Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 35

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 35
Baráttunni er hvergi nærri lokið. Ennþá berj- ast konur á hverjum einasta degi. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar Reykjavíkur Hrun sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu á Íslandi Til hamingju með daginn! Síðasti nagli í líkkistu dauðvona íslensks sjúkrahúskerfis var haglega komið fyrir þegar Alþingi sam- þykkti lög á verkfall Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og BHM á dögunum. Kjaradeil- ur vetrarins hafa þeg- ar myndað stórt skarð í samstöðu og kraft starfsmanna Land- spítala. Líklega er nú að bresta á atgervis- f lótti sem mun hafa gífurleg áhrif á fram- tíð sérhæfðar sjúkra- húsþjónustu eins og hjartaskurðlækning- ar. Ríflega helmingur hjúkrunarfræðinga á legudeild hjarta- og lungnaskurðlækn- inga hafa nú sagt upp störfum, all ir þrír perfusionistar (sér- fræðingar sem stjórna hjarta- og lungnavél á meðan hjartaaðgerð stendur), og hluti sér- hæfðra hjúkrunar- fræðinga sem starfa á skurðstofu og gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut. Ef við töpum þessum lykilstarfsmönnum verða engar hjartaaðgerðir gerðar á Íslandi í framtíðinni. Vert er að hafa í huga í tilefni dagsins, 19. júní, að mikill meirihluti þessara lykilstarf- manna er konur. Fyrsta opna hjartaskurðaðgerðin á Íslandi var framkvæmd 16. júní 1986 í skugga efasemda margra st jórnmála- manna sem fullyrtu að íslenskt heilbrigðis- starfsfólk gæti ekki valdið því flókna starfi. Síðan hafa verið gerðar rúmar 6000 hjartaað- gerðir sem hafa bætt l í fsgæði, lengt og bjargað lífi fjölmargra Íslendinga sem þjást af alvarlegum hjartasjúk- dómum. Á Landspítal- unum eru í dag fram- kvæmdar oft á tíðum flóknar hjartaaðgerðir með sambærilegum árangri og erlendis. Það hefur tekið áratugi að komast þar sem við erum í dag en það hef- ur byggst á sérhæfingu og teymisvinnu margra ólíkra stétta. Í hjarta- skurðteymi Landspít- alans höfum við sam- heldinn hóp lækna, hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga með langa star fsreynslu sem er forsenda þess að halda þessari starf- semi gangandi með góðum árangri. Báðir höfum við starfað erlendis við nám og sem sérfræðingar sam- anlagt í 30 ár bæði í Bandaríkjun- um og Svíþjóð og getum staðhæft að hjartaskurðteymi Landspítal- ans stenst algjörlega samanburð nágrannalanda. Íslendingar hafa náð langt í að veita sérhæfða og flókna heil- brigðisþjónustu eins og best þekk- ist, bæði vestan hafs og austan. Án krafta reynsluboltanna áður- nefndu mun starfsemi hjartaskurð- lækninga skerðast verulega og sér- greinin hugsanlega líða undir lok hér á landi sem mun hafa bein áhrif á lífslíkur Íslendinga með alvarlega hjartasjúkdóma. Er það vilji stjórnvalda að við búum við annars flokks eða jafn- vel þriðja heims heilbrigðiskerfi þar sem ekki er boðið upp á hjarta- skurðaðgerðir? Á að hætta að fram- kvæma opna hjartaskurðaðgerðir á Íslandi og fara 30 ár aftur í tímann? Senda sjúklinga utan til hjartaað- gerða með aukinni bið, áhættu í flutningi og gríðarlegum kostnað- arauka? Nútíma sérhæfð sjúkra- húsbundin heilbrigðisþjónusta á Íslandi er hrunin. Til að tryggja slíka þjónustu þá þarf að veita meiri fjármunum til Landspítala og bjóða fólki sem vinnur við þessar greinar sambærileg launakjör, aðstöðu og skipulag