Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 72

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 72
KYNNING72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 SPV er fjármálastofnun þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt í fyrirrúmi. SPV veitir alhliða fjármálaþjónustu, hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki, þjónustu sem leitast er við að sníða að mismunandi aðstæðum og þörfum viðskiptavina. Grundvallarþættir í starfsemi Spar- isjóðsins eru hagsmunir viðskiptavinarins, sveigj- anleiki og öryggi. SPV hefur ævinlega verið í fararbroddi íslenskra fjármálastofnana að tileinka sér kosti nútímatækni og tölvuvæðingar og um leið lagt áherslu á að efla persónulega þjónustu og opna viðskiptavinum greiðar leiðir að starfsfólki sem ávallt er boðið og búið að veita þeim aðstoð og ráðgjöf. Aðalstöðvar SPV eru í Borgartúni 18. Tvö útibú eru í Reykjavík, annað er í Hraunbæ 119 og hitt er í Síðumúla 1 og lá leið okkar þangað þar sem við hittum fyrir Svan Gunnar Guðlaugsson þjónust- ustjóra, sem sagði í stuttu spjalli að ánægjulegt væri hversu margir í hverfinu nýti sér þjónustu útibúsins: „Í dag má segja að við séum miðsvæðis í Reykjavík, í hverfi þar sem mörg fyrirtæki starfa. Til okkar leita bæði fyrirtæki og einstaklingar sem starfa innan þeirra. Við höfum verið að styrkja þjónustu okkar með tilliti til umhverfis okkar og meðal annars fjöl- gað fyrirtækjaráðgjöfum og erum þar með að leggja aukna áherslu á fyrirtækin. Svo finnst fólki, sem vinnur innan þessara fyrirtækja, gott að hafa bankann nálægt sér og beinir því viðskiptum sínum til okkar.“ Nær tuttugu ár í Síðumúlanum SPV hefur rekið útbú í Síðumúlanum í tæp tuttugu ár þannig að mikil reynsla af að þjóna fyrirtækjum og einstaklingum á þessu svæði er fyrir hendi í Sparisjóðnum: „Það starfa tíu manns í útibúinu og við reynum okkar besta til að bjóða persónulega þjónustu og leggjum okkur fram um að rækta og efla samskipti við viðskiptavini okkar og veita þeim sérsniðna þjónustu sem hentar hverjum og einum og við endurskoðum starfið reglu- lega með tilliti til þarfa viðskiptavina okkar. Ég tel að ánægjuvogin svokallaða, sem sýnir að ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrir- tækja hér á landi eru hjá Sparisjóðnum, sé þessum áherslum okkar að þakka ásamt faglegri ráðgjöf. Þjónustufulltrúar okkar hafa það að meginmarkmiði að setja sig í spor viðskiptavinanna í þeim til- gangi að veita þeim nákvæmlega þá þjónustu sem komi þeim best,“ Góð sóknarfæri Svan segist sjá góð sóknarfæri: „Það vill svo til að búið er að loka einum helsta keppinaut okkar í hverfinu, Múlaúti- búi Landsbankans. Við erum vissir um að margir viðskiptavina SPV VIÐ SÍÐUMÚLA 1 Styrkur okkar liggur í þjónustu sem hentar hverjum og einum Hugmyndin hjá okkur er að ná inn fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. Við teljum okkur hafa vissan meðbyr í hverfinu sem sjálf- sagt er að nýta. Starfsfólk SPV Síðumúla 1. Efri röð, talið frá vinstri: Ásdís Írena Sigurðardóttir, Jóhanna Kjartansdóttir, Brynja Jónsdóttir, Sveinn Reynisson, Auður Arna Eiríksdóttir, Ásta Jósepsdóttir. Neðri röð, talið frá vinstri: Elísabet Tómasdóttir, Sigríður Héðinsdóttir og Svan Gunnar Guðlaugsson. Á myndina vantar Sigurbjörgu Eiríksdóttur. Séð yfir afgreiðslusal útibús SPV í Síðumúla. Borgartúni 18, 105 Rvk Hraunbæ 119, 110 Rvk Síðumúla 1, 108 Rvk Aðalsími 575 4000 Þjónustuver 575 4100 Netfang: spv@spv.is Múlaútibúsins vilja vera áfram í hverfinu og það gefur okkur enn meiri möguleika á að efla okkar starf og fjölga viðskiptavinum. Það er eins og gefur að skilja mikil samkeppni milli bankanna og við teljum okkur koma sterkt inn í þá samkeppni þar sem þjónusta og persónuleg ráðgjöf er farin að skipta mun meira máli en áður og þar liggur einn okkar helsti styrkleiki. Það vantar ekki að alls konar gylliboð frá bönkum koma inn á borð hjá fyrirtækjum hér í hverfinu, en ég er á því að ekki snúist allt um kjörin í dag. Þjónustan skiptir ekki minna máli og ef viðskiptavinurinn er ánægður með þjónustuna í bankanum sínum og hann fær það sem hann vill þá hafa gylliboð lítil áhrif á hann.“ Markaðssetning framundan SPV í Síðumúlanum er að fara í gang með markaðssetningu í hverfinu: „Það má geta þess að við munum bjóða íbúum hverfisins og starfsmönnum í fyrirtækjum hér í kring í heimsókn til okkar fljótlega, þar sem við munum kynna starfsemi okkar. Hug- myndin hjá okkur er að ná inn fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. Við teljum okkur hafa vissan meðbyr í hverfinu sem sjálfsagt er að nýta. Í framhaldi munum við nálgast fyrirtækin og einstaklinga á annan hátt, meðal annars með póstsendingum. Ýmislegt annað er í bígerð hjá okkur sem snýst um að styrkja útibúið sem mest í þeirri samkeppni sem við búum við og við lítum björtum augum til framtíðarinnar.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.