Læknablaðið - 01.04.2015, Page 20
204 LÆKNAblaðið 2015/101
lok meðferðar og svefnnýting (heildarsvefntími/tími í rúmi x 100)
jókst um 16%, miðað við samanburðarhóp á biðlista. Vísbendingar
eru um að árangur netmeðferðar sé svipaður og árangur HAM-S
meðferðar á öðru formi fyrir fullorðna þátttakendur í tilraun
sem þjást af svefnleysi, svo lengi sem helstu þættir HAM, eins og
áreitisstjórn un, svefnsvipting, fræðsla, breyting viðhorfa og svefn-
venja séu með.27
Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa árangri netmeðferðar
Betri svefns við svefnleysi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á
Norðurlöndunum. Notast var við lýsandi rannsóknarsnið. Gert var
ráð fyrir að þátttakendur meðferðarinnar bættu svefn sinn mark-
tækt á öllum árangursbreytum. Árangur var skoðaður með tilliti
til þess tíma sem það tók þátttakendur að sofna, vökutíma eftir
að hafa sofnað, heildarvökutíma á nóttu, svefnnýtingu, hversu oft
þeir vöknuðu á nóttu, tíma í rúmi, auk heildarsvefntíma fyrir og
eftir meðferð og að lokinni 6 vikna eftirfylgd.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur
Þátttakendur voru þeir 175 einstaklingar sem svöruðu spurninga-
lista á forsíðu netmeðferðarinnar, betrisvefn.is, frá ágúst 2013 til
apríl 2014 og greiddu fyrir meðferð. Inntökuskilyrði voru í fyrsta
lagi að þátttakandi greindi frá einu eða fleiri einkennum svefn-
leysis samkvæmt DSM-IV-TR28 sem höfðu varað í að minnsta kosti
einn mánuð. Í öðru lagi að þátttakandi þjáðist ekki af sjúkdóm-
um eða hefði einkenni sem versna við svefnskerðingu, svo sem
flogaveiki, ómeðhöndlaðan kæfisvefn eða geðhvarfasýki, persónu-
leikaröskun, sjálfsvígshugsanir eða geðrof, og í þriðja lagi að þátt-
takandi lýsti yfir vilja til að breyta hegðun sinni.
Meðferðin samanstóð af 6 vikna meðferð og 6 vikna eftirfylgd
að auki fyrir þá sem það kusu. Fimmtíu (29%) af þeim 175 þátttak-
endum sem hófu meðferð hættu í meðferðinni, svo eftir var úrtak
125 þátttakenda og þar af kláruðu 43 þátttakendur 6 vikna eftir-
fylgd. Þegar munur á þeim sem luku meðferð og hinum sem hættu
var skoðaður, kom fram að þeir fyrrnefndu voru marktækt eldri
en þeir síðarnefndu, p<0,01. Einnig var að finna marktæk tengsl
milli þess að ljúka meðferð og á hvers vegum fólk kom í meðferð,
en af þeim sem kláruðu höfðu mun fleiri komið af sjálfsdáðum en
fyrir tilstilli vinnuveitanda eða VIRK starfsendurhæfingarsjóðs,
p<0,01 (tafla I). Ekki var að finna mun á öðrum þáttum eins og
kyni, hreyfingu, andlegri eða líkamlegri heilsu milli þeirra sem
luku meðferð annars vegar og þeirra sem hættu hins vegar.
Rúmlega 37% þátttakenda sem svöruðu viðhorfsspurningalista
í lok meðferðar (26 af 70) heyrðu af meðferð Betri svefns í fréttum
og 28% frá heilbrigðisstarfsmanni, 20% þátttakenda fréttu af með-
ferðinni gegnum netið og 15% frá vini eða aðstandanda.
Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá vísindasiðanefnd og til-
kynning var send til Persónuverndar.
Mælingar
Bakgrunnsspurningalisti
Þegar þátttakendur skráðu sig inn á heimasvæði sitt í fyrsta sinn
svöruðu þeir meðal annars spurningum um svefnvenjur, hreyf-
ingu og hvort þeir teldu andlega og líkamlega heilsu sína vera í
lagi.
Svefnskráning
Í 6 vikur skráðu þátttakendur daglega upplýsingar um svefn sinn
á eigið heimasvæði. Að þeim tíma loknum stóð til boða eftirfylgd
í 6 vikur sem fólst í áframhaldandi daglegri svefnskráningu og
leiðbeiningum um svefntíma. Þátttakendur skráðu upplýsingar
um hvenær þeir fóru í rúmið, hvenær þeir vöknuðu um morgun-
inn, klukkan hvað þeir ætluðu að vakna um morguninn, hversu
lengi þeir voru að sofna, hve oft þeir vöknuðu yfir nóttina, hversu
lengi þeir voru vakandi yfir nóttina, hvort þeir notuðu svefnlyf og
þá hversu margar töflur, hvort þeir drukku áfengi fyrir svefninn
og þá hve marga drykki. Enn fremur lögðu þátttakendur huglægt
mat á gæði nætursvefns (5 punkta skali) og hversu vel úthvíldir
þeir voru á morgnana (5 punkta skali).
Þessar upplýsingar voru notaðar til að reikna út tíma í rúmi
út frá háttatíma og fótaferðartíma, heildarvökutíma (tíminn sem
tekur að sofna + vökutími á nóttu), heildarsvefntíma (tími í rúmi
– heildarvökutími) og svefnnýtingu (heildarsvefntími/tími í rúmi
x 100).
Viðhorfsspurningalisti
Í lok meðferðar gafst þátttakendum kostur á að fylla út lista þar
sem meðal annars var spurt hvort þeim fyndist meðferðin tækni-
lega flókin í notkun og hvort þeir myndu mæla með meðferð Betri
svefns. Að auki var spurt um búsetu. Þeir sem hættu í meðferð
voru einnig spurðir um ástæður brottfalls.
R A N N S Ó K N
Tafla I. Einkenni allra þátttakenda við upphaf meðferðar, hlutfall af hundraði, %.
Einkenni
Meðferð
n=125
Brottfall
n=50
Alls
N=175
Aldur (ár, meðaltal
± staðalfrávik)
46,4 ± 13,5a 39,2 ± 12,5a 44,4 ± 13,6
Kyn
Konur
Karlar
74,4 (n=93)
25,6 (n=32)
62 (n=31)
38 (n=19)
70,9 (n=124)
29,1 (n=51)
Frumkvæði að meðferð
Af sjálfsdáðum
VIRK
Vinnuveitendur
61,6b
21,6b
16,8b
40,0b
32,0b
28,0b
55,4
24,6
20,0
Svefntöflur á dag
0
0,5-1
1,5<
68,0
26,4
5,6
c
80,0
16,0
4,0
d
71,4
23,5
5,1
Yfirþyngd að eigin mati
já
Nei
28,0
72,0
38,0
62,0
30,9
69,1
Andleg heilsa í lagi
já
Nei
82,4
17,6
74,0
26,0
80,0
20,0
Líkamlega heilsa í lagi
já
Nei
69,6
30,4
76,0
24,0
71,4
28,6
Kvíði fyrir svefni
já
Nei
Stundum
16,8
60,0
23,2
22,0
56,0
22,0
18,3
58,9
22,8
Hreyfing á daga (mínútur)
0-30
31-60
61<
e
62,0
35,5
2,5
c
57,2
34,7
8,1
f
60,6
35,2
4,2
aÓháð t-próf, p<0,01
bKíkvaðrat próf, p<0,01
cn=49, dn=174, en=121, fn=170