Iðnaðarmál - 01.06.1958, Qupperneq 29
Lyftitæki
hentug — einiöld
1. mynd.
1. mynd sýnir þrjú lyftitæki, sem
notuð eru í sambandi við flutninga-
bifreiðar, tæki, sem fljótlegt er að
skipta á innbyrðis. Þau eru knúin af
drifi bifreiðarinnar og vökvalyftu.
Tækið efst á myndinni getur lyft sex
50 kg pokum í axlarhæð á mínútu.
Tækið í miðjunni er hentugt, þegar
um er að ræða flutning, sem ekki má
hallast, svo sem sýrugeyma, grinda-
2. mynd.
kassa, fulla, opna poka, opnar, áfyllt-
ar tunnur og því líkt. Einnig má nota
svipuð tæki til að lyfta þungum
stykkjum af eða á færibönd, eins og
sýnt er á 2. mynd. Þriðja tækið
(neðst á 1. mynd) getur lyft af bif-
reiðum eða á þær fjórum 300 kg
tunnum á mínútu.
Framleiðandi: A. J. Mackaness Ltd.,
Englandi.
A 3. mynd eru færanleg tæki til að
lyfta þungum hlutum af eða á palla
eða upphækkanir, 1—1 % m á hæð.
Tæki þessi er hægt að fá hand- eða
rafknúin, eða knúin benzínmótor.
Tækið, sem sýnt er á efri myndunum
þremur, er gert til að lyfta tunnum,
kössum og öðrum hlutum, sem mega
3. mynd.
hallast í flutningi. Tækið á þremur
neðri myndunum er til að lyfta hlut-
um, sem ekki má halla, um leið og
þeim er lyft. Bæði þessi tæki fást í
þremur stærðum. Minnsta tækið get-
ur lyft 350 kg þunga og hið stærsta
750 kg.
Framleiðandi: Kenton Equipment Ltd.,
708 Kenton Road, Kenton, Harrow, Midd-
lesex, Englandi.
IÐNAÐARMÁL
113