Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 83

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 83
19. júní Helgin 19.-21. júní 201510 Fallegir fætur í sumar - í utanlandsferðinni - á ströndinni -í sundlaugunum Footner sokkurinn og þú færð silkimjúka fætur. Fæst í apótekum 19. júní 2015 er dagur sem fólk mun muna eftir. Þegar 100 ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi á Íslandi. Undanfarna mánuði hefur svo ótal margt gerst í jafnréttisbaráttu á Íslandi og mun afmælið því fá sérstakan sess í femínísku hjarta mínu. Ekki einungis vegna þess að afmælið er sannkallað stórafmæli heldur einnig því að árið 2015 tóku íslenskar konur svo fjölda mörg stór skref í átt að jafnrétti kynjanna. Með myllumerkja herferðunum #Freethenipple, #6dagsleikinn, #konurtala, #þöggun og með því að vera gagnrýnar og áberandi í allri umræðu. Hvaða þýðingu Hefur 19. júní í þínum augum? Heiður Anna Helgadóttir, listfræðinemi og formaður Femínistafélags Háskóla Íslands. Horft til baka Fréttatíminn átti ein- staklega ánægjulega heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Þar hitti blaðamaður fyrir nokkrar konur sem voru tilbúnar að deila minn- ingum tengdum kvennafrí- deginum, þann 24. október árið 1975. Fljótlega kom í ljós að minningabanki þessara mætu kvenna gæti fyllt merkilegan bókaflokk en hér er drepið á nokkrum brotum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn. Ljósmyndir/Halla. Ætla að vera karl í næsta lífi „Mér finnst kvennabaráttan ekki hafa skilað miklu, það er alltaf verið að berjast en kaupið í kvennastéttum er enn miklu lægra. En baráttan er mikilvæg og verður að halda áfram. Þær kon- ur sem halda að jafnrétti sé náð hljóta að fá mikla hjálp utan frá. Þær vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skítakulda og láta þau hanga í rólu á bás. Þegar krakkarnir voru litlir þurftum við að stía af einn básinn í fjósinu þar sem við geymdum þau á meðan ég mjólkaði. Það var allt handmjólkað því við vorum hætt með kýrnar þegar vélarnar komu, svo það er nú kannski ekki skrítið að skrokkur- inn sé að yfirgefa þessa glóru sem er eftir hér uppi. Það var ekkert annað í boði á þessum tíma. Þegar ég byrjaði að búa átti ég enga þvottavél heldur sápuþvoði á bretti í bala á eldavélinni en fór svo í á sem var um kílómetra frá bænum til að skola þvottinn. Þetta var eina heimilisstarfið sem maðurinn minn hjálpaði mér með, því þvotturinn var svo þungur að ég gat ekki borið hann sjálf.“ „Ég ætla að vera karl í næsta lífi og þá á maður- inn minn að vera konan mín. Þá sér hann hvernig það er að vera ein með börnin og býlið á meðan ég er að vinna annarsstaðar.“ „Á kvennafrídaginn var sláturtíð og þá var ég að vinna í sláturhúsinu í Djúpadal. Sumar kon- urnar tóku sér frí en ég bara nennti því ekki.“ „Það var algjör- lega dásamlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn, ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var með drenginn lítinn en maðurinn minn kom að sjálfsögðu heim og tók yfir heimilið. Ég fór með bestu vinkonu minni, Maríu Jóhönnu Lárusdóttur sem var líka kennari, í bæinn en maðurinn hennar kom líka heim úr vinnunni. Við bara kvöddum og sáumst ekki aftur fyrr en um kvöldið. Það var ótrúleg þátttaka og mikill hugur í konum en það sem stendur upp úr er þegar við heimsóttum aldraða ömmu vinkonu minn- ar sem var komin yfir nírætt. Svo þegar við komum heim þá beið okkar málsverð- ur, svo þeir stóðu sig nú vel karlarnir. Í minningunni er þetta algjörlega ógleyman- legur dagur.“ „Ég gifti mig 21 árs og bjó svo eitt og hálft ár í Kaup- mannahöfn þar sem mað- urinn minn var að nema. Ég ætlaði líka að nema og langaði að sækja um í „Haandarbejdets Fremme“, sem er geysilega fjölbreyttur handavinnuskóli, en mað- urinn minn vildi það ekki svo það varð ekkert úr því. Hann vildi frekar að ég færi í tækniteiknun en mig lang- aði ekkert til þess. Eftir að við skildum fór ég að vinna skrifstofuvinnu og börnin fengu sem betur fer pláss á barnaheimili.“ „Ég held að jafnrétti fari aftur á bak og áfram og mér finnst þetta vera endalaus leikur hjá körlum sem þykjast hafa áhuga á því að konur fái jafn laun og karlar, því óvart eru þeir alltaf 10% ofar. En við erum sem betur fer komin langan veg frá þeim tíma þegar vinnukonan Jafnrétti fer aftur á bak og áfram átti að þjóna þremur eða fjórum karl- mönnum eftir að hafa unnið allan liðlangan daginn. Ég man vel eftir kvennafrídeginum og alltaf þegar það eru sýndar myndir þaðan fer ég alltaf að leita að mér.“ Guðbjörg Lilja Guðjónsdóttir. Reykvíkingur, fráskilin, á 3 börn. Anna Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi menntaskólakennari. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ólst upp á Siglufirði þar til ég fór til náms á Akureyri 15 ára. Þar kynntist ég manninum mínum sem ég á tvö börn með, og við eigum gullbrúðkaup á næsta ári.“ Ógleymanlegur dagur Hulda Heiðdal Hjartardóttir, bóndi í Fljótshlíð, fædd og uppalin í Vífilsdal í Dalasýslu. Ekkja, á 3 börn. Þær [konur sem halda að jafn- rétti sé náð] vita heldur ekki hvað það er að þurfa að taka börnin með sér í kuldagöllum út í fjós í skíta- kulda og láta þau hanga í rólu á bás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.