Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 12
12 N Ý S M Í Ð I Nýjungar í nýsmíði nr. 5 og 6 eru að bátarnir eru með fellikjöl sem er 4,1 metra langur og geng- ur 30 cm niður í lengstu stöðu. Fellikilinum er stjórnað með raf- knúnum tjökkum úr stýrishúsi bátsins. Húsið sem kjölurinn fer inn í er nýtt sem skvettiþil í elds- neytisgeymi. Smíðaður úr trefjaplasti Báturinn er smíðaður úr trefja- plasti samkvæmt reglum og und- ir eftirliti Siglingastofnunar Ís- lands og er með tvö vatnsþétt skilrúm. Fremst er lúkar með þremur hvílum, stjórnpalli og 100 l vatnsgeymi. Í lúkar er elda- vél, kæliskápur og örbylgjuofn, 220 volt, rafknúið um tvo 1500 watta áriðara. Lestarrými er heilt án uppi- stoða. Í eldsneytisgeymi, sem er undir lest, er áðurnefndur felli- kjölur. Aftast er vélarrúm með aflvél, stýrisvél og öðrum búnaði sem til þarf, og vélarrúmskappi með salernisaðstöðu. Siglingatæki í stýrishúsi Í stýrishúsi eru eftirtalin siglinga- tæki: Simrad CA-50 sambyggð siglingastöð (Navigation-Center) sem er ratsjá; dýptarmælir, tveggja tíðna og GPS plotter. Þrí- vídda plotter er Olex tölva. Sjálf- stýring er Simrad AP-50 og teng- ist bógskrúfu. Rafeindakompás (seguláhrif) er Simrad RFC-35R. VHF talstöð er Simrad RS-8300. Vél- og tæknibúnaður Aflvél er Volvo Penta, gerð TAMD 74C, hámarks afköst eru 430 hö/ 316 kW við 2500 sn/mín., stöðug afköst eru 268 hö/ 197 kW við 2100 sn/mín. Niðurfærslugír er ZF-302 V, nið- urgírun 1,65:1, og skrúfa er 4 blaða 58,4 cm (23“) í þvermál með 68,6 cm (27“) skurð. Stjórn- tæki eru frá ZF-Mather og tengj- ast snuðventli á gírnum. Stýri er 0,24 m2 flipastýri. Vélin knýr 90 Amp. 24 V rafal með reimdrifi. Vökvadælur fyrir línuspil og bóg- skrúfu eru reimdrifin af vél, en vökvadæla fyrir sjálfstýringu er rafdrifin. Bógskrúfa er frá Cramm cbc 700, sjö hestöfl, þvermál skrúfu er 20,3 cm (8“). Til upp- hitunar í vistarverum er Webasto miðstöð sem hitar upp vatn og loft, afköst 9 kW. Rafkerfi Rafkerfi er 24 Volta með breytum fyrir 12 Volta jafnstraum og 220 Volta riðstraum, rafall er Leece- Neville 90 amper, 2,2 kW. Tveir Samantekt og myndir: Jón Sigurðsson. Binni í Gröf VE-38: Sjötta nýsmíði Seiglu til Eyja Þann 9. janúar s.l. var afhentur nýr bátur, Binni í Gröf VE-38, skipask.nr. 2558, frá Seiglu ehf. til nýrra eigenda, sem eru Benóný ehf. í Vestmannaeyjum. Báturinn er nýsmíði nr. 6 hjá Seiglu ehf. en nýsmíði nr. 5 fór til Færeyja, hinir fjórir eru Hafbjörg ST, Steini Randvers SH, Draumur RE og Björn EA. Binni í Gröf VE er útbúinn á línu- og hand- færaveiðar, framkvæmdastjóri útgerðar er Friðrik Benónýsson. Binni í Gröf VE-38 er 9,26 brúttó- tonna smábátur frá Seiglu ehf. Tækjabúnaður í stýrishúsi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.