sem þekkist í nágranna- löndum okkar. Við verðum að bregðast skjótt við og hefja endur- uppbyggingu strax. Greinarhöfundar eru sérfræð- ingar í hjartaskurðlækningum og ennþá starfandi á Landspítala. Í dag eru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Við fögnum þeim réttindum sem við höfum fengið og þökkum formæðrum okkar fyrir bar- áttuna sem þær háðu fyrir þeim. Baráttan Á sama tíma og það er næstum óhugsandi að einhvern tímann hafi konur ekki mátt kjósa er það sorglega eðlilegt í samfélagi þar sem karlar og konur hafa aldrei staðið jafnfætis. Formæður okkar börðust fyrir kosningaréttinum, fyrir jafnréttislögum, fæðingarorlofi og frjálsum fóstureyðing- um. Þær börðust fyrir fjölmörgum form- legum réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Þessum réttindum fylgja skyldur. Við verðum að taka virkan þátt og halda áfram baráttu fyrir betra samfélagi. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Ennþá berjast konur á hverjum einasta degi. Við berjumst fyrir raunverulegu jafnrétti, fyr- ir sömu tækifærum og karlar í atvinnulífi, stjórnmálum og fjölmiðlum. Við berjumst fyrir því að vera metnar að verðleikum og að á okkur sé hlustað án þess að við séum hlutgerðar eða klámvæddar. Við berjumst fyrir því að tekið sé mið af þörfum okkar, þekkingu og reynslu á opinberum vett- vangi og í prívatlífinu. Síðast en ekki síst, þá berjumst við á hverjum einasta degi fyrir öryggi – fyrir því að fá að vera í friði, án ofbeldis eða áreitni. Burt með ofbeldi Kynbundið ofbeldi hefur alltaf verið til. Það er ljótasta birtingarmynd kynjamis- réttis, jafngamalt feðraveldinu og bæði orsök og afleiðing af kúgun kvenna. Kyn- bundið ofbeldi er hversdagslegur hluti af samfélaginu. Það er óþolandi og því verður að útrýma. Kynbundið ofbeldi á sér stað opin- berlega og inni á heimilum. Það á sér margar birtingarmyndir en hefur alltaf sama markmiðið: Að halda konum niðri og takmarka virkni þeirra. Rétt eins og ofbeldishótunum gegn femínistum er ætlað að þagga niður í baráttu þeirra eru ofbeldishótanir í nánum samböndum til þess gerðar að brjóta niður sjálfstraust og sjálfsmynd þolandans og skekkja þannig sambönd sem eiga að vera á jafnréttis- grunni. Ofbeldi er ein stærsta ógnin við lýðræð- ið, við virka þátttöku kvenna, áhrif þeirra og völd. Ofbeldið sem okkur er hótað ef við erum ekki þægar á vettvangi stjór- nmálanna, inni á heimilunum, á skemmti- stöðum eða annars staðar í lífinu. Til að við getum verið raunverulega frjálsar verðum við að búa við öryggi – við frið og óttaleysi. Við verðum að geta sagt skoðun okkar óhræddar hvar og hvenær sem er og tekið virkan þátt þegar okkur sýnist. Áfram stelpur! Sem betur fer er engin uppgjöf í augsýn. Í vetur hafa ungar konur sýnt hvað í þeim býr og risið upp gegn kúgun og misrétti. Þær hafa tekið sér skilgreiningarvald yfir eigin líkama og staðið með kynsystrum sínum gegn klámvæðingu og kynferðis- ofbeldi. Brjóstabyltingin er rétt að hefj- ast og áhrifa hennar mun án efa gæta til langrar framtíðar. Á Beauty tips hafa svo konur stigið fram og greint frá reynslu sinni af hvers kyns ofbeldi. Þannig hafa þær skilgreint eigin mörk og varpað frá sér skömm og ábyrgðartilfinningu vegna verknaðar sem aðeins gerendur geta bor- ið ábyrgð á. Konur eru enn að vinna pers- ónulega og pólitíska sigra og konur munu aldrei gefast upp. Í dag sjá ungir