Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 118

Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Aðalatriði varðandi hverja ráðstefnu er að brýn þörf sé fyrir að koma upp- lýsingum á framfæri. Fyrir- lesarar hafi eitthvað fram af færa af eigin reynslu - og kunni að matreiða efni sitt þannig að áheyrendur brenni í skinninu að heyra meira,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra. Hún segir að við ráðstefnuhald sé þáttur fundar- eða ráðstefnustjóra mikilvægur svo dagskráin verði markviss og gangi vel og skipulega fram. „Dagskráin þarf að vera þannig að fólk fái á tilfinninguna að það sé einhvers fróðara að henni lokinni. Sé ekki svekkt yfir í að hafa eytt tíma í ómerkilegt orðasalat.“ Enginn skyldi vanmeta hinn félagslega þátt ráðstefna og funda. „Fólk fer gjarnan á þessar samkomur til að sýna sig og sjá aðra. Hitta einhverja sem það telur mikilvægt að vera í samskiptum við. Einnig til að fá tilbreytingu og smáfrí úr vinnunni, en sjaldnar til að fræðast. Sú er að minnsta kosti mín reynsla úr opin- bera geiranum. En ég geri ekki lítið úr þeim samböndum sem gjarnan myndast þarna og nýtast í daglegu starfi,“ segir Ingibjörg. Þeir sem standa að og skipuleggja ráð- stefnur vita að þó boðskapur þeirra kunni að vera mikilvægur má ekki ofgera fólk með of stífri dagskrá. „Ég legg áherslu á gott loft í ráðstefnusal, mikið af köldu vatni og fólk sé hvatt til þess að hreyfa sig á milli atriða. Eitthvað léttmeti verður að koma inn á milli til að létta geð fólks,“ segir Ingibjörg. Dagskrá fyrir maka ráðstefnugesta er sömuleiðis alltaf mikilvæg. „Þegar ég var ráðherra var maðurinn minn, Haraldur Sturlaugsson, sólginn í slíkt. Trúlega af því makarnir voru oftar en ekki kvenkyns. Hann var til dæmis einn af stofnendum Makavinafélagsins, félags maka ráðherra. Í upphafi, þegar félagið var stofnað var hann eini karlinn í því en konurnar níu - og hvaða karl kann ekki að meta slíkt?“ „Fyrirlesarar hafi eitt- hvað fram að færa,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. Fróðleikur og félagslegir þættir Uppskrift að góðri ráðstefnu: Þ að er alls ekki sjálfgefið að fundirnir verði betri þótt græjurnar verði flottari með hverju árinu,“ segir Magnús Pálsson viðskipt- afræðingur og forstöðumaður þróunar hjá Sparisjóði Hafnar fjarðar. Hann segir magn gagna og upplýsinga, sem stjórnendur flestra fyrirtækja hafa yfir að ráða, hafi aukist jafnt og þétt og mörg upp- lýsingaforrit verið þróuð í þeim tilgangi að halda góða fundi og auðvelda ákvarðanatöku. Sömuleiðis hafi komið fram aðferðir til að mæla árangur og samræma ákvarðanir sem styðja þá stefnu sem fyrirtækið hafi mótað sér. Góður fundur þarf að vera hvetjandi Fundir verða að vera upplýs- andi og hvetjandi. Góður undirbúningur skiptir að sjálfsögðu miklu máli og tilgangur fundarins þarf að vera ljós. „Er fundað til að fara yfir stöðu mála, laða fram nýjar hugmyndir, kynna nýjungar, eða greina frá niðurstöðum? Þetta þarf fólk að vita því fundirnir geta verið jafn- ólíkir og tilefnin,“ segir Magnús. Bætir við að mikilvægt sé einnig að fyrir liggi hvort fundurinn sé almennt nauðsynlegur. Fundarboð þurfi að berast tímanlega til þátttakenda, sem skuli ekki vera fleiri en þörf krefur. Í fundarboðinu eigi að tilgreina dagskrá í stuttu máli, hvaða mál verði í deiglunni og hve lengi fundurinn skuli standa. Þegar fundurinn hefst segir Magnús að skipti máli að byrja á réttum tíma. Tilnefna skuli fundarstjóra og ritara þegar allir eru komnir að borðinu, fara þá stutt- lega yfir niðurstöður síðasta fundar og leggja fram upplýs- ingar, aðrar en þær sem fundar- mönnum hafi þegar borist og þeir vonandi lesið. Á fundinum verði að fylgja ákveðinni dagskrá og ljúka hverjum lið áður en byrjað er á þeim næsta. Laða fram ólík sjónarmið og sætta þau „Stjórnun fundarins er síðan sérstakur kapítuli út af fyrir sig þar sem fundarstjórinn þarf að hafa lag á því að laða fram ólík sjónarmið og sætta þau. Kom- ast þarf að niðurstöðu um hvern dagskrárlið og ákveða hver beri ábyrgð á að fylgja ákvörðunum eftir,“ segir Magnús og minnir á að draga helst ekki fund framyfir gefin tímamörk. Í framhaldinu sé send stutt fundargerð til hlutaðeigandi með helstu niðurstöðum fundarins og upplýsingum um næstu skref. „Menn verði að muna að glæsilegur tæknibúnaður er ekki aðalatriði og hið ágæta forrit Power Point taki ekki ákvarðanir. Góður fundur verður ekki til af sjálfu sér – en til að hann heppnist vel er grundvallaratriði að hafa hlutina einfalda og skýra,“ segir Magnús Pálsson að lokum. „Góður fundur verður ekki til af sjálfu sér,“ segir Magnús Pálsson. Hvernig á að halda fund?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.