Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 41

Læknablaðið - 01.04.2015, Síða 41
LÆKNAblaðið 2015/101 225 gæslan hafi verið undirfjármögnuð í mörg ár sérstaklega læknisþjónustan og nú væri komið í óefni í breyttu umhverfi heil- brigðisþjónustu og þörfin á heilsugæslu orðin meiri en nokkru sinni áður. Þórarinn ræddi læknaskortinn sem hrjáð hefur heilsugæsluna mörg undan- farin ár og lagði áherslu á breytt og fjöl- breyttari rekstrarform til að laða fleiri unga lækna í heimilislækningar. Hann rifjaði upp að í júní árið 2008 hafi þá- verandi heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson skrifaði undir samning við heimilislækna um að þeir gætu starfað sjálfstætt. „Við töldum okkur hafa gert þarna tímamótasamning sem jafn- vel myndi vekja athygli víða um heim. Í kjölfar hrunsins var þessum samningi stungið undir stól og hann hefur aldrei komið til framkvæmda. Núverandi heil- brigðisráðherra og flokksbróðir Guðlaugs hefur ekki ljáð máls á því að taka þennan samning í gagnið. Í rauninni hefur ekkert gerst í málefnum heimilslækna undan- farna tvo áratugi annað en að staðan í dag er þannig að heimilislæknar eru of fáir og margir yngri heimilislæknar hafa þegar hætt störfum og flust búferlum og þeir sem eldri eru nálgast eftirlaun eða íhuga að draga sig í hlé eða fara í önnur verkefni. Ekki fást hæfir umsækjendur í stöður sem eru auglýstar.“ Í kjölfar framsöguerinda þeirra Odds og Þórarins fóru fram líflegar umræður og meðal annars kvaddi Magnús Karl Magn- ússon forseti læknadeildar HÍ sér hljóðs og hvatti til þess að heimilislæknar fylktu sér um aukna menntun læknanema, kandíd- ata og ungra lækna í heimilislækningum. „Það þarf að auka áhuga ungra lækna og læknanema á þessari grundvallarsér- grein í læknisfræði. Öflug heilsugæsla er án vafa grunnur þess að hér verði öflug, hagkvæm og mannvænleg heilbrigðis- þjónusta. Sameiginlegt átak þarf og ég veit að læknadeild mun taka þátt í slíku. Ég hvet því heimilislækna, bæði forystumenn og grasrót til að fylkja sér um menntun læknanema, kandídata og ungra lækna,“ sagði Magnús Karl Magnússon. Frummælendur á fundinum voru þeir Þórarinn Ingólfsson og Oddur Steinarsson. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.