Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 13

Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 13
M Þess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Raunar var sá réttur bundinn við konur 40 ára og eldri en það undarlega ákvæði var fellt út fimm árum síðar. Hundrað ár eru ekki langur tími og sérkennilegt að hugsa til þess misréttis sem viðgekkst sé litið aftur til þessa tíma þegar mæður elstu núlifandi Íslendinga voru uppi – og ömmur og langömmur ann- arra. Lengra er ekki síðan. Þrátt fyrir þessa réttarbót gengu hlutirnir hægt fyrir sig næstu árin og áratugina. Fyrsta konan settist á alþingi sjö árum síðar – og þurfti sér- stakan kvennalista til – en ára- tugir liðu þar til fyrsta konan varð ráðherra, árið 1970. Bíða varð til ársins 1958 eftir sér- stökum jafnlaunalögum, en með þeim hurfu í áföngum sérstakir kvennataxtar úr samningum verkalýðsfélaga. Það var raunar ekki fyrr en um og upp úr 1970 sem réttindabarátta kvenna tók verulega við sér, með stofnun Rauðsokka- hreyfingarinnar og kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975. Það ár, 24. október, vöktu íslenskar konur heimsathygli er þær lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufund á Lækjartorgi þar sem 25-30 þúsund manns komu saman, aðallega konur. Rödd þeirra hljómaði ekki aðeins um allt land heldur víða um lönd. Síðar hefur þessa dags verði minnst sem einstaks viðburðar og fyrirboða gagngerra breytinga. Enginn vafi er á því að þessi samstöðufundur leiddi með ýmsu öðru til þess að grundvöllur var fyrir sterku fram- boði konu til embættis forseta Íslands fimm árum síðar, þegar Vigdís Finnbogadóttir bar sigurorð af þremur körlum. Sú kosn- ing var risaskref í jafnréttisátt. Í viðtali við Vigdísi í Fréttatímanum í dag kemur fram að fólk, konur og karlar, hafi á þeim tíma viljað fá konu sem forseta – og það hafi verið vegna áhrifa frá kvennafrídeginum. Kvennafrídagurinn sannaði það, eins og Vigdís segir, að konur voru máttarstólpar samfélagsins og stóðu, ekki síður en karl- arnir, undir því. Vigdís segir stórkostlegt að sjá hvernig konur hafi haslað sér völl síðustu áratugi. En nú, öld eftir að konur fengu kosninga- rétt, er enn verk að vinna. Lagaleg réttindi hafa verið tryggð, konur hér á landi hafa öll sömu formleg réttindi og karlar. Mikil árangur hefur vissulega náðst en sam- kvæmt úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2014, á 142 ríkjum, var Ísland í fyrsta sæti samkvæmt mati á jafnrétti kynjanna út frá þáttum eins og þátttöku í atvinnulífinu, stjórnmálaþátttöku, efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt matinu hefur Íslendingum tekist að brúa um 86% af því bili sem mis- munar kynjunum – en það bil þarf að brúa að fullu. Við annað verður ekki unað. Þótt staðan hér sé skárri en annars staðar – og raunar skást – eigum við enn nokkuð í land með að ná fullu jafnrétti kynjanna. Í þeirri baráttu þurfa allir að leggjast á eitt, karlar ekki síður en konur. Óútskýrður launamunur milli kynjanna er enn til staðar en ein orsök þess er að vinnumarkaðurinn er enn kynskiptur. Ráðamenn hafa bent á að grípa þurfi til markvissra aðgerða til að breyta náms- og starfsvali, hvetja stráka til að fara í umönn- unarstörf og stelpur í tækni- og iðngreinar. Samræma þarf betur fjölskyldu- og atvinnu- líf og stuðla að jafnri þátttöku kynjanna í barnauppeldi og heimilisstörfum – en þar hefur þó orðið grundvallarbreyting á af- stöðu og aðkomu karla frá því sem áður var. Mikilvægt er að konur og karlar hafi jöfn tækifæri í samfélaginu en það stuðlar að betra þjóðfélagi og bættum lífskjörum allra. Enn eiga við orð Bríetar Bjarnhéðins- dóttur þegar hún í hátíðarræðu fagnaði kosningarétti kvenna fyrir réttri öld: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilum og á alþingi.“ Ísland er í fyrsta sæti í jafnréttismálum – en enn er verk að vinna Brúa þarf bilið að fullu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. KOSTA RÍKA NÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA 5. - 19. SEPTEMBER Verð kr. 565.940.- Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem saman-stendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 12 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.