Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 48
48
E N D U R M E N N T U N O G S TA R F S F R Æ Ð S L A
Áhugi fyrir fiskeldisnámi
Valgeir Bjarnason, yfirkennari á
Hólum, segir að markmiðið með
náminu á Hólum sé að þjálfa
nemendur til allrar almennar
vinnu í fiskeldisstöðvum og til
þess að reka smærri fiskeldisfyrir-
tæki. Valgeir segir töluverða
ásókn í nám á Hólum, enda sé
fiskeldi hér á landi greinilega í
sókn. Sem stendur stunda 14
nemendur nám við fiskeldisbraut-
ina á Hólum. „Meðal þess sem við
leggjum áherslu á í náminu eru
upplýsingar um fóðrun og um-
hirðu fiska, slátrun, vinnslu og
ýmislegt annað sem tengist fisk-
eldi. Við leggjum mikið upp úr
að nemendur kynnist flestum
þeim tegundum sem eru í eldi á
Íslandi. Við fjöllum um ýmsa
þætti í líffræði fiska sem tengjast
fiskeldi, umhverfismál í fiskeldis-
stöðvum og umhverfisáhrif af
fiskeldi. Einnig er kennd tölvu-
notkun og grunnatriði rekstrar-
fræði,“ segir Valgeir
Tengsl við atvinnulífið
Gert er ráð fyrir því að nemendur
í fiskeldisfræði á Hólum hafi að
mestu lokið við nám í framhalds-
skóla. Það er þó ekki algild regla
og er einnig tekið tillit til starfs-
reynslu þeirra sem sækja námið.
Meðal annars hafa sjómenn
stundað nám í fiskeldi á Hólum,
námið þykir því henta vel fyrir þá
sem vilja hefja skólagöngu eftir
langt hlé. Í tengslum við námið á
Hólum er starfrækt fiskeldisstöð
þar sem stundaðar eru kynbætur á
bleikju og ýmsar rannsóknir á
sviði fiskeldis. Einnig er lögð
áhersla á tengsl við atvinnulífið
og vettvangsheimsóknir.
Góð aðstaða á Hólum
Aðstaða er að öðru leyti mjög góð
á Hólum og þetta forna mennta-
setur hefur eflst mjög á undan-
förnum árum. Nemendagarðar
eru á staðnum og ágætt mötu-
neyti. Þá er þar íþróttahús og
sundlaug. Á Hólum er bæði
grunn- og leikskóli, sem auðveld-
ar fjölskyldufólki að taka sig upp
og stunda nám á Hólum.
Ástæða til bjartsýni
Valgeir segist talja ástæðu til
bjartsýni með fiskeldisnámið á
Hólum, enda sé greinilegur vöxt-
ur í eldinu hér á landi. Hann seg-
ir að því stefnt að efla námið í
takt við aukinn áhuga á fiskeldi.
„Ef fiskeldið verður áfram í sókn
tel ég að framtíðin sé björt hjá
okkur,“ segir Valgeir. Liður í því
að efla námið á Hólum er ný að-
staða sem gert er ráð fyrir að fisk-
eldisbrautin fái fyrir starfsemi
sína á Sauðárkróki í samstarfi við
Fiskiðjuna-Skagfirðing. Þar með
verður mögulegt að leggja aukna
áherslu á kennslu í eldi sjávar-
fiska. „Við viljum gjarnan efla
námið enn frekar hjá okkur,
lengja það og bjóða upp á fleiri
námskeið. Við erum í vetur með
vísi að framhaldsnámi, erum í
raun að þreifa okkur áfram í þeim
efnum,“ sagði Valgeir og vill
beina því til kvenþjóðarinnar að
fiskeldisnám höfði ekkert síður en
hennar en karla, en í vetur er eng-
in kona við nám í fiskeldi á Hól-
um.
Meðal annars er nem-
endum á fiskeldis-
braut Hólaskóla
kennt eldi á bleikju.
Mynd: Bændablaðið
Hólaskóli býður upp
á nám í fiskeldi
Á fiskeldisbraut Hólaskóla er boðið upp á upp á sérhæft nám í eldi fiska
og sjávarlífvera sem og vatnavistfræði og nýtingu vatna. Þetta er eina
skipulagða fiskeldisnámið hér á landi. Fiskeldisbrautin er miðstöð
bleikjurannsókna og kynbóta hér á landi og er hún í formlegu sam-
starfi við háskóla hér á landi og erlendis á sviði kennslu og rannsókna.
Námið er þannig byggt upp að nemendur eru einn vetur á Hólum í
bóklegu og verklegu námi. Sumarið eftir fara þeir í verknám í fiskeldis-
stöðvar og útskrifast að hausti sem fiskeldisfræðingar.