Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 8
8 E R L E N T Kvóti er minnkaður í Norðursjó en hin raunverulegu vanda- mál eru jafnmikil í fiskveiðum Evrópu- sambandsríkja. Allir vita að fiskveiðifloti þeirra er of afkasta- mikill en engin þjóð vill eigin báta burt, - bara annarra. Erfitt að takmarka fiskveiðar Nógu erfitt er að takmarka fisk- veiðar í Noregi en í Evrópusam- bandsríkjunum er það alls ekki hægt, skrifar Gunn Hedberg í Fiskaren. Það hefur komið glöggt í ljós undanfarna mánuði. Síðan fiskveiðistefna ESB var birt, þar sem lagt var til að banna þorsk- veiðar í Norðursjó, hafa allar fisk- veiðiþjóðir innan sambandsins reynt til hins ítrasta að tryggja sérhagsmuni sína. Engin þjóð vill minnka flota sinn og fiskveiðar, - það eiga aðrar þjóðir að gera. Allar leggja þjóð- irnar fram tölur sem sýna hve mikið þær hafa dregið úr veiðum meðan sérhver hinna hefur aukið afkastagetu fiskveiðiflota síns. Milljarðar í úreldinu skipa - ný smíðuð í staðinn Sannleikurinn er sá, segir Gunn Hedberg, að það hafa alltaf allar þjóðirnar gert þrátt fyrir yfirlýs- ingar um annað. Reyndar hefur fiskiskipum fækkað, rétt eins og í Noregi, en hver einasti sjómaður veit að sérhvert nýtt fiskiskip af- kastar meira en mörg eldri. Stjórnmálamennirnir í ESB lönd- unum virðast ekki vita þetta. Þeir veita milljörðum til að úrelda gömul skip og smíða ný í þeirra stað. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Í Evrópu er fiskiskipafloti sem er minnst tvöfalt stærri en hann ætti að vera með hliðsjón af ástandi fiskistofnanna sem skipin veiða úr. Tengd þessum flota eru litlu byggðarlögin á ströndinni, sem eiga tilveru sína undir fiskveiðum og fiskvinnslu. Hverfi það hvort tveggja hverfur líka lífsmáti og menning sem þar hefur verið frá upphafi byggðar. Þess vegna reyna allar ESB þjóðirnar að verja hagsmuni sjómanna sinna eins og þær framast geta. Óviðunandi ástand Gunn Hedberg segir að hið sama gerist þegar minnka á kvóta. All- ir sem til þekki á evrópskum fisk- mörkuðum viti að fiskurinn er að meðaltali rétt við mörk lágmarks- stærðar. Allir viðurkenni að það sé ábatasamara að veiða fiskinn þeg- ar hann er orðinn stærri. Þegar svo í tilbót er vitað að undirmáls- fiski er kastað fyrir borð eru engar ýkjur að segja að ástandið sé óvið- unandi. Samt eru veiðiheimildir svo litlar að fiskiskip ESB-land- anna afla langtum minna en þau geta. Allir vonast eftir betri tíð og þrauka þangað til hún rennur upp. Þó er óvíst að sú tíð komi nokkurn tíma að óbreyttum veið- um í Norðursjó, jafnvel þó að kvóti sé skertur. Norðursjórinn er eitt frjósamasta haf í heimi. Þar eru 170 tegundir fiska. Búsvæði þeirra eru að miklu leyti sameig- inleg svo að tæpast er hægt að finna svæði þar sem einungis veiðist ein tegund í einu. Troll er helsta veiðarfærið í Norðursjó en með því er erfitt að forðast að veiða til dæmis þorsk. Netaveiðar gefa kost á meira vali ef möskvarnir eru nógu stórir. Litlu máli skiptir nú hvort veitt hefur verið með trolli um árabil eða ekki. Skipin eru sér- hæfð og veiðarfærin dýr. Lausnin gæti verið sú að þróa veiðarfæri sem aðeins taka stærri fiskinn. Þar hafa ESB ríkin vanrækt mik- ið. Næstum öll eru þau á móti nýjum reglum og horfa þá ein- ungis til eigin hagsmuna. Fyrir löngu hefði þurft að leggja mikla áherslu á gerð veið- arfæra með val stærðar og teg- unda í huga. Þegar reglur voru settar um ferningsmöskva kom í ljós að þeir sem þær settu vissu harla lítið um hvernig þær virk- uðu í reynd. Þær leyfðu sjómönn- um að nota möskvann nánast hvar sem þeir vildu og þar með náðist tilgangurinn ekki. Reynt að sviga framhjá reglunum Sömuleiðis virðist það svo að margir sjómenn brjóti flestar regl- ur um leið og þeir sjá að þeir hafa nokkurn veginn frið til þess. Fyrir ekki löngu voru tveir danskir tog- Verður Norðursjónum bjargað?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.