Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 98

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Ísland með augum útlendinga Náttúran er spennandi „Í hugum nánast allra erlenda ferðamanna, sem hingað koma, er náttúran bæði framandi og spennandi. Fyrir- fram hefur fólk í afþreyingar- og hvataferðum yfirleitt litlar væntingar um landið, nema hvað margir vita eitt- hvað um til dæmis Bláa lónið, Þingvelli, Geysi og Gull- foss. Þessir staðir eru auðvitað allir einstakir í sinni röð og flestum þykir frábært að geta heimsótt þá flesta ef ekki alla í einni stuttri dagsferð,“ segir Stefán Helgi Vals- son, leiðsögumaður hjá Kynnisferðum. Stefán hefur starfað sem leiðsögumaður ferðamanna síðustu átján ár og segir ráðstefnugesti eða fólk í svo- nefndum hvataferðum vera drjúgan hluta af þeim hópi útlendinga sem hann ferðast með um landið. „Fagmenntaðir íslenskir leiðsögumenn búa yfir þekk- ingu á erlendum tungumálum sem þeir leiðsegja ferða- mönnum á og eru gjörkunnugir öllum aðstæðum. Hafa því góð tök á því að segja ferðamönnum frá landi og þjóð á fræðandi og skemmtilegan hátt. Mikilvægt er að halda í þessa sérþekkingu fólks í greininni, nú þegar sífellt fjölgar erlendum fararstjórum sem hingað koma. Heim- sókn til Íslands má ekki verða einsleit eins og heimsókn á MacDonalds, þar sem hamborgararnir eru alltaf eins, hvar sem er í heiminum,“ segir Stefán. „Erlendir ferðamenn tala margir um hve and- rúmsloftið á Íslandi sé streitulaust. Okkur Íslend- ingum finnst þetta sjálfum hljóma mjög einkennilega. En líklega skapast þessi tilfinning hvar sem er, svo lengi sem fólk er í sjálft í fríi. Sjálfur slappaði ég til dæmis afar vel af í fríi í New York, þótt það hljómi þversagnakennt.“ Kynning funda: Skýr markmið eru mikilvæg „Vel skipulagðir viðburðir eru afar góð leið til að ná til skil- greindra aðila eða hópa, en í samskiptum og upplýsingagjöf kemur fátt í stað þess að fólk hittist augliti til auglitis,“ segir Áslaug Pálsdóttir hjá AP-almannatengslum sem leggur áherslu á að viðburðir eins og fundir, málþing, blaðamannafundir, ráðstefnur og sýningar séu hluti af samhæfðum markaðssam- skiptum. Slíkt felst í heildstæðri notkun ólíkra aðferða við upplýsingamiðlun eins og almannatengsla, auglýsinga, viðburða- stjórnunar og fleiri leiða, allt eftir eðli og umfangi verkefna og þeirra sem ætlunin er að ná til. Áslaug segir vandaðan undirbúning vera lykilatriði. „Fyrsta skrefið er að ákveða fyrir hverja fundurinn sé. Markmið eru sett og skilaboð skilgeind. Ákveða þarf til hverra skilaboð fundarins eiga að ná og ekki síst hvað viðburðurinn má kosta. Í þessu sam- bandi er áríðandi að hafa í huga að viðburður verður aldrei betri en innihald hans gefur tilefni til,“ segir Áslaug og bendir á mikil- vægi þess að skilgreina viðburð vel í upphafi og að kynna hann fyrir þeim sem eiga erindi á hann. Það sé í raun forsendan til að ná árangri. Lokamarkmið með góðum viðburði hljóti að vera að þátttakendum finnist tíma sínum hafi verið vel varið. Í aðdraganda fundar eða ráðstefnu mælir Áslaug með að setja mikilvæg atriði niður á blað. Það þarf að velja fundarstað en þá koma til þættir eins og eðli og efni funda. Huga þarf að nauðsynlegum tæknibúnaði, hvernig umgjörð fundarins eigi að vera, til dæmis merkingar eða skreytingar, en þær þurfa að hæfa tilefninu. Ekki má gleyma veitingum og þegar viðburðir standi lengur sé vert að skoða hvort í boði skuli vera einhvers konar afþreying. Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður hjá Kynnisferðum. Áslaug Pálsdóttir hjá AP almannatengslum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.