Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Side 17

Fréttatíminn - 19.06.2015, Side 17
Söngkonan og tónskáldið Ragnhildur Gísladóttir manaði sjálfa sig upp í það að stofna kvennarokksveit árið 1981. Hún sagði í blaðaviðtali að hún ætlaði að stofna slíka sveit og þá var ekki aftur snúið. Hún segir að Grýlurnar hafi mætt allskonar for- dómum á þessum tíma, en aðallega frá körlunum í bransanum. Ragga segir að hún hafi búist við meiri byltingu í kjölfar Grýlanna og segir að ekki nógu margar kvennasveitir hafi rutt sér til rúms á Íslandi. Grýlurnar munu ekki koma saman aftur. Á rið 1981 var Ragnhildur Gísladóttir, Ragga Gísla, mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi. Hún var búin að syngja með vinsælum hljómsveitum eins og Brimkló og Brunaliðinu, ásamt því að hafa séð um upptökur og út- setningar á nokkrum barnaplötum, sungið vinsæl lög á Vísnaplötu, Lummuplötu og Björgvins Halldórs- sonarplötu. Hún þurfti á einhvers- konar breytingu að halda og tók málin í sínar eigin hendur. „Þegar ég var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík var ég búin að vera að pæla í því að setja saman blandaða hljómsveit þar sem meirihlutinn væri konur,“ segir Ragga. „Ég var ekki mikið að velta fyrir mér kven- byltingu eða kvenréttindum. Mér fannst þetta bara skemmtileg hug- mynd. En á þessum tíma þegar ég hætti í Brimkló, eftir stutta veru í þeirri sveit, voru konur ekki áber- andi í rokkbransanum,“ segir hún. „Ég fór í eitthvert blaðaviðtal og fæ þá hugmynd á punktinum að ég ætl- aði að stofna kvennahljómsveit. Því meira sem ég talaði um þessa hug- mynd í viðtalinu, því sannfærðari varð ég um að gera það. Ég ögraði sjálfri mér þarna, gaf bara síma- númerið mitt og sagðist ætla taka stelpur í prufur. Svo gerðist það bara,“ segir Ragga. Höfðu aldrei hist Fjöldi kvenna mætti í prufurnar og á endanum fann Ragga þær konur sem hún svo fékk til liðs við hljóm- sveitina, sem fékk nafnið Grýlurnar. „Við þekktumst ekki neitt,“ segir Ragga. „Linda kom með rút- unni frá Eyrarbakka. Hún var með permanent í hárinu og í Henson íþróttagalla. Alveg hrikalegur lúði, að mínu mati þá, en hún hélt bít- inu stöðugu á trommurnar,“ segir Manaði sjálfa sig upp í að stofna Grýlurnar 16 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn Lj ós m yn d/ H ar i

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.