Iðnaðarmál - 01.04.1967, Qupperneq 21

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Qupperneq 21
á aðalstífluna, liggja inntök veitu- mannvirkjanna, og sýnir 5. mynd þverskurð þeirra. Efst er sérstök ís- renna, í miðju vatnsinntak til afl- stöðvarinnar og neðst inntak fyrir botnaur. Is, botnaur og skolvatn fara út í Bjarnalækjarskurð, eftir honum í Bjarnalæk og út í Þjórsá um 3 km neðan við Tröllkonuhlaup. Yfirfallsís yfir aðalstíflu má veita yfir í Bjarna- lækjarskurð eða beint niður Þjórsá sj álfa. Frá inntaki fer vatn til aflstöðvar- innar um veituskurð yfir í Bjarnalón, sem verður um 1 ferkílómetri að flatarmáli og geymir um 6,5 millj. teningsmetra við venjulega vatns- stöðu. I neðri enda Bjarnalóns er inntak jarðganganna, sem eru 10 m í þvermál, ófóðruð, en þétt með sem- entseðj u í rifur og sprungur og steypt gólf í botni. Þessi göng eru rúmlega 1000 m löng og grafin gegn- um blágrýtislög Sámsstaðamúla, áð- ur en þau greinast í tvö, fóðruð þrýstivatnsgöng. Um 50 m neðan við greininguna eru tvær samtengdar jöfnunarþrær, sín yfir hvorum þrýsti- vatnsgöngum. Sambyggðar þrónum eru öryggislokur, sem gera kleift að loka snögglega fyrir vatnsrennslið, ef einhver bilun á sér stað. Rétt ofan við stöðvarhúsið greinast hvor göng í þrjár greinar, sem liggja að hverfl- um stöðvarinnar. Stöðvarhúsið er 12,7 m á hæð of- an jarðvegsborðs, en 18,2 m neðan þess. Það er 18,6 m breitt, 84,7 m langt. Það er óeinangrað, en veggir þess eru einn m á þykkt. A 9. mynd er sýnt líkan af stöðvarhúsinu. A framhlið þess verður höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. í stöðvarhúsinu verða 6 hverflar af Francis-gerð auk rafbúnaðarins. Frá hverflunum fer vatnið um sográsir út í stuttan skurð, sem flytur það í Fossá, en hún rennur í Þjórsá um 2 km neðar. Rétt norðan við stöðvarhúsið verð- ur spennistöð virkjunarinnar. Frá henni liggur ein einrása 220 kV lína um írafossstöð að Geithálsi og þaðan ein tvírása 220 kV lína til fyrirhug- aðrar álbræðslu við Straumsvík. IÐNAÐARMAL 55

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.