Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 24
24 F I S K A R Pálsfiskur, Zenopsis conchifer Seint í apríl veiddist fiskur þessarar tegundar í fyrsta skipti á Íslandsmiðum. Hann fékkst á Sandvík norðan Reykjaness í dragnót Reykjaborgar RE. Hann mældist 24,5 cm. Þessi tegund hefur áður fundist næst Íslandi undan Norð- vestur-Írlandi og þaðan suður til Biskajaflóa og áfram til Suður- Afríku. Einnig lifir pálsfiskur í Norðvestur-Atlantshafi undan ströndum BNA, í Suðvestur-Atlantshafi við Argentínu og Úr- úgvæ. Þá er hann í Indlandshafi. Einar Jónsson, fiskifræðingur gaf tegundinni íslenska nafnið þegar hann frétti að til væri pétursfiskur sömu ættar úti í hinum stóra heimi. Stóra sænál, Entelurus aequoraeus Í nóvember veiddist ein í net í Rennunum í Faxaflóa og önn- ur veiddist einnig í nóvember út af Garðskaga. Hún mældist um 20 cm og náðist lifandi og var sett í búr til sýnis almenningi í Sædýrasafninu í Sandgerði. Þá fyrri veiddi Ársæll Sigurðsson HF en þá seinni Hólmsteinn GK. Karfalingur, Ectreposebastes imus Vísindanafn karfalings hefur verið hjá okkur undanfarið Set- arches guenteri en komið hefur í ljós að sú tegund mun ekki hafa fundist hér heldur þessi. Alls bárust okkur fimm fiskar þessarar tegundar til rann- sókna á Hafrannsóknastofnun. Einn 27 cm langur og um leið sá lengsti sem veiðst hefur á Íslandsmiðum hingað til fékkst í botnvörpu á 732-824 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls í byrjun mars. Veiðiskip Mánaberg ÓF. Annar veiddist í botn- vörpu Barða NK á 660 m dýpi í Skerjadjúpi (62°51´N, 24°05´V). Sá þriðji veiddist í apríl/maí í flotvörpu Höfrungs III AK á 677-750 m dýpi suðvestur af Reykjanesi (61°51´N, 29°16´V). Hann mældist 12 cm að sporði, kynþroska hængur, fjögurra ára gamall. Fjórði veiddist um miðjan maí í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á 732 m dýpi suðvestan Reykjaness (62°28´N, 26°55´V). Hann var 20,5 cm langur. Loks fékkst sá fimmti, kynþroska hængur, 24 cm langur, í júní í flotvörpu á 677-842 metra dýpi á Reykjaneshrygg (61°32´N, 27°31´V). Veiðiskip Arnar HF. Urrari, Eutrigla gurnardus Tveir veiddust seint í september og var annar 40 cm langur og fékkst í dragnót á 37 m dýpi á Skarðsvík við Snæfellsnes (64°53´5N, 24°02´V). Veiðiskip Þorsteinn SH. Hinn veiddist á Breiðafirði (65°14´N, 23°33´V) á 57 m dýpi í dragnót og mældist 31 cm. Þá veiddist einn 29 cm sennilega í október en hann barst okkur frá Akranesi án frekari upplýsinga. Stóri sogfiskur, Liparis liparis Í leiðangri á rs. Árna Friðrikssyni í mars veiddust 11 sogfisk- ar (5 hængar og 6 hrygnur) 48-70 mm langir í botnvörpu á 70- 78 m dýpi í mynni Ísafjarðardjúps (66°31´N, 23°19´V) og í október veiddist einn 3,5 cm langur í hörpudisksplóg á 49-29 m dýpi í Breiðafirði (65°19´3N, 22°46´8V). Blákarpi, Polyprion americanus Einn 60 cm langur og 4 kg á þyngd veiddist í september. Veiðiskip Sturlaugur Böðvarsson AK. Annar 51 cm og 2,5 kg á þýngd veiddist á línu Mumma GK í október undan Suður- ströndinni. Silfurbrami, Pterycombus brama Í maí veiddist einn 44 cm langur í kolmunnavörpu Ásgríms Halldórssonar SF á Ísland-Færeyjahryggnum