Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 31

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 31
Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins É g er gríðarlega sátt við að hafa farið af stað og látið drauma mína rætast,“ segir afrekskonan Vilborg Arna Gissurar- dóttir. Vilborg Arna varð fyrir rúmum tveimur árum fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpól- inn. Hún hefur síðan skapað sér nafn og vakið athygli fyrir afrek sín auk þess að vera öðrum hvatning til að takast á við nýjar áskoranir. Fékk áfallahjálp eftir snjóðflóðið á Everest Eftir að hafa gengið á Suðurpólinn, sem var 60 daga ferð og tók yfir 1.140 kílómetra í miklu frosti, setti Vilborg sér nýtt takmark. Það var 7 tinda átakið, að leggja alla hæstu tinda heimsálfanna sjö að baki og sigrast jafnframt á báðum pólum jarðar. Lokatakmarkið var Eve- restfjall – heilir 8.848 metrar – sem hún ætlaði að vera fyrst íslenskra kvenna til að klífa. Hún varð frá að hverfa eftir að snjóflóð féll í fjallinu í fyrra og fjölmargir létust. Eftir að Vilborg kom aftur heim leitaði hún sér aðstoðar; fékk bæði áfallahjálp og mikla aðstoð frá sjúkraþjálfara. Hún ákvað láta áfallið ekki stöðva sig og hóf aftur að klífa fjöll. Nú í vor gerði hún aðra til- raun við Everest en það sama henti á ný; stórt snjóflóð féll í kjölfar jarðskjálftans mikla í Nepal, skammt fyrir ofan grunnbúðirnar sem Vilborg var í og kostaði mörg mannslíf. Sem betur fer slapp Vilborg ómeidd. Hef ennþá neistann til að klifra Hvernig er ástandið á þér eftir að hafa lent í þessu áfalli? „Það er nú bara nokkuð gott, þannig séð. Þetta er auðvitað reynsla sem hefur mikil áhrif á mann og breytir manni á ákveðinn hátt. Metur lífið öðruvísi eftir áföllin á Everest Vilborg Arna Gissurardóttir hefur á nokkrum árum náð ótrúlegum árangri. Hún var fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpólinn og hefur síðan sigrað mörg hæstu fjöll heims. Vilborg hefur gert tvær tilraunir til að klífa Everestfjall, hæsta fjall í heimi, en hefur í bæði skiptin orðið frá að hverfa eftir að náttúruhamfarir riðu þar yfir. Hún segir það breyta sér að missa félaga og vini en kveðst enn hafa neistann til að klifra. Hvort hún geri þriðju tilraunina við Everest eigi þó enn eftir að koma í ljós. Vilborg er oft eina stelpan í hópi fjallgöngufólks en hún segist hafa lært það að kynið skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið. Maður fer óneitanlega að meta lífið öðruvísi þegar maður stendur í þeim sporum að vita ekki hvort maður komist heim til sín.“ Muntu reyna aftur við Everest? „Ég er ekki enn búin að ákveða það. Ég hef ennþá neistann til að klifra, hann hefur ekki horfið, og ég ann mér hvergi betur en úti í náttúrunni og uppi á fjöllum. En það verður mikið átak að fara aftur inn í sömu aðstæður aftur. Það verður bara að koma í ljós hvort af því verður.“ Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er að vinna að spennandi leyniverkefnum en get því miður ekki sagt frá þeim núna. Það eru kannski smá breytingar í farvatninu og spennandi tímar fram undan.“ Setti heimsmet meðal kvenna Vilborg segist afar sátt við það sem hún hefur afrekað á síðustu árum, að hafa farið af stað og látið drauma sína rætast, eins og áður sagði. „Jafnvel þó það hafi ekki gengið upp í öll skiptin og ég ekki enn náð tindi Everest. Þær ferðir hafa skilað mikilvægri reynslu í bakpokann. Ég hef alla vega náð ákveðnu kvennaheimsmeti sem er að hafa gengið ein á pól og náð 8.000 metra tindi eins míns liðs. Ég væri vanþakklát að horfa til baka og vera ekki sátt við það.“ Hún segir að tilraunir sínar til að komast á tind Everest hafi verið lífsreynsla sem mótar mann. „Að takast á við þessar náttúruhamfarir, að missa félaga og vini. Maður vill ekki þurfa að ganga í gegnum það aftur. En ef maður lendir í einhverju svona er eina leiðin að vinna með það sem gerist og nota reynsluna á einhvern hátt til að gera mann sterkari. Lendi oft í því að vera eina stelpan Það eru miklu fleiri karlar en konur í þínu sporti. Hvernig hefur þín upplifun sem kona í þessum heimi verið? „Það er nú þannig að konur eru í miklum minni- hluta, bæði í háfjallaklifri og meðal pólfara. Maður lendir oft í því að vera eina stelpan. Ég hef lært að vera ekki að bera mig saman við aðra. Ég hef komið inn í hóp klifrara og hugsað með mér að ég sé nú ekki nógu sterk en svo hefur það reynst vera alrangt. Þegar á hólminn er komið skiptir ekki máli af hvaða kyni maður er. Það er kollurinn sem skipt- ir máli, að hafa trú á sjálfum sér og læra að standa með sjálfri sér sem manneskju.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Vilborg Arna Gissurardóttir segir að hún hafi ennþá neistann til að klifra, þrátt fyrir að hafa í tvígang lent í áfalli þegar hún ætlaði að ganga á Everestfjall. Ljósmynd/Hari Ég hef alla vega náð ákveðnu kvenna- heimsmeti sem er að hafa gengið ein á pól og náð 8.000 metra tindi eins míns liðs. Ég væri vanþakk- lát að horfa til baka og vera ekki sátt við það. 30 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.