Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 30
T Æ K N I Í S J Á VA R Ú T V E G I 30 Um 70% framleiðslunnar til útflutnings Það er ekki ofsögum sagt að 3X- Stál er alþjóðlegt fyrirtæki. Raun- ar er það svo að um 70% af sölu fyrirtækisins fara til kaupenda er- lendis, fyrst og fremst í Kanada og Bandaríkjunum. Tækjabúnað- urinn er hannaður og framleiddur á Ísafirði og segir Jóhann fram- kvæmdastjóri að því fylgi margir kostir, þótt vissulega sé því ekki að neita að mikill flutningskostn- aður á aðföngum og framleiðslu- vörum geri það að verkum að trú- lega myndu sparast um 5-7% framleiðslukostnaðar með stað- setningu fyrirtækisins á höfuð- borgarsvæðinu. „Slæmar sam- göngur við Ísafjörð gera okkur vissulega erfitt fyrir, því er ekki að neita. En kostirnir við að hafa fyrirtækið hér fyrir vestan eru að mínu mati mun fleiri en ókostirn- ir. Hér erum við í nánu sambandi við sjávarútveginn og það skiptir fyrirtækið miklu máli. Sjávarút- vegsfyrirtækin hér fyrir vestan eru fús að taka þátt í þróun tækni- lausna og það sama má segja um sjávarútvegsfyrirtæki í öðrum landshlutum. Ég get í því sam- bandi nefnt mjög gott samstarf við Útgerðarfélag Akureyringa, Granda og Samherja, en í sam- vinnu við tæknimenn þar á bæ hönnuðum við og settum nýverð upp nýja tæknilausn í meðhöndl- um á körum í vinnslu Strýtu á Akureyri. Ég er mjög ánægður með hvernig tókst til í Strýtu og tel að þar séum við að taka merki- legt skref - þetta er fyrsta kerfi sinnar tegundar í heiminum,“ segir Jóhann. Hann nefnir einnig að á Ísafirði sé vinnuaflið mjög stöðugt og í slíkum tækniiðnaði sé slíkt mikils virði. Velgengni á árinu 2002 Síðasta ár var það besta til þessa í sögu 3X-Stáls. Veltan nam um 300 milljónum króna og starf- semin gekk almennt vel. Jóhann segir enga ástæðu til annars en að líta björtum augum fram á veg- inn. „Þegar við hófum rekstur fyrir tæpum áratug renndum við nokkuð blint í sjóinn með hvern- ig starfseminni yrði háttað. Við áttum ekki von á því að innan áratugar yrði fyrirtækið komið í þessa stöðu. En það sem hefur skipt sköpum er að við höfum alltaf verið á tánum og fylgst vel með markaðnum og hagað okkar vöruþróun og nýsköpun eftir því. Vöruþróunin er gríðarlega mikil- væg og til marks um það höfum við verið að þróa fjórtán nýja vöruflokka á tveimur síðustu árum. Markaðurinn kallar stöðugt eftir nýjungum og til þess að fylgja honum eftir verðum við að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Jóhann Jónsson, fram- kvæmdastjóri 3X-Stáls á Ísafirði. 3X-Stál smíðaði snyrtilínu fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri, þar sem þessi mynd var tekin. Eigendur 3X-Stáls, Al- bert M. Högnason (t.v.) og Jóhann Jóns- son ásamt Árna M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson/Ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.