Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 50

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 ekki nema brot af því sem er flutt til og frá landinu. Olía, súrál og ýmsar sjávarafurðir og annað er flutt til og frá landinu með erlendum skipafélögum. Þannig að við erum ekki bara að keppa innbyrðis, við erum líka að keppa við mörg erlend skipafélög,“ segir Knútur. Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Eimskips, segir að í raun skipti ekki máli hversu mörg skipafélög sigla til og frá Íslandi, heldur það flutninga- framboð sem er til staðar til að þjóna flutningaeftirspurn- inni. „Núna er mikið flutningaframboð h j á f é l ö g u n u m þremur og hefur aukist á síðustu misserum umfram eftirspurn og út frá þeirri staðreynd er mikil samkeppni á íslenska flutningamarkaðnum til og frá landinu. Svo verður einnig að líta til þess að ásókn erlendra skipafélaga á íslenska flutningamarkaðinn hefur aukist undanfarin misseri, einkum erlendra frystiskipa. Samkeppnin er þannig ekki bundin við félögin þrjú,“ segir Baldur. Gunnar Bachmann, framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, sem réðst þar til starfa í nóvember í fyrra en rak áður vöruhótel Eimskips, segir að rými sé fyrir skipafélögin þrjú á íslenska markaðnum, en það væri þó ekki sjálfgefið. Hann segir Atlantsskip vera með öðruvísi rekstur en Samskip og Eimskip. „Það hefur verið mikill vöxtur hjá okkur og við erum mjög ánægðir með afkomuna á síðasta starfsári. Ég held að skipafélögin verði að sníða sér stakk eftir vexti og það erum við að gera. Samskip og Eimskip eru með nánast eins rekstur, líta út eins og tvíburafyrirtæki. Við byggjum þetta upp allt öðruvísi, yfirbyggingin er lítil. Við erum með aðeins 21 starfsmann og sjá þeir aðallega um fjármál, sölu og pappírsþjón- ustu. Öðrum störfum í kringum reksturinn er útvistað til annarra fyrirtækja. Við gerum það sem við erum bestir í, það er að reka skipafélag og selja flutningaþjónustu, en látum aðra um aðra þætti starfseminnar,“ segir Gunnar. Gunnar segir enn sóknarfæri í flutninga- þjónustunni og er bjartsýnn á frekari upp- gang Atlantsskipa í framtíðinni. „Við erum nú með þrjú skip í rekstri, tvö sem sigla reglubundið á Evrópu og eitt á Ameríku, en þaðan erum við aðallega með flutninga fyrir Varnarliðið á Miðnesheiði. Ný siglingaáætlun tók gildi 15. janúar 2005 þegar vikulegar siglingar hófust til Kol- lafjarðar í Færeyjum. Höfnin í Kollafirði er með innflutningsleyfi á landbúnaðarvörum til Evrópusambands- landanna, þannig að við getum flutt íslenskt kjöt beint til Færeyja í stað þess að þurfa að fara fyrst í gegnum danska höfn. Þetta er dæmi um hvernig við erum öðruvísi en samkeppnisað- ilarnir. Eimskip og Samskip sigla á Þórshöfn , en Þórshöfn hefur ekki þetta leyfi fyrir landbúnaðar- afurðir eins og höfnin í Kollafirði og því þarf að tolla þær í Danmörku og flytja síðan til Þórshafnar í Fær- eyjum,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er það sama uppi á teningnum hjá Atlants- skipum í Hollandi. „Við siglum vikulega til Vlissingen í Hollandi á meðan stóru skipafé- lögin sigla til Rotterdam. Ástæðan fyrir því að við völdum Vlissingen er að þar er tiltölu- lega lítil höfn og skemmri afgreiðslutími við lestun og losun. Þá er stór frystigeymsla á hafnarbakkanum sem viðskiptavinir Atlants- skipa hafa aðgang að. Við viljum frekar vera stórir í lítilli höfn, en smáir í stórri höfn.“ Gunnar sagði það ekki á áætlun að bæta við skipum á þessu ári. „En það gæti verið að við myndum frekar fara í að stækka skipin, en fjölga þeim,“ segir hann. Knútur G. Hauksson segir helstu áherslur Samskipa í samkeppninni vera að veita góða þjónustu. „Standa ávallt við gefin lof- orð og fara fram úr væntingum viðskipt- avina.“ Aðspurður um hvað Samskip hafi að bjóða fram yfir hin skipafélögin sagði hann fyrirtækið bjóða heildarlausnir á sviði flutninga og vörumeðhöndlunar. „Félagið býður viðskiptavinum sínum meðal annars meðhöndlun, geymslu og flutning á vörum frá dyrum sendanda að dyrum viðtakanda og aðra þjónustu sem því tengist. Sérstaða okkar byggir á faglegri og persónulegri þjón- ustu og ráðgjöf,“ segir Knútur. Samskip og dótturfélög eru með að með- altali 35-37 skip á hverjum tíma. Þar af eru um 10 í siglingum tengdum Íslandi. Hjá skipa- félaginu vinna rúmlega 900 starfsmenn, og þá eru sjómennirnir á erlendu skipunum ekki taldir með. Knútur segir að rekstur Sam- skipa hafi gengið mjög vel á síðasta ári og sagði hann það besta rekstrarárið til þessa. „Við settum okkur háleit markmið fyrir árið 2004 og ég get ekki betur séð en að við náum þeim öllum og við stefnum að því að gera enn betur í ár,“ segir Knútur. Baldur segir að Eimskip hafi síðustu áratugi litið á sig sem alhliða flutningafyrirtæki sem bjóði viðskipta- v i n u m s í n u m heildarþjónustu og skiptir þá ekki máli hvernig og hvert verið er að flytja vörur. „Viðkom- andi heildarþjónusta byggir á trausti, árangri og sam- vinnu allra aðila og fyrir það stendur Eimskip í núverandi samkeppni. Frá því um mitt ár hefur Eimskip verið að straum- línulaga innra skipulag og hag- ræða til að mæta auknum hraða í viðskiptum og hefur sú vinna skilað sér í núverandi samkeppnis- umhverfi,“ segir Baldur. „Núna er mikið flutningaframboð hjá félögunum þremur og hefur aukist á síðustu misserum umfram eftirspurn.“ -Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. „Það má heldur ekki gleyma því að þessi þrjú skipafélög flytja ekki nema brot af því sem er flutt til og frá landinu. Olía, súrál og ýmsar sjávarafurðir og annað er flutt til og frá landinu með erlendum skipafélögum.“ -Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa. B A R Á T T A S K I P A F É L A G A N N A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.