Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 38

Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 38
222 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Árni segir að þessa þróun finni hann glöggt á eigin starfsemi þar sem fjöldi þeirra sem leita til hans fari sívaxandi. „Ég tek á móti nærri tvöfalt fleiri sjúklingum núna en fyrir 20 árum og vinn mun lengri vinnudag nú en þá. Með réttu ætti ég á gamals aldri auðvitað að hafa minnkað við mig vinnu, en ég á erfitt með að vísa fólki frá.“ Hann segir jafnframt að þessi þróun í gigtlækningum hafi átt sér stað þegjandi og hljóðalaust og að því er virðist án mark- vissrar stefnumörkunar af hálfu lækna eða stjórnvalda. „Þótt gigtlæknum hafi vissulega fjölgað nokkuð og þeir vinni mikið og gott starf fyrir gigtsjúklinga með liðbólgusjúkdóma er hitt ljóst að hinum margfalt fleiri gigt- sjúklingum með aðra og jafn alvarlega kvilla mun lítt standa til boða sér- fræðiþjónusta gigtlækna, aðallega vegna áherslubreytinga í læknakennslu á ýmsum stigum hennar, sem eru í læknadeild, við störf unglækna á spítölum og í sérfræði- námi. Á öllum þessum stigum virðist mér áherslan vera lögð á fræðin og vísindin, en minna á sjúklingana með algengustu vandamálin. Hvað gigtina varðar er þetta hugsanlega í fyrsta sinn í sögu læknis- fræðinnar sem heil sérgrein hættir að sinna stærsta hópi skjólstæðinga sinna án þess að aðrir læknar komi til með að fylla skörð þeirra.“ Vandinn lendir á heilsugæslunni Árni Tómas er ekki einn um að hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun en stjórn Félags íslenskra gigtarlækna átti í haust fund með nokkrum heilsugæslu- læknum til að ræða stöðu þessara mála. „Engin góð lausn virðist í sjónmáli og eina leiðin til úrbóta virðist vera að auka menntun heilsugæslulækna á sviði algeng- ustu stoðkerfiskvillanna, sem gigtlæknar eru að hætta að sinna. Án þess að kasta rýrð á menntun og störf heilsugæslulækna mætti ætla að þeir hefðu enn þörf fyrir sérfræðinga í almennum stoðkerfislækn- ingum – gömlu gigtlækningunum – sér til ráðgjafar eins og tíðkast hefur í langan tíma.“ Árni Tómas varpar fram þeirri spurn- ingu hver hafi tekið ákvörðun um að breyta eðli náms og viðfangs gigtlækna? „Hver ber ábyrgðina á því að skilja stærsta hluta gigtveikra eftir útundan? Gerðist það eins og á svo mörgum öðrum sviðum læknisfræðinnar vegna skakkrar viðmiðunar læknakennslu, sem á sér nær eingöngu stað á spítölunum? Eins og margir vita endurspegla spítalasjúkdómar aðeins hluta heilsufarsvandamála. Í námi sínu fá nemar í læknisfræði tiltölulega mikla hvatningu til að læra um fágæta sjúkdóma og vísindarannsóknir undir handleiðslu sérfræðinga á spítölum, sem áður höfðu einmitt menntað sig til hlítar í þeim sjúkdómum og leggja því mesta áherslu á þá í kennslu sinni. Sérfræðingar með doktorsgráðu í bólguliðagigt eru margir og eru þeir nær einu kennararnir í faginu. Algengari og minna „spennandi“ sjúkdómar sem leiða lítt til innlagna á spítala, en valda þó samanlagt miklu meiri skaða en bólguliðagigtin, eru lítt kenndir læknanemum. Þeir fá því takmarkaða fræðslu um meðferð þeirra og skortir því áhuga á að sérmennta sig á því sviði.“ Það er þó ekki einvörðungu á Íslandi sem þessi þróun hefur átt sér stað en Árni Tómas segir vandann alþjóðlegan og eigi eflaust einnig við um fleiri svið lækninga. „Áherslur í læknakennslu hafa alls staðar orðið æ meira á vísindin og fágætari sjúkdóma á kostnað lækninga algengra sjúkdóma. Sérhæfing í læknisfræði er auð- vitað nauðsynleg, en hún má ekki verða til þess að stórir hópar sjúklinga verði van- ræktir. Stjórnvöld og þeir aðilar sem stýra kennslu í í læknisfræði ættu nú þegar að gera ráðstafanir til að fræða og hvetja lækna og læknanema til að sinna hinum stóra hópi einstaklinga með algenga gigt- sjúkdóma, sem annars munu fá æ minni þjónustu sérfræðilækna,“ segir Árni Tómas Ragnarsson gigtlæknir að lokum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.