Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2015, Page 40

Læknablaðið - 01.04.2015, Page 40
224 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Læknafélag Reykjavíkur efndi til umræðufundar þann 17. mars undir yfirskriftinni Heilsugæslan, staða og framtíðarsýn. Framsögumenn voru Oddur Steinarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna. Arna Guðmundsdóttir for- maður LR stýrði fundinum. Í erindi Odds kom fram að það eru að verða töluverðar breytingar á viðfangsefn- um heilsugæslunnar. „Viðfangsefni heilsu- gæslunnar er að auknum hluta orsakað af lífstílssjúkdómum. Hlutfall Íslendinga með offitu er með því hæsta í Evrópu og vex fjöldi sykursjúkra samhliða því. Í Sví- þjóð hefur verið gert sérstakt átak til að taka við þeim sem eru með sykursýki 2 í heilsugæslunni.“ Þá nefndi Oddur mikla notkun þung- lyndislyfja hérlendis og skort á öðrum úrræðum. „Við þurfum að geta boðið upp á samtalsmeðferð fyrir fólk með kvíða og þunglyndi og þar vildi ég sjá aukna teymisvinnu með aðkomu sálfræðinga og sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk læknanna.“ Skortur á heimilislæknum er við- varandi vandamál og sagði Oddur að ráðast þyrfti að kjarna vandans. „Það þarf að auka hlutfall sérfræðinga í heimilis- lækningum. Það er ekki samræmi á milli þess hversu stór hluti heilsugæslan er af heilbrigðiskerfinu og þess hversu miklum tíma er varið í kennslu heimilislækninga í læknanáminu. Þá eru fjölbreyttari rekstrarform í heilsugæslunni sjálfri mikil- vægur þáttur í að gera heimilislækning- arnar meira aðlaðandi fyrir unga lækna. Sjálfstæður rekstur er ekki eina lausnin á vandanum, en sannarlega hluti af lausninni. Skjólstæðingar okkar eiga að geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgi þeim þannig að þeir sem standa sig vel í þjónustunni uppskera í samræmi við það.“ Þórarinn fjallaði um vandamál heim- ilislækninga, bæði að kennslu í heimilis- lækningum væri ekki gert nægilega hátt undir höfði í læknadeild og að ekki væri boðið upp á að sérfræðingar í heimilis- lækningum gætu rekið stofur. Heilsu- Átaks er þörf Líflegur fundur LR um stöðu heilsugæslunnar og framtíðarhorfur ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Fyrrverandi og núverandi formaður Félags íslenskra heimilislækna, Elínborg Bárðardóttir og Þórarinn Ingólfsson. Lengst til vinstri er Gunnar Ingi Gunnarsson sem um árabil var formaður samninganefndar Læknafélags Íslands.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.