Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 23

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 23
A nna Kristjáns er frum-kvöðull. Hún er fyrsti ein-staklingurinn sem gekkst undir kynskiptiaðgerð á Íslandi. Fyrir tuttugu árum hélt Kristján vélstjóri í aðgerð í Svíþjóð, þar sem hann bjó og snéri heim til Ís- lands sem Anna Kristjánsdóttir. Anna segir fordómana hafa verið mikla á þessum tíma en í dag sé þetta ekki vandamál. Hún segir 19. júní ekki eiga neinn stað í sínu lífi, hún er hrifnari af 17. júní. „Ég hef aldrei tekið þennan dag neitt alvarlega,“ segir Anna. „Baráttan er mjög góð, en ég hef aldrei lagt mig sérstaklega fram við það að halda daginn hátíðlegan. Þetta er tveimur dögum eftir þjóðhátíðar- daginn okkar og mér finnst 19. júní falla svolítið í skuggann af honum,“ segir Anna. Anna hefur farið í gegnum hæð- ir og lægðir á þeim tuttugu árum síðan hún gekkst undir aðgerðina. Hún segir að tímarnir hafi breyst gríðarlega. „Ég fór í þessa aðgerð 24. apríl árið 1995 og það hefur gengið á ýmsu síðan. Allur gang- ur verið á þessu,“ segir hún. „Í byrjun voru ekki margir sem tóku þetta í sátt. Bara hugmyndina að framkvæma þessa aðgerð, en í dag er þetta gjörbreytt,“ segir Anna. „Fyrstu árin voru erfið, svona fyrstu tíu árin. Svo fór þetta að gjörbreytast. Fyrstu jákvæðu við- brögðin voru um aldamótin, en ég fann ekki fyrir almennri sátt fyrr en í kringum 2005. Í dag finn ég fyrir almennri sátt,“ segir Anna. „Ég mæti mjög sjaldan einhverjum fordómum í dag.“ Anna hefur starfað hjá Orku- veitu Reykjavíkur undanfarin 19 ár og líður vel. „Ég hef verið að vinna í stjórnstöðinni hjá Orku- veitunni í að verða 19 ár og líkar vel, ég er allavegana hér enn,“ segir hún. „Ég var að vinna í svip- aðri stöðu í Svíþjóð og það lá beint við að sækja um þetta starf þegar heim var komið. Ég þurfti ekkert að sannfæra vinnuveitendur mína um mína starfsgetu þrátt fyrir að vera nýkomin úr þessari aðgerð,“ segir hún. Nýt mín betur í baráttu hin- segin fólks Anna hefur verið áberandi í hátíð hinsegin daga í gegnum tíðina og segir baráttu hinsegin fólks eiga bet- ur við sig en baráttudagur kvenna. „Ég held að mörgu leyti að þar njóti ég mín betur,“ segir hún. „Kannski vegna þess að hinsegin baráttan hefur breyst gríðarlega mikið á undanförnum árum. Fyr- ir og um síðustu aldamót snérist þetta fyrst og fremst um að fá sam- þykki og viðurkenningu fyrir sam- kynhneigða,“ segir Anna. „Síðan má segja að Samtökin 78 hafi breytt hlutverki sínu, og í kringum árið 2007 urðu þau samtök alls hin- segin fólks,“ segir hún. „Ekki bara samkynhneigðra heldur líka trans- fólks og allra annarra.“ Hvað með þá sem hafa fylgt í þín spor. Hefur fólk leitað til þín og fengið ráðleggingar í sinni bar- áttu? „Það var algengt áður fyrr já,“ segir Anna. „Í dag er þetta þannig að það er komin góð ráðgjöf innan Sam- takanna 78,“ segir hún. „Fólk þarf ekki svo mikið á mér að halda lengur.“ Þú ert nú samt frumkvöðull í þessu? „Já það má nú kannski segja það,“ segir hún. „Þetta er orðið mun algengara samt í dag. Bæði eru Samtökin 78 og félagið Trans-Ísland mjög virk með alla upplýsingaöflun og um- fjöllun í dag. Þetta er ekkert feimn- ismál,“ segir Anna. Þú ert þá ekki með einhver plön fyrir kvenréttindadaginn? „Ég er að vinna um kvöldið,“ segir Anna. „Stefnan hjá starfs- fólki Orkuveitunnar er þó að hitt- ast hjá gömlu þvottalaugunum á hádegi og labba saman niður í bæ,“ segir hún. „Sem er mjög þarfur hlutur því við gömlu þvottalaug- arnar hófst starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í kringum 1930. Þar söfnuðust þvottakonurnar saman og höfðu gert í gegnum aldirnar,“ segir Anna Kristjánsdóttir frum- kvöðull. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kona í tuttugu ár Fyrir 20 árum kom Anna Kristjánsdóttir til Íslands eftir að hafa gengist undir kynskiptiaðgerð. Anna var fyrsti Íslendingurinn til þess að fara í slíka aðgerð og vakti hún töluverða athygli hér á landi, en mætti hún einnig miklum fordómum úr þjóðfélaginu. Í dag segir Anna þetta vera breytt, en fyrstu tíu árin voru erfið. Anna Kristjánsdóttir segir margt hafa breyst á síðustu 20 árum. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 19. júní 2015 Við fögnum 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna Við bjóðum 19% afslátt í tilefni dagsins dagana 18. - 20. júní
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.