Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Qupperneq 90

Frjáls verslun - 01.01.2005, Qupperneq 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Þ arfir fyrir samskiptalausnir hjá fyrirtækjum eru mjög mismunandi og fara eftir starfs- emi þeirra og uppbyggingu. Ein aug- ljósasta þörfin eru þó símasamskipti,“ segir Júlíus B. Benediktsson, ráðgjafi á Ráðgjafar- og þjónustusviði Opinna kerfa ehf. Fyrirtækið býður fjöl- breyttar símkerfislausnir frá mörgum framleiðendum, en samskiptatæknin hefur, að sögn Júlíusar, tekið miklum framförum undanfarin ár. Þar eru IP (Internet Protocol) símalausnir ráð- andi. Með IP er Netið nýtt til að flytja talað mál og símkerfið samofið öðrum upplýsingakerfum. Samskiptabúnaður sem mjúkur leir „Ein skemmtileg nýjung er að samtvinna Cisco IP símkerfi við HP iPAQ lófatölvuna,“ segir Júlíus. Lófa- tölvan er með innbyggðum GSM síma en einnig er hægt að setja í hann hugbúnaðarsíma. Lófatölvan virkar því sem eitt samskiptatæki, það er GSM sími, borðsími innan fyrirtækis, tölvupóstur og Netið. Sá sem er með slíkt tæki gæti verið staðsettur til dæmis í erlendri flug- höfn og svarað vinnusíma og afgreitt tölvupóst. „Tæknin ein og sér leysir þó ekki vandamálin heldur skiptir hugvit og þekking miklu máli. Samskipta- búnaður er sem mjúkur leir. Til að búa til lausn þarf þekkingu á þörfum hvers viðskiptavinar. Opin kerfi leggja áherslu á að innan fyrirtækisins sé til staðar þekking á öllum þáttum sem þetta snertir.“ Mælanleg markmið mikilvæg Fyrir- tækjum berst mikið af símtölum og oft verður teppa þegar verið er að greiða úr þeim öllum. Júlíus segir nýta megi margs konar lausnir í slíkum tilvikum, það er að svara og beina erindunum til starfsmanna. „Góðar símstöðvar breyta þó ekki því að hafa þarf mannskap til að svara símanum. Því er mikilvægt að fylgjast vel með álagi og stjórna því meðvitað, upp að ákveðnu marki. Hægt er að áætla þann mannafla sem nauðsynlegur er miðað við ákveðin markmið. Nauðsynlegt er að fyrir- tæki þekki álagið þannig að setja megi raunhæf markmið sem stuðla að góðri þjónustu með lágmarks til- kostnaði.“ Júlíus segir ennfremur að miklu skipti að þjónustuver fyrirtækja séu rekin eftir mælanlegum mark- miðum. Þannig sjáist sá árangur sem þarf að ná. „Að tapa sem fæstum símtölum þarf ekki að vera rétt markmið ef það kemur niður á gæðum þeirrar þjónustu sem verið er að veita. Hjá sumum fyrirtækjum getur verið rangt að fylgjast eingöngu með töpuðum símtölum sem berast inn í þjónustu- verið. Sum símtöl eru verðmætari en önnur og því gæti verið skynsamlegra að einbeita sér að því að svara réttu símtölunum í stað þess að reyna að svara þeim öllum.“ Samtenging skilar sparnaði Kostn- aður við þjónustuver er gjarnan mældur á hverja sekúndu og ef vitað er hvert álagið er má ná sparnaði með því að stytta hvert samtal um nokkr ar sekúndur. Slíkt verður þó aðeins gert með því að þekkja frávikin frá hefð- inni, og að sum samtöl eru lengri en önnur. „Til að stytta símtöl er ekki vænlegt að hvetja starfsmenn til að vera stuttorðir og leggja sem fyrst á. Slíkt kemur niður á þjónustu og ánægju viðskiptavina. Hægt er að stytta símtöl með því að endurskoða þau ferli sem starfsmennirnir vinna eftir og aðgengi að upplýsingum. Samtenging símkerfis, þjónustuvers og upplýsingakerfa getur því skilað beinum sparnaði,“ segir Júlíus B. Benediktsson. IP lausnir verða ráðandi OPIN KERFI Samskiptalausnir eru stórmál í fyrir- tækjum. IP tæknin ryður sér til rúms. Þekking á þörfum viðskiptavina er mikilvæg. „Tæknin ein og sér leysir ekki vandamálin heldur skiptir hugvit og þekking miklu máli,“ segir Júlíus B. Benediktsson, ráðgjafi hjá Opnum kerfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.