Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 41

Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 41
40 ferðalög Helgin 19.-21. júní 2015  Útivist gefur Út gönguleiðabók og þróar app Ástríðufullur útivistargarpur Einar Skúlason hefur gefið út nýja bók með 20 gönguleiðum í nágrenni Reykjavíkur. Bókin verður innlegg í app sem hann er að þróa og er ætlað bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Einar labbaði 60 kílómetra í síðustu viku. þ essi bók er ágæt til að víkka sjóndeildarhringinn. Hún er til dæmis tilvalin til að sjá að það er ágætt að hvíla Úlfarsfellið og Esjuna við og við,“ segir Einar Skúla- son útivistarfrömuður. Einar sendi á dögunum frá sér bók- ina Lóa með strá í nefi – 20 göngu- leiðir í nágrenni Reykjavíkur. Í henni er að finna leiðarvísi að 20 þægilegum gönguleiðum sem Einar gjörþekkir. Einar stofnaði gönguklúbbinn Vesen og vergang árið 2011 og hefur í félagi við Trausta Pálsson skipulagt ferðir um gönguleiðirnar tuttugu síðustu ár. Bókin er afar meðfærileg – þetta er lausblaðabók þar sem hver leið er á plasthúðuðu blaði og aðeins þarf að taka eitt blað með í hverja ferð. „Ég valdi skemmtilegustu leið- irnar sem ég hef farið síðustu ár og þetta eru allt tilvaldar kvöldgöngur, 2-3 tímar. Þar sem þær eru stuttar henta þær flestar fjölskyldufólki þó sumar séu kannski aðeins fyrir stálp- uð börn,“ segir Einar sem kveðst leggja mikið upp úr fróðleik um við- komandi svæði á hverri gönguleið. Í bókinni sé til að mynda fróðleikur um fugla, jarðfræði og blómategund- ir. Bókin kostar um fjögur þúsund krónur út úr búð. Einar stefnir að frekari útgáfu á næstunni og er nú að þróa leið- söguapp sem gæti litið dagsins ljós í árslok. „Þessi bók er bara innlegg í það,“ segir hann kokhraustur. Appið er hugsað bæði fyrir Íslend- inga og erlenda ferðamenn. Hug- myndin er að ókeypis verði að ná í appið en svo geti notendur keypt sér leiðarvísi að stökum gönguleiðum inni í því. „Svo er ég að vinna því að koma á samstarfi við sveitarfélög um að þau bjóði upp á leiðarlýsingar, til að mynda gönguferð um Kjarnaskóg eða um gömlu húsin á Seyðisfirði,“ segir Einar. Hann kveðst vonast til að geta helgað sig útivistinni og útgáfu henni tengdri í framtíðinni. „Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju á maður auðvitað að reyna það. Ég fór yfir 60 kílómetra í síðustu viku og mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Einar Skúlason gaf út bókina Átta göngu- leiðir í ná- grenni Reykja- víkur fyrir skemmstu en nú bætir hann um betur með nýrri bók sem hefur að geyma tuttugu gönguleiðir í nágrenni höfuð- borgarinnar. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.