Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 136

Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Hönnun: GLER, PLATÍNA OG PLAST Þeir eru alltaf jafnflottir lamparnir frá ítalska fyrirtækinu Egizia sem fást í versluninni Art Form við Skólavörðustíg. Þeir eru í línunni HWC - handle with care. Ungir og efnilegir hönnuðir, hvaðanæva að, hanna glervöru í línunni, – lampa, blómavasa o.s.frv. Hönnuður þessa lampa, Candia, er ung brasilísk kona, Flavia Alves De Sousa, sem er með meistaragráðu í hönnun frá Mílanó. Lampinn er úr blásnu gleri og með silki- þrykki. Þá skreytir platína lampann – fer- hyrningar úr platínu. Platína er jafnverðmæt og gull. Skermirinn er úr hvítu plasti. Það er vandað til verka bæði hvað varðar lampann sem og lampaskerminn. Lampinn er nútímalegur – og passar á nútímaleg sem og sígild heimili, heimili þar sem antik er ráðandi. Þetta er falleg og vönduð vara. Listaverk. Lampinn er úr blásnu gleri og með silkiþrykki. „Ég er tækifærissinni og þessa stundina er New York í uppáhaldi,“ segir Elín Sigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Landsbanka Íslands. „Borgin hefur upp á ótrúlega margt að bjóða. Þegar ég kom þangað fyrst fyrir mörgum árum fannst mér hún ógnvekjandi og mér leið illa. Ég hef komið nokkrum sinnum eftir það og breyt- ingin er ótrúleg. Það er betur hugsað um borgina, hún er hreinni og virðist miklu öruggari.“ Elín nefnir að hvert hverfi hafi sinn sjarma og nefnir sérstaklega Central Park sem er eins og heill heimur út af fyrir sig. Hún hefur farið til New York bæði starfsins vegna og í fríum en þá skoðar hún sig meira um. Mann- lífið er á meðal þess sem hún skoðar. „Það er skemmtilegt að fara út að borða í New York. Þegar ég fór þan- gað síðast í frí fór ég með skemmtilegum kvenn- ahópi. Við fórum á mat- sölustaði og bari á fínu og stóru hótel- unum. Í einu hótelinu var boðið upp á „kampavíns-brunch“. Það er nokkuð sem maður gerir ekki vanalega.“ Elín kíkir í verslanir þegar hún er í „stóra eplinu“ auk þess sem hún hefur farið í leikhús og á söngleiki á Broadway. Uppáhaldsborgin: NEW YORK, NEW YORK Erna Gíslad- óttir, forstjóri B&L, segist reyna að hafa eldamennsk- una einfalda en bragðbóða. Uppskriftina hér fyrir neðan fékk hún fyrst hjá tengda- móður sinni. ,,Uppskriftin var aðeins flóknari hjá henni, en ég reyni að hafa eldamennskuna einfalda en bragðgóða. Þessi réttur er sígildur í fjölskylduboðum hjá okkur og gott er að búa hann til daginn áður og hita hann svo upp í ofni. Ég er oft með tvö form (skammta) af þessum rétti í hverju boði. Hann er mjög auðveldur og einfaldur að útbúa en samt einstak- lega bragðgóður.“ Heitur fjölskylduréttur fyrir sex: 2 dósir Cream of Chicken Soup frá Campbell’s 2 dósir aspas í bitum 2 pelar rjómi 2 bréf af skinku í bitum frá Ali 2 pokar af rifnum osti ½ franskbrauð Allt nema ostur og brauð er sett saman í pott og hitað. Fransk- brauðið er skorið í bita og sett í botn á eldföstu formi. Gott er að setja smáolíu á formið áður en brauðið er sett í til að það festist síður við. Öllu úr pottinum er svo hellt í eldfasta formið og osturinn settur yfir. Þetta er svo hitað í ofni á þokkalegum hita þangað til það er orðið gegnheitt. Sælkeri mánaðarins: HEITUR FJÖLSKYLDURÉTTUR ÚR EINU Í ANNAÐ ,,Ég er tækifærissinni og þessa stundina er New York í uppáhaldi.“ ,,Ég reyni að hafa elda- mennskuna einfalda en bragðgóða.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.