Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Svo ráðstefna heppn-ist vel er að mínu mati nauðsynlegt að hún sé lærdómsrík og að sjálfsögðu reynir á að fyrirlesararinn sé góður. Flutningur þarf að vera lifandi og hnitmiðaður. Mikilvægt er að erindin séu ekki of löng. Einnig er mikilvægt að erindin séu fjölbreytileg og að húmor gleymist ekki,“ segir María Guðmunds- dóttir, ritstjóri Ferðarita hjá Heimi hf. María segir að til að vel takist til með ráðstefnuhald sé umgjörðin þýðingar- mikil; að vel fari um ráðstefnugesti og að allur tæknibúnaður sé í góðu lagi. Það sé afleitt þegar fyrstu mínúturnar fari í að leysa úr tæknivandamálum. Í tímans rás kveðst María aðallega hafa sótt ráðstefnur sem tengjast ferðaþjónustu og stigs- munur sé á því hvort þær séu litlar og fjalli um afmörkuð mál eða risa- stórar með fjölda þátttak- enda. Á hinum fyrrnefndu skapist til dæmis oft meiri tækifæri til skoðana- skipta um einstök málefni. „Skemmtilegustu ráð- stefnurnar finnst mér vera tveggja daga ráðstefnur sem haldnar eru úti á landi. Þar nær fólk betur að slaka á og einbeita sér – og þær verða góð blanda þess að njóta áhugaverðra fyrirlestra, umhverfis og félagsskapar ráðstefnu- gesta meðan á dvöl stendur.“ „Mikilvægt að erindin séu fjölbreytileg,“ segir María Guðmundsdóttir ritstjóri Lærdómsríkt og lifandi „Reykjavík spennandi áfangastaður,“ segir Dóra Magnúsdóttir Afþreying innan seilingar Svo vel takist til með ráðstefnuhald er skipu-lagning mikilvægasti þátturinn. Fjölmennar ráðstefnur og fundir kalla á mörg úrlausnar- efni svo ráðstefnan gangi vel fyrir sig og verði árangursrík. „Bæði þarf að skipuleggja ráðstefnu- haldið sjálft en síðan eru gestir með ýmsar sérþarfir. Í lok ráðstefna er gjarnan skipulögð skemmtiferð í nágrenni borgarinnar. Öllu þarf að mæta og skipuleggjendur ráðstefna hérlendis eru snillingar í að leysa málin þannig að allir snúi ánægðir heim,“ segir Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu. Í harðri samkeppni um hvar halda eigi ráð- stefnu er mikilvægt að bjóða upp á spennandi áfangastað. Einmitt þarna er Reykjavík um margt fýsilegri kostur en margar aðrar borgir sem bjóða upp á stærri sali og fleiri hótel. Fyrsta mikilvæga atriðið til að ráðstefna heppnist vel er þátttaka. Skipt getur sköpum að áfangastaðurinn sé spennandi, sérstaklega fyrir fólk sem fer á margar ráðstefnur ár hvert. „Það sem Reykjavík hefur fram yfir margar aðrar borgir eru stórkostlegir afþreyingarmögu- leikar í faðmi mikillar náttúrufegurðar. Nú í vor opna tvö ný hótel í miðbænum í kjölfar þeirrar aukningar á gistirými sem þegar hefur orðið undanfarin ár. Ný og glæsileg ráðstefnumiðstöð verður tekin í notkun árið 2009 á Miðbakkanum í Reykjavík og það er deginum ljósara að slík bygging mun brjóta blað hvað varðar aðstæður til ráðstefnuhalds hérlendis.“ Umgjörð og stemmning Að minni hyggju er mikilvægt að skapa ákveðna umgjörð og stemmningu í kringum fundi og ráð- stefnur svo að vel takist til,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. „Áhuga- verðir fyrirlesarar með fróðleg erindi ná fundargestum oft alveg á sitt band og eins er farið að skreyta salina í þeim tilgangi til að skapa ákveðin hughrif. Þá eru oft á dagskrá fín tónlistaratriði. Allt er þetta gert í þeim til- gangi að draga fólk að og takist vel upp má búast við góðri mætingu að ári. Almennt tel ég þetta nauðsynlegt, því hvarvetna verður æ erfiðara að ná í gegn. Það er engin fjarstæða að segja að funda og ráðstefnuhaldi á Íslandi hafi verið markaðsvætt að verulegu leyti.“ Í krafti starfs síns segir Gunnar að sér berist boð um að sitja fjölda funda og ráðstefna sem hann þiggi sjaldnast. „Ef ég þægi allt sem býðst væri slíkt nánast fullt starf,“ segir hann og hlær. Gunnar segir að talsverður munur sé á stíl og yfirbragði samkoma þar sem reynt er að laða gesti að með góðum fyrirlesurum og skemmtilegri stemmningu og svo funda þar sem er skyldumæting – svo sem í verkalýðshreyfingunni. Sumir funda innan vébanda hennar séu næsta dauflegir, nema því aðeins að erindi ræðumanna séu sérlega markverð eða áhugavekjandi. „Ná fundargestum oft alveg á sitt band,“ Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.