Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 46

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 46
Þ O R S K E L D I Öll áherslan verður lögð á framleiðslu þorskseiða „Þetta fyrirtæki var stofnað upp úr 1990 og var framanaf að vinna að ákveðnum eldisrannsóknum í lúðu, steinbít og þorski. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að leggja alla áherslu á þorskeldið og hafnar eru miklar framkvæmdir sem miða að því að byggja upp nýja og öfluga þorskseiðaeldisstöð. Áætlanir gera ráð fyrir að fyrirtækið verði ein- ungis í því að framleiða þorskseiði, en láti öðrum eftir áframeldi,“ segir Ólafur. Fyrirtækið eiga ýmsir sterkir fjárfestar, sumir í eigendahópnum hafa haslað sér völl í laxeldinu í Noregi. Reynslan úr lúðunni nýtist vel Ólafur segir að vissulega eigi framleiðsla þorskeldisseiða og lúðuseiða, sem hann þekkir vel frá því hann byggði upp og stjórnaði Fiskeldi Eyjafjarðar, ým- islegt sameiginlegt. „Jú, auðvitað nýtist mér vel í þessu starfi fimmtán ára reynsla í framleiðslu lúðuseiða Að stórum hluta eru að- ferðirnar áþekkar, þó ákveðinn munur sé á.“ Um þrjár milljónir þorskseiða á síðasti ári í Noregi Á síðasta ári framleiddu Norð- menn vel á þriðju milljón þorskseiða og allar áætlanir miða að því að sú tala eigi eftir að hækka verulega á næstu árum. Nokkrar seiðaeldisstöðvar eru í uppbyggingu í Noregi, ein þeirra gerir ráð fyrir að framleiða eina milljón seiða á þessu ári. „Við munum hins vegar ekki komast með framleiðslu í gang fyrr en um mitt þetta ár í nýju stöðinni okkar. Áætlanir miða að því að þegar stöðin verður komin í full afköst verði hér framleidd tíu milljón seiði, sem ættu að geta orðið u.þ.b. 25-30 þúsund tonn af þorski,“ segir Ólafur. Hann fer varlega í að spá fyrir um hvenær nýja stöðin verði komin í full af- köst, áður en það takmark náist þurfi að fara yfir marga þrösk- ulda. Kostnaður við byggingu nýrrar stöðvar um 750 milljónir ísl. króna Þessi nýja seiðaeldisstöð Troms Marine kostar um 65 milljónir norskra króna, eða um 750 millj- ónir íslenskra króna. Stöðin er samtals um 4000 fermetrar að flatarmáli og hjá fyrirtækinu starfa sautján manns. Troms Mar- ine hefur fyrst og fremst verið fjármagnað með hlutafé frá eig- endum, en einnig í minna mæli með lánsfé. Ólafur Halldórsson fiskifræðingur stýrir þorskseiðaeldisstöð í Tromsö: Ný eldisstöð í byggingu og stefnt að 10 milljóna seiða ársframleiðslu Á síðasta ári var Ólafur Halldórsson, fiskifræð- ingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fisk- eldis Eyjafjarðar, ráðinn framkvæmdastjóri eldisfyrirtækisins Troms Marine Yngel AS. í Tromsö í Noregi. Hann hóf þar störf síðla síð- asta árs og segist vera að vinna að afar áhuga- verðum verkefnum. „Áætlanir miða að því að þegar stöðin verður komin í full afköst verði hér framleidd tíu milljón seiði, sem ættu að geta orðið u.þ.b. 25-30 þúsund tonn af þorski.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.