Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 119

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 119
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 119 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR „Hluthafafundur í Hagtryggingu, sem ég sat fyrir um þrjátíu árum, verður mér alltaf minnisstæður. Félagið hafði verið stofnað til höfuðs stóru tryggingafélög- unum og almennum neytendum til hagsbóta, en þegar fram í sótti gekk sitthvað í rekstrinum ekki sem skyldi og vissir hlutir voru í ólagi. Ég og nokkrir fleiri í hópi almennra hluthafa undum þessu illa og svo fór á áður- nefndum fundi að ég undirbjó mig eins og fyrir ræðukeppni, steig upp í pontu og skammaði stjórnina fyrir það sem aflaga hefði farið og sagði að hennar væri ábyrgðin,“ segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri og áður forstjóri Austurbakka. „Þetta var í fyrsta skipti, svo vitað sé, að almennir hluthafar í fyrirtæki krefðust úrbóta og skýr- inga um rekstur síns fyrirtækis. Slíkt þóttu tíðindi. Ég man að Björn Vignir Sigurpálsson skrif- aði um þetta ítarlega grein í Morgunblaðið og einnig var mál þetta seinna notað sem sérstakt umfjöllunarefni í kennslu við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hins vegar fjaraði þessi ólga innan Hagtryggingar tiltölulega fljótt út og á endanum vorum við hluthafarnir í órólegu deild- inni borgaðir út fyrir einhverja smáaura ásamt hinum, þegar fyrirtækið var gleypt af öðru tryggingafélagi.“ Árni starfaði lengi innan JC- hreyfingarinnar og segir margt vera minnisstætt úr starfinu innan hennar. „Þingforseti á Evrópuþingi okkar 1987, sem var frá Ástralíu, var að kynna ræðumann, Alvin Toffler, hinn heimsfræga höfund bókarinnar „The third wave“, Þriðja bylgjan. Flámæltum Ástralanum varð hins vegar fótaskortur á tung- unni og sagði bókina heita „The third wife“, eða Þriðja konan. Og maðurinn skildi ómögulega af hverju allir fóru að hlæja að kynningunni.“ Viggó Ásgeirsson, forstöðumaður markaðssviðs Landsbanka Íslands. Miklu skiptir að fundir eða ráðstefnur, sem opnar eru almenn- ingi, séu kynntar með yfirskrift sem líkleg er til þess að fanga athygli fjöldans. „Það er reynsla sjálfsagt allra í markaðsstarfi að sífellt erfiðara er að ná í gegn og fanga athygli fólks. Því eru grípandi titlar mikilvægir. Hins vegar mega menn ekki falla í þá gildru að innistæðan sé lítil og jafnvel engin. Ella er verr af stað farið en heima setið,“ segir Viggó Ásgeirsson, for- stöðumaður markaðssviðs Landsbanka Íslands. Snemma á liðnu hausti hélt Landsbankinn kynningar- fund um efnahagsspá sína sem bar yfirskriftina „Ekki fara á taugum, Guðmundur“. Þessi óvenjulega yfirskrift vakti mikla athygli og fundinn sóttu mun fleiri en vænta hefði mátt. „Það var starfsfólk greiningardeildar bankans sem kom með þennan bráðskemmtilega titil. Okkur markaðsfólkinu þótti þetta svolítið djarft, en við samþykktum þetta þó að lokum. Útkomuna þekkja allir,“ segir Viggó. Landsbankafólk hefur í ýmsum fleiri efnum farið nýjar leiðir í markaðsstarfi. „Við auglýstum viðbótarlífeyrissparnað undir yfirskriftinni „Viltu byrja með mér?“ og árangur af því var langt umfram væntingar. Þá hafa auglýsingar á helstu hátíðisdögum ársins með hópmynd af því fólki, sem þeim tengist helst, sömuleiðis náð athygli fjöldans. Í mínum huga sýnir það mikilvægi þess að fara nýjar leiðir og vera frum- legur, þó svo fjármálastofnun verði í þessum efnum alltaf að fara gætilega, svo hún glati ekki trausti viðskiptavina sinna.“ Minnisstæðir fundir: Byltingarfundur og þriðja konan „Ekki fara á taugum, Guðmundur“ Grípandi titlar mikilvægir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.