Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 34

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 34
/--------------------------N BÓK IMSÍ LÉTTIÐ STÖRFIN fjallar um vit og strit. * Bókin fæst hjá öllum bóksölum. Kostar 20 kr. V__________________________/ KjarnfræSanefnd Framh. af 97. bls. undirbúnings að þungavatnsverk- smiðju bér á landi. Ef af þessu yrði, væri eðlilegt, að geislamælingastöðin tæki að sér mælingarnar, en tækin, sem til þeirra þarf, eru það dýr, að vafasamt er, hvort þau verði keypt til landsins nema þá með fjárhagslegri aðstoð erlendis frá. Utlit er fyrir, að hægt sé að fá húsnæði fyrir starfsemi þessa til bráðabirgða í húsnæði því við Hlemmtorg, sem Háskólinn hefur fest kaup á fyrir Náttúrugripasafnið, en nokkrar vonir standa til, að varan- legt húsnæði fáist í húsi Þjóðminja- safnsins, þegar Náttúrugripasafnið flytur þaðan.“ 19 leiðir til framleiSni Framh. af 108. bls. ákveðnu verki, er aldrei styttur. Því aðeins er tíminn endurskoðaður, að algjör breyt- ing á framleiðslu eigi sér stað eða að nýjar vélar eða framleiðsluhættir séu upp teknir. Verðmæti einstakra verka er ekki ákveð- ið á grundvelli stærða steypumótanna, eins og gert er í sumum málmbræðslum, heldur á tímaathugunum. Þetta er í samræmi við vilja verkamannanna, því að þeir vita, að á þann hátt fá þeir laun í samræmi við erfiði. Það gerir einnig útreikning kostnaðarat- hafnar nákvæman og réttan. Tímastaðlar eru yfir bræðslu, niðurskurð málmhluta í réttar stærðir og fleira þess háttar, vinnutíma og vélanotkun. Sérhverj- um verkamanni er beint eða óbeint greitt eftir árangri. Fyrir seinni heimsstyrjöldina framleiddi fyrirtækið eingöngu málmstengur. I styrj- öldinni og eftir hana hóf það framleiðslu 118 á alls konar fínni vélahlutum. Enda þótt vinnuaflið hafi verið mikið aukið vegna framleiðslu á meiri gæðavörum, hefur af- köstunum verið haldið í sama horfi. Nýtízku olíu- og hátíðnirafmagnsofnar, sem stjórnað er frá mælaborði, hafa lækkað framleiðslukostnaðinn. A öllum stigum framleiðslunnar hafa sjálfvirk tæki verið tekin í notkun, og hefur það aftur í för með sér, að erfiði hins vinn- andi manns minnkar við framleiðsluna. Hver er framleiSni ... Framh. af 87. bls. samfara mikilli fólksfækkun í sveit- um. Hver verður þróunin næstu ár? Mun framleiðslan á hvert dagsverk í hinum ýmsu sveitum landsins halda áfram að aukast jafnt og þétt? Verð- ur það vegna aukinnar vélvæðingar eða aukinnar hagkvæmni í rekstri eða hvorstveggja? Hverjar breytingar verða á framleiðni landbúnaðarins á næstu árum? Eins og kunnugt er, hefur reynzt illmögulegt að safna heildarskýrslum um iðnaðarfrantleiðslu hér á landi, og er því aðstaða öll verri til að fylgjast með heildarþróun framleiðni þar en í sjávarvöruiðnaði og landbúnaði. Veldur hér einnig nokkru um fjöl- breytni tegunda og fæð framleiðenda í hverri grein. Hins vegar ætti að vera innan handar fyrir einstaka framleið- endur í iðnaði að gera sér grein fyrir framleiðni fyrirtækja sinna og skapa sér grundvöll eða mælikvarða til að fylgjast með henni. Hér hefur verið bryddað á nokkr- um viðfangsefnum, sem gætu orðið upphaf að föstum framleiðniathug- unum í atvinnulífi okkar. Það er mik- ils um vert, að þjóðin vakni betur til meðvitundar um eigin vöxt og við- gang sem framleiðandi og hvers hún megi vænta af sjálfri sér í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum. Þetta verður bezt gert með því að gefa henni tækifæri til að fylgjast á sem gleggstan hátt með þróun atvinnuveg- anna. Hagstofnanir og hagfræðingar okk- ar hafa hér vissulega mjög verðugt verkefni að vinna, og er því þess að vænta, að framleiðnirannsóknir verði meðal verkefna þeirra, áður en langt líður. s. B. „Já — það var þetta hérna með morgwihressinguna .. .“ The Saturday Evening Post. IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.