vestan Rósagarðs (63°55´N, 12°32´V). Ennisfiskur, Platyberyx opalescens Í apríl veiddust þrír, 18, 24 og 26 cm langir á 677-732 m dýpi á Reykjaneshrygg (61°45´N, 27°30´V) og í lok júlí veidd- ist einn 20 cm langur á 1060 m dýpi á grálúðuslóð vestan Vík- uráls (65°34´N, 28°24´V). Veiðiskip Snorri Sturluson VE. Loks veiddist einn 23 cm langur í júlíbyrjun utan 200 sjómílna lög- sögunnar suðvestur af Reykjanesi. Veiðiskip Sléttbakur EA. Kambhríslungur, Chirolophis ascanii Einn 12 cm langur veiddist á 128-139 m dýpi í Víkuráls- botni (65°53´N, 25°29´V) í togararalli í mars. Svarthveðnir, Centrolophus niger Í byrjun september veiddist einn 39 cm langur í kolmunna- vörpu Ásgríms Halldórssonar SF á Íslands-Færeyjahrygg (63°22´N, 12°45´V). Bretahveðnir, Schedophilus medusophagus Í mars veiddist einn 55 cm langur og 1,1 kg á þyngd í botn- vörpu í Skerjadjúpi. Veiðiskip Sturla GK. Í maí veiddust tveir, 40,5 og 47,5 cm langir í flotvörpu á 732 m dýpi suðvestan Reykjaness (62°28´N, 26°55´V). Veiðiskip Snorri Sturluson VE. Einnig í maí veiddi Sléttbakur EA einn 51 cm , 1,2 kg í flotvörpu á 850 m dýpi suðvestan Reykjaness (61°30´N, 28°54´V). Sandhverfa, Psetta maxima Ein veiddist í byrjun september á 67-77 m dýpi út af Kóp (65°55´N, 24°28´V). Þetta var 66 cm kynþroska hrygna. Í byrjun október veiddist önnur, 61 cm löng, í botnvörpu Ottós N. Þorlákssonar RE á Reykjaneshrygg. Flundra, Platichthys flesus Alls fréttist af 16 flundrum sem veiddust árið 2002. Ellefu þeirra veiddust í sjó og fimm í árvatni. Sjóveiddu flundrurnar veiddust allar í dragnót Farsæls GK. Sú fyrsta í byrjun febrúar á 15 m dýpi út af Selvogi (63°51´N, 21°47´V). Hún var 34,5 cm kynþroska hrygna og 6 ára gömul. Önnur fékkst á 13 m dýpi á Hraunsvík við Grindavík (63°50´N, 22°20´V) í maí. Þetta var 31 cm hængur, fjögurra ára gamall og með laus svil. Á Herdísarvík (63°51´N, 21°47´V) á 14 m dýpi veiddist einnig í maí 32 cm flundruhængur, 4 ára gamall. Þá veiddust á 4 m dýpi á Herdísarvík (63°51´N, 21°45´V) átta flundrur. Þær flundrur sem veiddust í árvatni veiddust allar í Ölfusá. Fjórar þeirra veiddust í gildru um einn km ofan við Óseyrarbrú. Sú fyrsta um miðjan júlí, önnur skömmu síðar. Hún var um 20 cm löng. Sú þriðja sem var 13 cm veiddist í byrjun ágúst og sú fjórða, 34,5 cm veiddist um miðjan ágúst. Auk þess veiddist ein í júlí í net fyrir landi Ósgerðis. Hún var 27 cm. Fiskar úr leiðöngrum rannsóknaskipa Í haustralli dagana 6. október til 4. nóvember á rs. Árna Frið- rikssyni (Leiðangur A9-2002) veiddust allmargar athyglisverðar tegundir. Þar á meðal voru: Sæsteinsuga, Petromyzon marinus, stöð 318, grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°29´N, 28°41´V), 1153 m dýpi, eitt stk. og stöð 363, utanverður Berufjarðaráll (63°48´N, 13°10´V), 788- 836 m dýpi, eitt stk. Digurnefur, Hydrolagus mirabilis, st. 270, suðvestur af Reykjanesi (63°28´N, 26°17´V), 847-885 m, 88 cm og st. 473, utanvert Háfadjúp (63°13´N, 19°54´V), 630-670 m, 3 stk. Pálsfiskur, Zenopsis conchifer. Ný tegund á Íslandsmiðum veiddist í apríl 2002 við Reykjanes.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.