Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 80

Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 JÓLIN KOMA KYNNING Sannir sælkerar leggja leið sína í Ostabúðina á Skólavörðustíg, enda er enginn svikinn af því sem þar fæst, hvort sem menn vilja gera sér glaðan dag heima eða grípa með sér gjafakörfu fyrir vini eða viðskiptafélaga. Svo er líka hægt að koma við í Osta- búðinni í hádeginu, frá kl. 11.30 til klukkan 13.30 og fá sér eitthvað í gogginn í Ostabúðarkjallaranum eða bara til að taka með sér. Og gleymum ekki að Ostabúðin tekur að sér að sjá um hvers konar veislur, fámennar eða fjölmennar. Jóhann Jónsson á fyrirtækið Þrír grænir ostar sem rekur Ostabúðina en um áramótin eru sex ár liðin frá því Jóhann hóf reksturinn. Á þessum árum hefur Ostabúðin áunnið sér vinsældir vegna frábærs vöruúrvals og einstakrar þjónustu sem byggist m.a. á þekkingu starfsfólksins. Jóhann er matreiðslumaður og lærði á Hótel Holti en vann einnig á Lækjarbrekku og í Iðnó. Með honum vinnur gott fólk, 5-6 manns að jafnaði, en um 20 manns þegar mest er að gera fyrir jólin. Ostarnir í ostabúðinni eru fyrsta flokks, bæði innlendir og erlendir, t.d. frá Danmörku, Noregi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Þar er einnig hægt að fá rjómaosta að hætti Ostabúðarinnar sem og sér- lagaðar rjómaostasósur. „Í forrétta- og áleggsborðinu má velja úr ýmiss konar kjöt sem við verkum sjálf,“ segir Jóhann. „Við erum með grafið og reykt kjöt og villibráðarpaté. Grafið ærfille er vinsælt, svo ekki sé minnst á grafið hrossakjöt og gæsabringur. Grafna kjötið með gömlum goudaosti, klettasalati og basilolíu er lostæti sem gaman er að setja fallega á disk og bera fram fyrir vini eða fjölskyldu á góðu kvöldi.“ Gjafakörfur og veisluþjónusta Í Ostabúðinni, Skólavörðustíg 8, er hægt að kaupa gjafakörfur í öllum stærðum og geta menn valið það sem þeir helst vilja í körfuna. Jóhann segir að fólk komi oft með hvítvín eða rauðvín og velji svo það sem hugurinn girnist að auki, osta, kjöt, olíur, edik og hvað eina annað. Gjafkörfurnar eru mjög vin- sælar fyrirtækjagjafir bæði um jól og við önnur tækifæri. Veisluþjónusta Ostabúðarinnar nýtur mikilla vinsælda. „Við tökum að okkur að framreiða veisluföng fyrir móttökur og styttri boð og höfum undirbúið margrétta kvöldverði fyrir 10 til 30 manns en stærsta veislan sem við höfum tekið að okkur var 1100 manna boð þar sem bornar voru fram 8800 snittur!“ segir Jóhann í Osta- búðinni. Allt sem hugurinn girnist í Ostabúðinni Skólavörðustíg Í hádeginu getur fólk skotist í Ostabúðina og fengið sér létta rétti, súpur, fisk dagsins, bruscetta, smurt baq- uette og salatdisk „eftir kenjum kokksins“. Sælkerarnir kunna að meta Emmentaler-ostinn. Jóhann við ostakælinn. Lítið á heimsíðuna www. ostabudin.is og sjáið allt sem í boði er.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.