Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 55
Grjóthálsi 5
110 Reykjavík
Sími: 5403000.
Fax: 5403001.
Heimasíða: www.hugur.is
DÆMI UM ÞJÓNUSTUVEFI:
• Lín - mitt svæði, einkasvæði námsmanna
• Kreditkort - færslusíða fyrirtækjakorta
• Síminn - þjónustuvefir fyrir fyrirtæki og einstaklinga
• Landsbankinn - fyrirtækjabanki bankans
• Menntagátt - rafræn gátt námsefnis og námskráa
• Lín - starfsmannavefur fyrir úrvinnslu
• Íslandspóstur - jólakortavefur og skeytavefur
fara með vefi í fyrstu í nytsemismat hjá sérfræðingum og þegar verkið
er komið lengra á veg er gott að prófa vefinn með þeim notendum
sem koma til með að nota hann. Allir notendur ættu að geta notað
vefi á aðgengilegan og hnökralausan hátt og það hefur sýnt sig að þær
aðferðir sem við notum hafa verið mjög árangursríkar.
Sem dæmi get ég tekið verkefni sem við unnum fyrir Lánasjóð
íslenskra námsmanna (LÍN). Við hönnuðum þjónustuvef, sem var
nytsemismetinn á hönnunarstigi og prófaður af notendum. Það skil-
aði þeim árangri að þegar 10.000 námsmenn sóttu stuttu síðar um
lán í gegnum þennan þjónustuvef (90% allra sem sóttu um) þá lenti
nær enginn í vandræðum.“
Heildarlausnir sem og sérhæfðar einingar
Hugur vinnur yfirleitt fyrir stór fyrirtæki sem vilja veita sínum við-
skiptavinum fullkomna rafræna þjónustu „Við erum ekki alltaf að
vinna vefsíður fyrirtækjanna frá a til ö,“ segir Sigrún Eva, „heldur
oft ákveðnar sérhæfðar einingar innan vefjanna. Þessar einingar
byggja oftar en ekki á flóknum samskiptum milli kerfa og mikilli
gagnvirkni. Við búum yfir öflugri sérþekkingu til að sinna slíkum
málum og vinnum hratt og örugglega. Við erum líka að vinna
mikið að innri kerfum fyrirtækjanna til að skapa sem sjálfvirkasta
úrvinnslu þeirrar þjónustu sem er úti á Netinu og útbúa leiðir fyrir
starfsfólk til að ljúka innan kerfisins þeim málum sem engin leið er
að klára sjálfvirkt.“
Ánægðir viðskiptavinir
Að sögn Sigrúnar Evu sýna mælingar mikla ánægju viðskiptavina
Hugar og vel fyrir ofan meðaltal fyrirtækja þar sem slíkar mælingar
hafa verið gerðar. „Við erum sveigjanleg og snögg og leggjum áherslu
á að vinna náið með viðskiptavinunum til að tryggja að þeir fái rétta
vöru í hendurnar. Samvinna og traust er það sem skiptir máli.“
Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN,
um þjónustuvefinn:
Styttir boðleiðir og eykur
öryggi í samskiptum
„Þjónustuvefur LÍN hefur síðustu þrjú ár verið í hraðri upp-
byggingu. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa
og því óhætt að fullyrða að starfsmenn Hugar hafa unnið
frábært starf. Vefurinn á stóran þátt í að sjóðurinn hefur
samtímis getað bætt þjónustuna og mætt mikilli fjölgun
lánþega án aukins rekstrarkostnaðar. Vefurinn hefur stytt
boðleiðir og aukið öryggi í öllum samskiptum. Á stöðugt
fleiri sviðum geta námsmenn nú fengið úrlausn sinna mála
án atbeina starfsmanna sjóðsins. Við sem vinnum hjá LÍN
getum betur en áður sinnt því sem við erum sérhæfð í, þ.e.
að ákvarða og hafa eftirlit með lánshæfu námi og síðan að
hjálpa og leiðbeina námsmönnum þegar upp koma vafamál
eða þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Framundan eru frekari landvinningar og í næstu áföngum
munum við leggja áherslu á samþættingu hinna ýmsu svæða
vefjarins. Landamæri milli svæða verða afnumin og sameig-
inlegar aðgerða- og upplýsingamyndir innleiddar, annars
vegar fyrir starfsmenn og viðskiptavini og hins vegar fyrir
starfsmenn sjóðsins og samstarfsaðila, eins og t.d. þjónustu-
fulltrúa bankanna. Þjónustuvefurinn mun því halda áfram að
vera farvegur framfara.“
Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, er ánægður
með þjónustuvefinn. Með honum á myndinni er Borghildur
Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hugar.
TEXTI: HILMAR KARLSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON