Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 35
35
Þ O R S K E L D I S DA G U R I N N Á A K U R E Y R I
Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra,
segir alveg ljóst að
afli á villtum fiski
verði ekki aukinn
verulega á næstu
árum og í því ljósi sé
nauðsynlegt að auka
verðmæti úr þeim
afla sem er veiddur.
Þetta telur ráðherra
að þurfi að gera með
virku þróunarstarfi
og nýsköpun.
Ríkisvæðing stendur
ekki fyrir dyrum
Ráðherra minnti á að í skýrslu
um aukin verðmæti úr sjávarafla,
sem birt var í október sl., sé mikil
áhersla lögð á fiskeldi í framtíð-
inni. Af aukningu framleiðslu-
verðmæta sjávarfangs úr 130
milljörðum króna árið 2001 í 240
milljarða á árinu 2012 sé gert ráð
fyrir að hlutur fiskeldis vaxi úr
einum milljarði á árinu 2001 í 36
milljarða árið 2012. „Vitaskuld
hlýtur þessi framtíðarsýn að telj-
ast nokkuð bjartsýn, en hún er þó
alls ekki óraunhæf,“ sagði Árni
M. Mathiesen og tók af öll tví-
mæli um það að ríkið komi sem
gerandi inn á þessu sviði. „Ríkis-
væðing sjávarútvegsins stendur
ekki fyrir dyrum svo tekið sé
skýrt til orða en hið opinbera get-
ur, með því að samstilla og ýta
undir rannsóknir og þróun, lagt
til örvandi hönd,“ bætti ráðherra
við.
500 tonna aflamark
Á síðasta ári skilaði Ólafur Hall-
dórsson, núvrandi framkvæmda-
stjóri Troms Marine Yngel,
skýrslu til sjávarútvegsráðherra
um uppbyggingu þorskeldis á Ís-
landi. Einnig hófst á síðasta ári
nokkurra ára tilraunaverkefni í
föngun og áframeldi þorsks.
„Hvað hið síðara varðar,“ sagði
ráðherra, „kemur hið opinbera þar
að málum með því annars vegar
að úthluta 500 tonna aflamarki af
óslægðum þorski og hins vegar
með því að Hafrannsóknastofnun-
in sér um heildaruppgjör tilraun-
anna og birtingu niðurstaðna. Þó
ég sé alls ekki að tala fyrir sértæk-
um úthlutunum aflaheimilda sem
einhverri ráðandi aðgerð að þessu
leyti né öðrum innan skipulags
fiskveiða, getur slík úthlutun gert
sitt gagn á þessum fyrstu stigum
eldisins eins og vikið er að í
skýrslu starfshópsins.“
30 þúsund tonn
innan tíu ára?
Sjávarútvegsráðherra telur ekki
óraunhæft að framleiðsla á eldis-
þorski hér á landi fari á næstu tíu
árum upp í 30 þúsund tonna ár-
lega framleiðslu og lunginn af því
komi úr aleldi. „Margs þarf að
gæta í uppbyggingarstarfinu ef
þetta á að lánast. Fyrri reynsla úr
fiskeldi á að geta nýst okkur vel,“
sagði ráðherra og taldi að úrlausn-
arefnin á næstu árum væru fjöl-
mörg, bæði varðandi seiðafram-
leiðsluna og markaðsmálin. Sjáv-
arútvegsráðherra setti þá skoðun
fram að eðlilegast væri að þorsk-
eldið yrði leitt af einkaaðilum,
væntanlega stærstu sjávarútvegs-
fyrirtækjunum. „Þar eru bæði til
staðar fjárhagslegir burðir og
þekking, t.d. í markaðsfærslu.
Fyrst ég minnist hér á hlutverk
þeirra öflugu fyrirtækja sem nú
eru til staðar í sjávarútveginum er
gaman að bera saman í huganum
aðstæður í sjávarútveginum nú
um stundir og þegar fiskeldisæv-
intýrið svokallaða reið yfir á ní-
unda áratugnum. Það skipulag
fiskveiða sem við búum við hefur
gjörbreytt aðstæðum. Greinin
hefur styrkst um allan helming
og fyrirtækin sjálf geta þannig
orðið drifkraftur nýsköpunar.
Hvað markaðsfærslunni viðvíkur
vil ég láta eins hagnýts atriðis
getið sem er mikilvægi þess að
eldisfiski sé ekki blandað saman
við villtan fisk heldur haldið sér
og þess gætt í öllum skráningum.
Í reglum Evrópusambandsins er
að auki beinlínis gerð krafa um
þetta. Við vinnslu og markaðs-
starf þarf að taka tillit til þessara
atriða.“
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra:
Hið opinbera getur lagt
til örvandi hönd
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.