Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 34
• gera heildarskipulag fyrir skil- greind eldissvæði með svæðis- skipulagi í hverjum firði. • rannsaka og skilgreina eigin- leika og sérstöðu eldisþorsksins og villta þorsksins í markaðs- legu tilliti • rannsökuð verði líkleg þróun aukins framboðs eldisþorsks á verðþróun villts þorsks í fram- tíðinni • greina kostnað við einstaka þætti í seiðaeldi, stórseiðaeldi og sjókvíaeldi með það að markmiði að halda framleiðslu- kostnaði í lágmarki. Faghópar skipaðir Ákveðið hefur verið að setja á stofn nokkra faghópa sem fara ofan í saumana á afmörkuðum þáttum í þorskeldi. Þessir fag- hópar, sem nú þegar hafa verið skipaðir, fjalla um eftirtalda þætti: • Umhverfismál og eldistækni - grunnrannsóknir á umhverfis- málum fiskeldis. Umhverfisað- stæður, hönnun og aðlögun búnaðar fyrir íslenskar aðstæður - eldistækni við framleiðslu stórseiða. • Seiðaeldi og kynbætur - fram- leiðsla fæðudýra, klakfiskur, framleiðsluaðferðir, eldistækni, heilbrigðismál og kynbætur. • Matfiskeldi - eldisaðferðir, fóð- ur, fóðrunartækni, heilbrigðis- mál og arðsemi, veiðar til áframeldis. • Vinnsla, gæða- og markaðsmál - gæðamál, slátrun, vinnsluað- ferðir, flutningstækni, mark- aðssetning og arðsemi. Gert er ráð fyrir virku upplýs- ingastreymi um þorskeldi á Ís- landi og verði heimasíðan www.thorskeldi.is miðpunktur þess. Þá er gert ráð fyrir nám- skeiðahaldi um áframeldi á villt- um fiski í sjókvíum, föngun á þorski, líffræði, fóðurfræði, fisk- sjúkdóma og eldistækni. Opinbert fé í rannsókna- og þróunarvinnu Ein af stærstu spurningunum varðandi fiskeldi hér á landi snýr að fjármögnun greinarinnar og hvort hún getur einhvern tímann orðið arðbær. Í títtnefndri skýrslu um þorskeldi, sem var fyrst kynnt á Akureyri 24. janúar sl., er svo tekið til orða að langur tími geti liðið þar til þorskeldið verði arð- bær atvinnugrein. „Mat verkefn- isstjórnarinnar er að það kosti um 2 milljarða að þróa þorskeldi á Ís- landi. Það er því fyrirséð að leggja verður verulega fjármuni í rann- sókna- og þróunarvinnu fram yfir það sem fyrirtæki munu leggja fram. Mikilvægt er að þeir opin- beru fjármunir sem varið yrði í þorskeldi fari til að fjármagna rannsókna- og þróunarvinnu.“ Þess er getið að á þessu ári verði framlag ríkissjóðs og opinberra rannsóknasjóða vart meira en 70 milljónir króna. Því sé gert ráð fyrir að í ár verði áhersla lögð á að undirbúa rannsókna- og þróunar- verkefni á árunum 2004-2007. 34 Þ O R S K E L D I S DA G U R I N N Á A K U R E Y R I Ráðherra skipar verkefnahóp um þorskeldi Þorskeldisverkefninu svokallaða lýkur á þessu ári og hefur sjávarút- vegsráðherra ákveðið að skipa nýjan verkefnishóp sem haldi áfram þessu starfi innan svokallaðs AVS-verkefnis (Aukin verðmæti sjávar- afla). Í verkefnahópnum eru Guðbrandur Sigurðsson, Finnbogi Jónsson, Kristján G. Jóakimsson, Jóhann Sigurjónsson, Jón Þórðar- son, Kristinn Hugason og Ingimar Jóhannsson. Sjávarútvegsráð- herra lýsti því á þorskeldisráðstefnunni að verkefnishópnum væri ætlað að ná víðtæku samráði innan og milli atvinnuvegarins, rann- sóknarstofnana og stjórnsýslu. Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur, kynnti nýja skýrslu um stöðu þorsk- eldis á Íslandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.