Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2015, Side 36

Læknablaðið - 01.04.2015, Side 36
220 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Í einu af elstu húsunum í miðbænum situr Árni Tómas Ragnarsson og sinnir starfs- mönnum Landsbankans nokkrar klukku- stundir í viku. Árni Tómas brosir í kampinn um leið og hann biður mig að nefna ekki húsið mjög nákvæmlega af öryggisástæðum. „Vinir mínir hér í miðbænum gætu freist- ast til að heimsækja stofuna að næturlagi ef þeir vissu af henni.“ Reyndar er ekki víst að vinirnir voguðu sér lengra en að dyrum biðstofunnar þar sem á miðri hurð blasir við mynd af Dost- ojevskí hinum rússneska, brúnaþungum og svipmiklum, myndin líklega tekin er hann var að berja saman Karamazov- bræðurna með miklum harmkvælum og skuldirnar alveg að drepa karlinn að því er sagan segir. Biðstofan er þakin alls kyns myndum, veggspjöldum og póst- kortum, sem er ágæt aðferð til að dreifa huga þeirra er bíða og Árni Tómas kveðst enn vera að bæta í safnið, ef hann rekst á skemmtilega mynd, hvort sem er í bók, tímariti eða á fornsölu. Okkur dvelst við að skoða myndirnar og rekja uppruna þeirra þó það sé ekki tilefni samtals okkar. Þessi stofa er þó ekki aðalvinnustaður Árna Tómasar en hann er með læknastofu við Hofsvallagötu þar sem hann sinnir fjölda gigtsjúklinga í viku hverri. Öfugþróun sérgreinarinnar „Ég hef áhyggjur af þróun gigtlækninga þar sem á undanförnum árum hefur fólk með „venjulega gigt“ átt æ erfiðara með að fá þjónustu gigtlækna, sem skiptast nú orðið í tvo hópa, þá sem sinna öllum stoðkerfisverkjum, það sem venjulegt fólk kallar gigt, og hina, sem nær eingöngu sinna bólgugigt, sem er sjálfsónæmissjúk- dómur. Málum er nú svo komið að margir gigtlæknar hafa hætt á stofu til að helga sig bólgusjúkdómum á spítölum, en flestir þeirra sem eftir eru á stofu og taka við öllum tegundum gigtar, eru komnir vel yfir sextugt. Yngri gigtlæknar líta vart á annað en bólgugigt. Þessi öfugþróun hefur verið að gerast hægt og bítandi undanfarin 20-25 ár og hefur í rauninni komið aftan að okkur, að minnsta kosti mér. Allt í einu vaknaði ég upp við vondan draum og spurði mig hvernig þetta hefði gerst.“ Árni Tómas segir skýringuna sannar- lega ekki einhlíta en þó megi skýra þetta að töluverðu leyti með því hvernig sérhæf- ing í gigtlækningum hefur þróast. „Sérhæfingin er eitt af megineinkenn- um nútímalæknisfræði. Læknar sökkva sér ofan í smæstu atriði greinar sinnar og missa þá stundum sjónar á stærra sam- henginu fyrir vikið. Hvað gigtlækningar varðar er það nánast einsdæmi að heil sér- grein hafi sagt sig frá sjúkdómaflokki sem engin önnur grein lækna tekur við. Þetta er að auki sjúkdómaflokkur sem allur al- menningur í hverju samfélagi glímir við og veldur í heild miklu meira samfélags- tjóni en þeir sjúkdómar sem gigtlæknar taka nú framyfir sem meira spennandi.“ Gigt er þjóðarmein Orðið „gigt“ nær yfir mörg og mis- munandi fyrirbæri að sögn Árna Tómasar. „Grasa-Gudda sagðist til dæmis vera með „gigt“ í mjöðminni þegar hún haltraði um sviðið í Skugga-Sveini forðum. Þannig gigt er eitt algengasta mein sem hrjáir mann- skepnuna og veldur ekki aðeins tíðum „Stærstu sjúkdóma- flokkarnir orðnir útundan“ – segir Árni Tómas Ragnarsson gigtlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.