Fréttatíminn - 19.06.2015, Qupperneq 38
Við kynnum
nýja þjónustuþætti
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu að leiðarljósi
Minn hinsti vilji · Erfðaskrár · Kaupmálar
Dánarbússkipti · Reiknivélar · Minningarsíður
Vesturhlíð 2 · Fossvogi · Sími 511 1266 · utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Kynnið ykkur nýja heimasíðu
www.utfor.is
K irkjugarðarnir stofnuðu út-fararþjónustu fyrir 65 árum í þeim tilgangi að lækka
kostnað við útfarir og minnka allt
prjál,“ segir Elín Sigrún Jónsdótt-
ir, lögfræðingur og framkvæmda-
stjóri Útfararstofunnar. Þetta á vel
við enn þann dag í dag og segir
Elín Sigrún að mikilvægt sé að
bjóða upp á f jölbreytta valkosti
og þjónustu við útfarir. „Kostn-
aður við útfarir getur verið mikill
og við teljum mikilvægt að bjóða
mismunandi valkosti og sem besta
þjónustu. Við leggjum áherslu á
neytendavernd og birtum verðskrá
okkar á netinu og ræðum um kostn-
að við ástvini þannig að þeir sem
kaupa þjónustuna séu upplýstir
áður en til útfarar kemur. Útfarar-
stofan hefur nýverið samið við einn
stærsta kistuframleiðanda í Dan-
mörk sem leggur áherslu á gæði,
þjónustu og umhverfisvæna vöru.
Sá samningur gerir okkur kleift að
lækka verð á kistum og umbúnaði
umtalsvert, eða allt að 30% frá því
sem verið hefur, og erum við stolt
af því,“ segir Elín Sigrún.
Vönduð vinnubrögð og fag-
mennska
Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna
starfa 10 manns með mikla starfs-
reynslu en frá árinu 1994 hefur Út-
fararstofan haft umsjón með rúm-
lega 15.000 útförum. „Við leggjum
ríka áherslu á persónulega þjón-
ustu og tökum vel á móti fólki. Við
viljum að útfararundirbúningur sé
góður, persónulegur og skýr varð-
andi alla þætti. Útfararstofa Kirkju-
garðanna er þekkt fyrir vönduð
vinnubrögð og fagmennsku,“
segir Elín Sigrún. Útfararstjórar
eru Hugrún Jónsdóttir, sem hefur
starfað hjá Útfararstofunni yfir 20
ár, og Rósa Kristjánsdóttir, djákni
og hjúkrunarfræðingur. „Það er
lán Útfararstofunnar að starfs-
fólkið hefur fjölbreytta þekkingu,
menntun og reynslu,“ segir Elín
Sigrún. Á nýrri heimasíðu Útfarar-
stofunnar, www.utfor.is, geta ást-
vinir leitað allra helstu upplýsinga
um undirbúninginn, hvernig út-
förin fer fram, hver kostnaðurinn
er og annað sem mikilvægt er að
taka afstöðu til. „Heimasíðan er
mikilvæg upplýsingaveita. Þar er
einnig hægt að senda okkur fyrir-
spurnir og leita eftir þjónustu raf-
rænt en við teljum þó mikilvægt
að aðstandendur komi til okkar í
samtal svo við getum veitt þeim
persónulega þjónustu,“ segir Elín
Sigrún. Einnig er boðið upp á þá
nýjung að fjölskyldan getur með
einföldum og fyrirhafnarlitlum
hætti sett upp minningarsíðu um
hinn látna. „Þar má finna upplýs-
ingar um útförina, hvar hún fer
fram og mögulegt verður að greiða
minningargjafir. Þar verður einnig
hægt að birta minningargreinar,
myndir og minningarorðin frá út-
förinni og unnt er að deila þessari
minningarsíðu á samskiptamiðl-
unum,“ segir Elín Sigrún.
Hinsti vilji
Elín Sigrún segir að í starfi sínu
hafi komið í ljós að margir vilja létta
áhyggjum af ástvinum vegna and-
láts og eigin útfarar. „Það er kall-
aður hinsti vilji þegar fólk skilur
eftir sig yfirlit um hvað eigi að gera
varðandi útför og hvernig útfarar-
ferlið skuli verða eða fara fram.
Fyrirkomulagið er þannig að við-
komandi skráir hinsta vilja á heima-
síðunni eða pantar viðtal hjá okkur
til að skrá vilja sinn,“ segir Elín Sig-
rún. Hjá Útfararstofunni eru starf-
andi tveir lögfræðingar sem veita
þjónustu á sviði erfða- og fjölskyldu-
réttar, allt frá ráðgjöf til skjalagerð-
ar og umsýslu. Fyrsta viðtal hjá lög-
fræðideildinni er gjaldfrjálst. Katla
Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, veit-
ir deildinni forstöðu. „Á heimasíðu
okkar er að finna reiknivél sem
vinnur úr upplýsingum um eignir
og fjölskyldustærð. Þar er hægt að
sjá hver verður hlutur einstakra
erfingja samkvæmt erfðalögum og
sýndar leiðir til að gera breytingar
þar á, ef fólk óskar þess. Lögfræði-
þjónustan er þörf nýjung í starfi
okkar og að norræni fyrirmynd. Við
höfum að markmiði að vera í hópi
framsæknustu og öflugustu útfarar-
stofa á Norðurlöndunum og eigum
öflugar systurstofur í nágranna-
löndum okkar sem hafa veitt okkur
mikilvæga aðstoð við innleiðingu
þeirra nýjunga sem við bjóðum nú
upp á og bæta mjög þjónustu Út-
fararstofunnar,“ segir Elín Sigrún.
Unnið í samstarfi við
Útfararstofu Kirkjugarðanna
Nýjar áherslur
hjá Útfararstofu
Kirkjugarðanna
Útfararstofa Kirkjugarðanna býður upp á heildstæða þjónustu í
tengslum við andlát. Stofan beitir sér fyrir neytendavernd og hefur
nýlega náð því takmarki sínu að lækka kistuverð umtalsvert. Ný
heimasíða var tekin í notkun fyrir skömmu og þar er að finna fjöl-
breyttar nýjungar, meðal annars minningarsíðu um hinn látna.
„Við hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna höfum verið að vinna að því að gera góða útfararþjónustu enn betri. Við höfum unnið
að innleiðingu nýjunga til að veita fólki heildstæða þjónustu á sviði útfara og að þjóna fjölskyldum í lengri tíma en áður hefur
þekkst á Íslandi,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Útfararstofunnar.
Helgin 19.-21. júní 2015 kynning 37