Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 38

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 38
ORÐSENDING frá IÐNAÐARMÁLUM Kæru áskriiendur. Ef snigillinn er svo óheppinn að missa höfuðið, þá grær á hann annað nýtt. Salamandran á hinn bóginn — eða öllu heldur í hin endann — endurnýjar halann auðveldlega ef hún missir hann. Krabbinn endurnýjar griparma sína — svo þokkalegt sem það er — og svampurinn endurnýjar hvaða part sem er — svo ótrúlegt sem það er. Ef þið skerið krossfisk í sundur, þá eru þar komnir tveir krossfiskar áður en maður veit af. Klipptur runni grær með endurnýjuðum krafti. Fjölærar jurt- ir bera blóm ár eftir ár, og vonin blómgast að eilífu. En áskrift „Iðnaðarmála" aftur á móti endurnýjar sig ekki sjáif. Til þess þarf ofurlitla hjálp frá ykkur. Þið þurfið aðeins að greiða póstkröfuna, sem þið fáið í hendur. Það er svo auð- velt, að snigillinn og salamandran mega skammast sín. Því að auðvitað látið þið ekki snigil eða krossfisk fara með sigur af hólmi.

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.