femínistar um dagskrána í Ráðhúsi Reykjavíkur – ungar konur sem takast á við áskoranir samtímans, rétt eins og formæður okkar fyrir hundrað árum. Dagskráin þar er liður í þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur fyrir til að minnast tímamótanna. Þannig fögnum við þeim árangri sem hefur náðst á sama tíma og við hvetjum til frekari framfara. Í dag fögnum við án þess að láta deigan síga. Blanda af þakklæti, kjarki og eld- móði færir okkur vonandi raunverulegt jafnrétti, hér á Íslandi og um allan heim. Til hamingju með daginn! Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir á Landspítala Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir á Landspítala Markþjálfun laðar fram það besta sem býr í okkur Frumkvöðullinn Matilda Gregersdotter er einn reyndasti mark- þjálfinn á Íslandi í dag með meira en 3.000 tíma reynslu í að markþjálfa stjórnendur. Árið 2004 stofnaði hún fyrirtæki utan um markþjálfunina og fyrir hennar tilstilli hefur markþjálfun náð hraðri útbreiðslu og viðurkenningu hér á landi. F yrirtækið hefur starfað und-ir nafninu Evolvia frá árinu 2008 og markmið þess er tvíþætt. Annars vegar að mennta nýja markþjálfa og viðhalda og auka þekkingu þeirra sem hafa lokið námi og hins vegar að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til innleiðingar markþjálfunar sem verkfæri fyrir stjórnendur. Vitundarsköpun leiðir til lausna „Markþjálfun er aðferða- fræði sem miðar að því að laða fram það besta sem býr í hverjum manni,“ segir Ma- tilda. Með hjálp markþjálfa er viðskiptavinurinn leidd- ur í gegnum samræðuferli þar sem vitundarsköpun hans leiðir til nýrra lausna. „Markþjálfi er ekki ráðgef- andi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir,“ segir Matilda. Fyrir hverja er nám í markþjálfun? ACC markþjálfanám er fyrir þá sem vilja gerast viðurkenndir markþjálf- ar eða nota markþjálfun sem hluta af leiðtogafærni sinni í starfi. Námið er vinsælt meðal stjórnenda og leið- toga því þegar markþjálfun er beitt af færni og þekkingu er hún eitt skilvirkasta verkfærið sem völ er á í nútíma stjórnun til að kalla fram það besta í starfsfólki. Meginmarkmið námsins er að skerpa aðalverkfærið sem notað er í markþjálfuninni, sem er markþjálfinn sjálfur. Spennandi viðburðir fram undan Á næstunni fara fram margir spenn- andi viðburðir á vegum Evolvia og í gær, fimmtudag, fór til að mynda ráðstefnan Tomorrow´s leadership fram Í Hörpu. „Þar hittust frumkvöðlar og leiðtogar og deildu reynslu og visku frá mismunandi sjónarhornum. Leiðtogahæfni tengist ekki tiltekinni starfsstétt og því var gaman að sjá viðskipta- fræðinga og jógakennara skiptast á reynslusögum, svo dæmi sé tekið,“ segir Matilda. Í september fer fram spennandi ráðstefna með innlendum og erlend- um aðilum þar sem aðferða- fræði markþjálfunarinnar verður yfirfærð á málefni skólakerfisins. Þar munu fyrirlesarar sem hafa náð góðum árangri í skólakerf- inu deila reynslu sinni, meðal annars Ólafur Stefánsson handboltakappi. Að lokum er vert að nefna að í haust verður í fyrsta skipti hægt að læra markþjálfun á Akureyri. Nánari upp- lýsingar má nálgast á heimasíðunni www.evolvia.is. Unnið í samstarfi við Evolvia Matilda Gregers- dotter er sænsk en hefur verið búsett hér á landi um árabil þar sem hún fræðir Íslendinga um aðferðarfræði markþjálfunar. 34 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.