Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 39

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 39
Helstu niðurstöður doktorsverk- efnisins voru þær að fólk á miðjum aldri (40-60 ára) sem þjáist af mí- greni höfuðverkjum ásamt áru, það er sjóntruflunum eða dofa sem eru undanfari mígrenikasts, deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma, fyrir aldur fram, en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Einstaklingar með mígreni án áru reyndust hins vegar ekki vera í aukinni áhættu. Lárus segir þó að mikilvægt sé að benda á að þessi áhættuaukning sem fannst var minni en áhætta sem tengist þekktum áhættuþáttum eins og reykingum, háum blóðþrýstingi og of háu kólesteróli. „Það fer hins vegar ekki milli mála að mígreni með áru er sjálfstæður áhættuþátt- ur, sem þýðir að áhættuaukningin sem tengdist mígreninu var ekki gegnum þessa þekktu áhættuþætti eins og háan blóðþrýsting eða hátt kólesteról. Af hverju einstaklingar með mígreni með áru eru í aukinni áhættu miðað við þá sem hafa mí- greni án áru er ekki vitað, það er hugsanlega vegna breytinga í æða- vegg einstaklinga með mígreni með áru.“ Mígreni mun algengara hjá konum en körlum Aðspurður um ástæður þess af hverju mun fleiri konur en karlar greinist með mígreni segir Lárus að erfitt sé að nefna eina skýringu, ým- islegt kemur til greina. „Ein mögu- leg skýring liggur í mismunandi hormónabúskap karla og kvenna. Fyrir kynþroskaaldur er algengi mí- grenis svo til jafnt milli kynja, um það bil 3-6%. Við kynþroska eykst algengi hratt hjá konum en hægt hjá körlum, algengi mígrenis er hæst í kringum 40-45 ára aldur, um 25% hjá konum og um 8% hjá körlum. Upp úr 50 ára aldri fer algengið að falla og er orðið tiltölulega jafnt milli kynja eftir 80 ára aldur. Önn- ur skýring liggur líklega í því hvað þarf til þess að mígrenikast hefjist en dýratilraunir benda til þess að minna þurfi til þess að mígreni kast hefjist hjá kvendýrum en karldýr- um.“ Áhugi erlendis frá skilar sér í auknum rannsóknum Rannsókn Lárusar fékk mikla at- hygli í erlendum fjölmiðlum á sín- um tíma og segir hann að ein af skýringum þess vera að algengi mígrenis er hátt, auk þess sem nið- urstöðurnar sýna fram á að ákveð- in tegund mígrenis geti aukið dán- artíðni. „Þess ber þó að geta að til þess að hafa möguleika á að finna þennan mun á dánartíðni þarf mjög stóra rannsókn, um 15-20 þúsund manns eða meira og það þarf mjög langa eftirfylgni, 15 ár eða meira.“ Lárus segir að áhugi á þessari rannsókn og öðrum sem hann og samstarfsmenn sínir hafi gert hafi skilað sér í auknu rannsóknarsam- starfi bæði hérlendis og erlendis á áhrifum mígrenis. „Ég er til dæmis í samstarfi við vísindamenn í Mið- stöð í Lýðheilsuvísindum HÍ í rann- sókninni Heilsusaga Íslendinga og mun nýta gögn frá þeim til þess að meta mögulega þætti sem stuðla að því að einstaklingur fær sitt fyrsta höfðuverkjakast. Einnig mun ég athuga forspárþætti þess að ein- staklingar á miðjum aldri hætta að fá mígreni. Þá tek ég einnig þátt í rannsókninni Svefnklukka Íslend- inga þar sem ég mun kortleggja svefntruflanir einstaklinga með mígreni og mögulegar breytingar á þeim eftir árstíðum.“ Heilbrigt líferni getur dregið úr fjölda mígrenikasta Að sögn Lárusar eru ekki til nein úrræði sem eru sértæk fyrir þá sem hafa mígreni með áru. „Það sem er heppilegast fyrir þá sem hafa mígreni með áru, sem og alla aðra, er að reykja ekki og lifa heil- brigðu lífi hvað varðar hreyfingu og mataræði og halda streitu inn- an hæfilegra marka. Það sem ein- staklingur með mígreni getur gert er að hafa stjórn á öðrum áhættu- þáttum, eins og til dæmis háþrýst- ingi, blóðfitu og reykingum. Fyrir suma virkar hreyfing til dæmis til að draga úr köstum og lyf virka á aðra.“ Lárus segir jafnframt að þó svo að það eigi eftir að sýna fram á að ef einstaklingur nær að draga úr fjölda kasta þá aukist lífslíkur, þá sé það mjög líklega þannig. „Reglu- legur svefn, hreyfing og heilbrigt mataræði hafa áhrif á fjölda mígre- nikasta. Það eru yfir 200 þættir sem geta „triggerað“ mígreni- köst. Það er misjafnt hvaða þættir 38 líftíminn Helgin 19.