Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 58

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 S T J Ó R N U N – L E I Ð T O G A H L U R - V E R K I Ð „Eða eins og John C. Maxwell sagði eitt sinn um leiðtogann. Hlutverk leiðtogans snýst um að hafa áhrif. Það er ekkert meira eða minna.“ - Philip Sjögren, stjórnendaþjálfari Krauthammer í Svíþjóð. „Við erum alltaf að leita leiða til hagræðingar í rekstri og það kallar á aukið hlutverk leiðtogans. Leiðtoginn er mikilvægur og hann dreifir valdinu.“ - Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi. þegar einstaklingur sannfærir hóp um að sækjast eftir markmiðum leiðtogans eða sameiginlegum markmiðum leiðtogans og hópsins. Það er alls ekki nóg fyrir stórt og framsækið fyrirtæki að hafa aðeins einn stjórnanda. Það er hins vegar afar mikilvægt að stjórnandi fyrir- tækis sé fyrirmynd starfsmanna þess. Fyrirtæki þarf að hafa fram- tíðarsýn og stefna þangað. Starfsmenn þess verða að vera samstíga og vinna sem liðsheild að settu marki og þar gagnast leiðtogar vel,“ sagði Ketill. Hann sagði að það skipti ekki öllu máli hvað stjórnendur fyrir- tækja segðu, heldur hvað þeir gerðu. Fyrirmyndirnar verða að vera traustsins verðar. „Leiðtogar verða að fá viðbrögð, skammir eða hól. Þögn er helsti óvinur leiðtogans. Ég vil að lokum hvetja öll fyrirtæki til að rækta leiðtogahlutverkið vel þannig að leiðtogahugsunin verði hjá sem flestum,“ sagði Ketill. Rannveig Rist Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, sagði í erindi sínu að umræðan um stóriðjuna hafi oft á tíðum einkennst af fordómum og þætti kannski ekki nýtískuleg í augum fólks. „Stóriðjan er þekkingar- iðnaður þar sem hugvit og þekking hefur leyst handaflið af hólmi. Stóriðjan býr yfir margbreytilegum störfum. Við erum í stöðugri þróun,“ sagði hún. „Framleiðni álversins í Straumsvík hefur aukist um 19% frá 1997 og hún gerði það ekki nema með tilkomu tækni og verkþekkingar. Tölvan hefur tekið við af haka og skóflu, sem aðalatvinnutæki verkamannsins. Við erum alltaf að leita leiða til hagræðingar í rekstri og það kallar á aukið hlutverk leiðtogans hjá fyrirtækinu,“ sagði Rannveig. Hún sagði að auknar kröfur séu gerðar til starfsfólks í Straumsvík og þá hefur fyrirtækið komið á fót stóriðjuskóla til að gefa starfsfólki kost á aukinni menntun og fræðslu. Að loknu námi fái starfsmenn aukna ábyrgð innan veggja fyrirtækisins og kauphækkun. „ Leiðtog- inn er mikilvægur og hann dreifir valdinu. Við erum árlega að fagna framleiðslumeti og valddreifingin innan fyrirtækisins á sinn þátt í því,“ sagði Rannveig. Philip Sjögren Philip Sjögren, stjórnendaþjálfari Krauthammer í Svíþjóð, lagði mikla áherslu á kúltúr í fyrirtækjum, þ.e. svonefnda fyrirtækjamenningu. Stjórnunaraðferðir leiðtogans og kúltúrinn yrðu að liggja saman. Mikilvægt væri að hafa samræmi í hlutunum. Allir starfmenn yrðu að vera með það á hreinu hvað gildi væru í hávegum höfð, auk þess sem þeir yrðu að vera meðvitaðir um þá hegðun sem krafist væri. Hvað væri leyfilegt og hvað ekki. Hann nefndi nokkur fyrirtæki með mjög ákveðinn kúltúr þar sem allir vissu nákvæmlega hvernig ætti að gera hlutina. Þá vísaði hann í John C. Maxwell sem sagði eitt sinn: „Leiðtogahlutverkið snýst um að hafa áhrif. Hvorki meira né minna.“ Þá vísaði hann í Albert Schweitzer sem sagði að góð fyrirmynd væri ekki helsta leiðin til að hafa áhrif á aðra – hún væri eina leiðin. Niðurstaða ráðstefnunnar hlýtur að vera sú að mjög mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að dreifa valdinu, nýta sér í auknum mæli leiðtoga- hugsunina. Sannur leiðtogi hugsar meira um að heildin nái árangri fremur en hann sjálfur. Þá þarf leiðtoginn að koma því til skila að velgengni sé ekki sjálfsögð, leiðtogi þarf að gera kröfur en ekki óraunhæfar kröfur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.