Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 29

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 29
Til hamingju konur! 20% afsláttur af dömufatnaði í dag ESPRIT · SMÁRALIND að konur taki á sig stórar ábyrgðar- stöður í stjórnmálum. Við vorum í upphafi sex konur í ráðinu, Margret Thatcher vildi ekki vera með sem okkur þótti skrítið en ég held hún hafi viljað það seinna, en í dag eru hátt í fimmtíu konur í ráðinu. Það er ótrúleg fjölgun á fáum árum og sýn- ir að konur hafa verið að ryðja sér til rúms. Kvenréttindi eru auðvit að mannréttindi. Konur hafa ekki haft mikil mannréttindi í heiminum og þannig er það víða enn. Það er stór- kostlegt að sjá hvernig konur hafa haslað sér völl á síðustu áratugum. Þær hafa stigið fram og þorað að gera sig gildandi.“ Í rótunum er meiningin „Það er svo skrítið að ég hafði aldrei heyrt þetta, að vera fyrir- mynd, fyrr en núna á síðari árum,” segir Vigdís aðspurð um sínar fyrir- myndir. Konan sem sannaði það fyrir okkur öllum að konur væru svo sannarlega líka menn og sem er í hugum margra sterk fyrir- mynd. Aðspurð á blaðamannafundi í aðdraganda kosninganna hvort þjóðin ætti að kjósa hana því hún væri kona, svaraði hún því neitandi. Þjóðin ætti að kjósa hana því hún væri maður. „Að hafa einhverja fyrirmynd og reyna að vera eins og einhver annar – maður var bara að reyna að vera maður sjálfur. En, það er hægt að láta blása sér anda í brjóst. Ekki að verða undir áhrifum heldur að láta þá aðila sem manni finnst þess virði að hlusta á blása sér anda í brjóst.“ Orðin fyrirmynd og maður færa okkur að einni helstu ástríðu Vigdísar, tungumálum. Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendi- herra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í tungumálum frá árinu 1998 og er fyrsti opinberi talsmaður tungumála á heimsvísu. Vigdís segir tungumálin vera lykilinn að heiminum og hún brennur fyrir Vigdísarstofnun, alþjóðlega mið- stöð Háskóla Íslands í tungumálum og menningu, sem starfar undir formerkjum UNESCO. Vigdísi er íslensk tunga ekki síður hugleikin og hún ljómar þegar hún ræðir mikilvægi tungunnar og merkingu orða. „Við verðum að vernda ís- lenska tungu. Við eigum að leggja rækt við tunguna og leyfa henni að þróast en einnig að vernda gamlar hugmyndir og söguna á bak við orðin. Eins og af hverju er orðið æ útbreiddara að nota orðið menn um karlmenn? Því er auðvitað bara stolið úr ensku því að karlmenn eru karlmenn en konur eru kvenmenn, við erum öll menn. Það er eitt sem fer alveg óskaplega í taugarnar á mér. Þegar það stendur „konur“ á upplýsingaskiltum til að benda á hvar konur geti verslað, og „menn“ þar sem karlmenn geti verslað. Ég vil ekki hanga í fornri tungu því auðvitað á tungan að vera lifandi. Hún er lifandi tæki til tjáningar en við megum ekki gleyma að hún á sér rætur. Og í rótunum er mein- ingin. Og af því að við erum að tala um tunguna þá verð ég að segja að ég er miklu hrifnari af orðinu kven- réttindi en orðinu femínismi. Mér finnst kvenréttindi vera svo flott orð fyrir jafnréttið – það rímar við mannréttindi.“ Gaman að vera til Ég spyr Vigdísi að lokum hvernig hún fari að því að halda svona vel í heilsuna og gleðina. „Ég er alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegt og mér finnst afskap- lega gaman að vera til. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þessa góðu heilsu en ég þarf auðvitað að hafa fyrir því. Ég hef stundað Qigong í 25 ár og ég hjóla hérna úti og reyni að hreyfa mig,“ segir Vigdís og bendir á þrekjól sem stendur úti á svölum á milli blómapottanna. Mér finnst það því miður alveg hræði- lega leiðinlegt. Auðvitað veit mað- ur að maður er ekki lengur sprell- ungur og það er heldur leiðinleg tilfinning þegar líkaminn er farin að vinna hægar en orkan í höfðinu er enn til staðar. Ég hef sagt að ég mundi hlaupa upp á Esjuna einu sinni á dag ef ég fengi handrið á leiðinni niður.“ Vigdís á kannski ekki eftir klífa Esjuna án handriðs en hún er samt alltaf að klífa einhverskonar fjöll hvert sem hún fer, með alla sína reynslu á bakinu. Hvort sem það er í hlutverki sendiherra tungu- málsins eða sem verndari náttúr- unnar. Og að miðla reynslunni til æsku landsins er það sem henni finnst einna skemmtilegast að gera. „Æskan er það sem skiptir mestu máli. Það þarf alltaf að muna eftir henni og kenna henni að vernda dýrmæta náttúruna og að leggja rækt við einstakt tungumál okkar. Því náttúran og tungan er það sem gerir okkur að þjóð, án þess værum við ekki lengur – við.” Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það var auðvitað alltaf mikið spáð í fötin en það gleymist stundum að á bak við öll þessi dress er alveg gríðarleg vinna sem fór í að semja ræður.” Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.