V. Philip’s Gloei-
lampen-fabrieken, Eindhoven, Hol-
landi.
E. T. D. nr. 2016. European Teclinical
Digests 1957 nr. 12.
Útbúnaður til varnar því,
aS stigar skriki
Tilgangur: Sökum þess að mörg
slys stafa oft af því, að stigar renna
til, hefur verið fundinn upp öryggis-
útbúnaður, sem auðvelt er að festa á
stigana. Það eru einkum málarar, sem
hafa þörf fyrir þennan öryggisútbún-
að, þar eð þeir nota tíðum stiga við
störf sín.
110
IÐNAÐ ARMÁL