Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 55

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 55 Grjóthálsi 5 110 Reykjavík Sími: 5403000. Fax: 5403001. Heimasíða: www.hugur.is DÆMI UM ÞJÓNUSTUVEFI: • Lín - mitt svæði, einkasvæði námsmanna • Kreditkort - færslusíða fyrirtækjakorta • Síminn - þjónustuvefir fyrir fyrirtæki og einstaklinga • Landsbankinn - fyrirtækjabanki bankans • Menntagátt - rafræn gátt námsefnis og námskráa • Lín - starfsmannavefur fyrir úrvinnslu • Íslandspóstur - jólakortavefur og skeytavefur fara með vefi í fyrstu í nytsemismat hjá sérfræðingum og þegar verkið er komið lengra á veg er gott að prófa vefinn með þeim notendum sem koma til með að nota hann. Allir notendur ættu að geta notað vefi á aðgengilegan og hnökralausan hátt og það hefur sýnt sig að þær aðferðir sem við notum hafa verið mjög árangursríkar. Sem dæmi get ég tekið verkefni sem við unnum fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Við hönnuðum þjónustuvef, sem var nytsemismetinn á hönnunarstigi og prófaður af notendum. Það skil- aði þeim árangri að þegar 10.000 námsmenn sóttu stuttu síðar um lán í gegnum þennan þjónustuvef (90% allra sem sóttu um) þá lenti nær enginn í vandræðum.“ Heildarlausnir sem og sérhæfðar einingar Hugur vinnur yfirleitt fyrir stór fyrirtæki sem vilja veita sínum við- skiptavinum fullkomna rafræna þjónustu „Við erum ekki alltaf að vinna vefsíður fyrirtækjanna frá a til ö,“ segir Sigrún Eva, „heldur oft ákveðnar sérhæfðar einingar innan vefjanna. Þessar einingar byggja oftar en ekki á flóknum samskiptum milli kerfa og mikilli gagnvirkni. Við búum yfir öflugri sérþekkingu til að sinna slíkum málum og vinnum hratt og örugglega. Við erum líka að vinna mikið að innri kerfum fyrirtækjanna til að skapa sem sjálfvirkasta úrvinnslu þeirrar þjónustu sem er úti á Netinu og útbúa leiðir fyrir starfsfólk til að ljúka innan kerfisins þeim málum sem engin leið er að klára sjálfvirkt.“ Ánægðir viðskiptavinir Að sögn Sigrúnar Evu sýna mælingar mikla ánægju viðskiptavina Hugar og vel fyrir ofan meðaltal fyrirtækja þar sem slíkar mælingar hafa verið gerðar. „Við erum sveigjanleg og snögg og leggjum áherslu á að vinna náið með viðskiptavinunum til að tryggja að þeir fái rétta vöru í hendurnar. Samvinna og traust er það sem skiptir máli.“ Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, um þjónustuvefinn: Styttir boðleiðir og eykur öryggi í samskiptum „Þjónustuvefur LÍN hefur síðustu þrjú ár verið í hraðri upp- byggingu. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa og því óhætt að fullyrða að starfsmenn Hugar hafa unnið frábært starf. Vefurinn á stóran þátt í að sjóðurinn hefur samtímis getað bætt þjónustuna og mætt mikilli fjölgun lánþega án aukins rekstrarkostnaðar. Vefurinn hefur stytt boðleiðir og aukið öryggi í öllum samskiptum. Á stöðugt fleiri sviðum geta námsmenn nú fengið úrlausn sinna mála án atbeina starfsmanna sjóðsins. Við sem vinnum hjá LÍN getum betur en áður sinnt því sem við erum sérhæfð í, þ.e. að ákvarða og hafa eftirlit með lánshæfu námi og síðan að hjálpa og leiðbeina námsmönnum þegar upp koma vafamál eða þegar eitthvað fer úrskeiðis. Framundan eru frekari landvinningar og í næstu áföngum munum við leggja áherslu á samþættingu hinna ýmsu svæða vefjarins. Landamæri milli svæða verða afnumin og sameig- inlegar aðgerða- og upplýsingamyndir innleiddar, annars vegar fyrir starfsmenn og viðskiptavini og hins vegar fyrir starfsmenn sjóðsins og samstarfsaðila, eins og t.d. þjónustu- fulltrúa bankanna. Þjónustuvefurinn mun því halda áfram að vera farvegur framfara.“ Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, er ánægður með þjónustuvefinn. Með honum á myndinni er Borghildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hugar. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.