-21. júní 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tröppur og stigar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld 6.690 4 þrepa 5.690,- 6 þrepa 7.890,- 7 þrepa 9.690,- Áltrappa 4 þrep 4.990,- 5 þrep 6.390,- Áltrappa 3 þrep 3.990 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.490 SM-RLG0 Áltrappa 7 þrep, tvöföld 25.590 5 þrep, tvöföld 19.990,- U ppfyllir A N :131 staðalinn Tengsl milli mígrenis og hjarta- og æðasjúkdóma Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja og talið er að um 6% karla og 18% kvenna þjást af mígreni hér á landi. Ekki er um hefð- bundinn höfuðverk að ræða heldur ákafan verk sem getur haft áhrif á lífsgæði og vinnufærni. Mörgum spurningum er ósvarað um orsakir mígrenis og hafa margar rannsóknir sýnt fram á tengsl mígrenis við aðra sjúkdóma. Lárus Steinþór Guðmundsson, doktor í líf- og læknavísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands, hefur rann- sakað og sýnt fram á tengsl mígrenis við dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í doktorsritgerð hans frá árinu 2010 kemur fram að mígreni sé þó vægari áhættuþáttur en til dæmis reykingar, sykursýki og háþrýstingur. S érsvið Lárusar er lyfjafaralds-fræði og faraldsfræði höfuð-verkja. „Ég var að rannsaka háþrýsting, það er háan blóðþrýst- ing og lyfjameðferð við honum, í gögnum Hjartaverndar, þegar áhugi minn á tengslum mígrenis við háþrýsting vaknaði. Í doktorsverk- efni mínu, sem ég varði árið 2010, fór ég út í það að búa til nálgun við mígrenigreiningu út frá spurning- um um háþrýsting sem voru gerðar árið 1966, það er rúmlega 20 árum áður en fyrsta alþjóðlega skilgrein- ingin á mígreni var birt. Þar var hins vegar ekki hægt að sjá tengsl á milli mígrenis og háþrýstings og í kjölfarið fór ég að skoða tengsl á milli mígrenis og blóðþrýstings.“ Í því samhengi fann Lárus út að um mismunandi samband er að ræða milli mígrenis og blóðþrýst- ings út frá efri og neðri mörkum. „Eftir því sem efri mörkin, það er slagbilsþrýstingur, hækka þá minnka líkur á því að þú sért með mígreni, en eftir því sem neðri mörkin, það er hlébilsþrýsingur, hækka aukast líkur á því að þú sért með mígreni.“ Það er því bilið á milli efri og neðri marka, svokall- aður púlsþrýstingur, sem best segir til um líkur á að einstaklingur hafi eða fái mígreni. „Í kjölfarið fór ég og samstarfsmenn mínir að skoða sam- band þess að hafa mígreni á miðjum aldri og að fá litlar heilablæðingar síðar á ævinni. Blæðingarnar eru einkennalausar og því er vel hægt að lifa með þeim og þær hafa ekki verið tengdar við breytingar í starf- rænni getu heilans,“ segir Lárus. Mígreni með áru getur leitt til dauðsfalls fyrir aldur fram Niðurstöður Lárusar byggja á gögn- um úr hóprannsókn Hjartavernd- ar þar sem þátttakendum, 18.725 körlum og konum, var fylgt eftir að meðaltali í 26 ár eftir að þeir höfðu svarað spurningum um ýmsa þætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Hvað er mígreni? Mígreni er tauga- og æðasjúkdómur sem hefur áhrif á um 6% karla og 16- 18% kvenna. Mígreni hefur verið lýst á marga vegu síðustu 5000 árin en fyrsta alþjóðlega skilgreiningin var birt árið 1988. Ekki er til neitt blóð- próf eða myndgreining sem gefur til kynna hvort einstaklingur er með mígreni, greiningin byggist á klínísku viðtali við lækni sem tekur nákvæma sögu og beitir greiningarviðmiðum til þess að flokka mígrenið og aðra höfuðverki niður í undirflokka. Hafir þú grun um að þú þjáist af mígreni er best að leita til heimilis- eða taugalæknis. Greina má milli tvenns konar mígrenis: Mígreni með áru og mígreni án áru. Ára er í þessu sam- hengi sjón- og skyntruflanir sem geta fylgt mígrenikastinu. Um 60% þeirra sem fá mígreni fá foreinkenni, 12-24 tíma fyrir kast, sem geta t.d. verið þreytutilfinning, þörf fyrir að geispa endurtekið eða stífleiki í vöðvum. Það má segja að í mígrenikastinu sem kemur í kjölfar foreinkenna að skynfærin fara á yfirsnúning, venjuleg birta verður sársaukafull fyrir augun, venjulegur hljóðstyrkur verður sársaukafullur fyrir eyrun og jafnvægisskyn getur raskast þannig að einstaklingur getur fundið fyrir svima og ógleði. Ýmislegt getur stuðlað að mígrenikasti og má þar nefna þreytu, áfengi, tíðablæðingar, hungur og jafnvel óþol fyrir vissum fæðutegundum. Hægt er að fækka köstum og gera þau vægari með því að stunda heilbrigt líferni, læra af reynslunni með því að halda einfalda dagbók og forðast það sem framkallar köst eða gerir þau verri. Sérstök mígrenilyf geta einnig komið í veg fyrir mígreniköst eða minnkað einkenni þeirra. hafa áhrif hjá hverjum og einum, því getur verið gagnlegt að halda einfalda dagbók til þess að finna hvaða þættir það eru og reyna að halda þeim í skefjum. Einnig getur verið gott að tala við lækni um mis- munandi meðferðir sem til eru við mígreni, til þess að fækka köstum og draga úr einkennum mígrenik- asta.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Lárus Steinþór Guðmundsson lærði upphaflega lyfjafræði og hefur starfað við framleiðslu og þróun lyfja. Fyrir röð tilviljana leiddist hann út í rannsóknir á höfuðverkjum og mígreni sem hann segir vera flókið en afar áhugavert fyrirbæri og því vert að rannsaka frekar. Mynd/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.