Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 16
200 LÆKNAblaðið 2015/101 R A N N S Ó K N Hlutfall þátttakenda með of hátt heildarkólesteról og LDL-kól- esteról var nokkuð hátt í þessari rannsókn. Hins vegar breytast þessir þættir minna við hreyfingu heldur en HDL-kólesteról eða þríglýseríðin.30 Gildi HDL-kólesteróls voru hins vegar há hjá öllum hópum (og hlutfallslega fáir þátttakendur með lágt HDL-kólest- eról) sem eykur eðlilega heildarkólesterólið. Rannsóknir sem byggja á safngreiningum (meta-analysis) hafa sýnt að hreyfing geti lækkað slag- og hlébilsþrýsting um 3-3,8/2-2,4 mmHg9 og meiri lækkanir hafa sést meðal aldraðra.14 Okkar niður- stöður um lægri blóðþrýsting meðal karlbænda eru í samræmi við þessar rannsóknir. Kvennamegin voru verkakonur hins vegar almennt með hærri blóðþrýsting en hinar starfsstéttirnar. Verka- konurnar voru ekki frábrugðnar hinum starfsstéttunum varðandi hreyfingu og eru því ástæðurnar fyrir hækkuðum blóðþrýstingi hjá þeim óljósar. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að heildarhreyfing hafði marktæka neikvæða fylgni (jákvæða fyrir HDL-kólesteról) við alla áhættuþætti efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma sem mældir voru, nema heildarkólesteról, LDL-kólesteról og insúlín. Tími í meðalerfiðri hreyfingu tengdist hins vegar einungis BMI, mittismáli og hlutfalli líkamsfitu en ekki þeim áhættuþáttum sem mældir voru í blóði. Hugsanlega hefur heildarorkueyðslan fremur en ákefð áhrif á blóðþrýsting, -fitu og -sykursstjórn. Þessar niður- stöður benda í það minnsta til þess að heildarhreyfingin skipti meira máli fyrir fleiri áhættuþætti efnaskipta,- hjarta- og æðasjúk- dóma en erfiði hreyfingarinnar og eru í samræmi við fyrri rann- sóknir.8,31 Hins vegar ber að halda því til haga að heildarhreyfing og erfiði hennar tengjast sterkum böndum enda hefur erfiði hreyf- ingarinnar áhrif á þá heildarhreyfingu sem viðkomandi nær. Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er sá að þetta er ein fyrsta íslenska rannsóknin sem fjallar um samband hreyfingar og áhættuþátta efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma hjá miðaldra Íslendingum. Að auki gera hreyfimælarnir okkur kleift að meta á hlutlægan hátt hversu hátt hlutfall þátttakenda uppfyllir ráð- leggingar um daglega hreyfingu. Veikleiki rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í því að þátttakendur voru ekki mjög margir, fjöldi þeirra í hverri starfsstétt var mismunandi og kynjahlutfallið var aðeins frábrugðið á milli stétta. Einnig má benda á að gögnin eru 10 ára gömul en það rýrir hins vegar ekki mikilvægi þeirra. Ályktun Niðurstöðurnar benda almennt til þess að hjá þessum þremur starfsstéttum sem rannsakaðar voru hafi bændur ákjósanlegustu gildin fyrir áhættuþætti efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma í blóði og er hreyfing bændanna og meiri FFM líklegur hluti af skýringunni. Athygli vekur að enginn skrifstofukarl nær ráðlegg- ingum Embættis landlæknis um daglega hreyfingu og almennt hreyfa starfsstéttirnar sig lítið þar sem einungis tæplega fimmt- ungur þátttakenda nær áðurnefndum ráðleggingum. Heildar- hreyfing virðist hafa jákvæðari tengsl við fleiri áhættuþætti efna- skipta-, hjarta- og æðasjúkdóma en erfiði hreyfingarinnar og því mætti velta því upp hvort hreyfiráðleggingar ættu að byggjast á heildarhreyfingu fremur en erfiði hennar. Þakkir Fyrst ber að þakka öllum þátttakendum rannsóknarinnar. Einnig ber að þakka starfsfólki Heilsugæslunnar á Húsavík. Þórarni Sveinssyni prófessor er þakkað fyrir hjálp í úrvinnslu hreyfimæla- gagnanna. Að lokum á Eric Richter, annar leiðbeinenda Barkar, þakkir skildar vegna hjálpar hans við verkefnið. ENgLISH SUMMArY introduction: The relation between objectively measured physical activity (PA) and metabolic and cardiovascular risk factors has not been studied in Iceland. This study aimed to investigate PA and metabolic and cardiovascular risk factors among three professions: manual laborers, office workers, and farmers. Material and methods: The participants (73 males, 89 females) under- went anthropometric measurements. Total PA and time spent in mod- erate-to-vigorous PA (MVPA) was assessed with activity monitors. Blood pressure was measured and fasting blood samples analyzed for total cholesterol, low- and high-density lipoprotein cholesterol, triglycerides, glucose, insulin and homeostatic model assessment. Results: Male manual laborers and farmers were more physically active than office workers (p<0.01), but no difference was found among females. Nevertheless, female farmers spent less time in MVPA than other professions (p<0.05). Low proportion (18.4%) of all participants and none of the male office workers met the guidelines of the Directo- rate of Health for daily PA. Farmers had lower levels of triglycerides (p=0.01) and glucose (p<0.01), and greater fat-free mass (p<0.03) than other professions. They also had the highest levels of high-density lipoprotein cholesterol, followed by manual laborers, and then office workers (p<0.02). Total PA was significantly related to a greater number of metabolic risk factors than time spent in MVPA. Conclusion: Farmers have the most favorable metabolic and cardiovas- cular risk factors in the blood and their PA and fat-free mass are a likely explanation. Regardless, their PA is low, and only one-fifth of all participants meet the guidelines for daily PA. Total PA appears more important for the metabolic and cardiovascular risk factors than time spent in MVPA. 1Center for Sport and Health Sciences, University of Iceland, Lindarbraut 4, 840 Laugarvatn, Iceland, 2Health Care Institution of North Iceland, 3Department of Social Sciences, University of Akureyri. key words: adults, accelerometer, body composition, blood lipids, insulin resistance, MVPA. Correspondence: Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sarngrim@hi.is Physical activity and its relation to metabolic and cardiovascular risk factors among three professions Börkur Már Hersteinsson1, Kristján Þór Magnússon1, Ásgeir Böðvarsson2, Ársæll Arnarsson3, Erlingur jóhannsson1, Sigurbjörn Árni Arngrímsson1

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.