Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 18
öryggismálanna, þar með taldar æfingar, og þar geta skipin átt á hættu að verða stöðvuð ef hlut- irnir eru ekki í lagi. Það sama teldi ég að þyrfti að taka upp hér- lendis gagnvart fiskiskipum. Þetta snýst fyrst og fremst um ör- yggi áhafnar og skips.“ Smábátarnir og öryggismálin Hvað smábátana varðar segir Hilmar að lögskráningarskylda sé ekki á bátum undir 12 metrum. „Við höfum lögskráningarkerfi til þess m.a. að fylgjast með atvinnu- réttindum og öryggisfræðslu sjó- manna og þá hvaða endurmennt- un menn sæki sér á þessu sviði. Þetta á sem sagt ekki við um minnstu bátana, en ég tel þó að flestir smábátasjómenn hafi sótt sér grunnþekkingu sem nauðsyn- leg er í öryggismálum. Það er fyllileg þörf fyrir þá að sækja sér endurmenntun en til dæmis er nauðsynlegt fyrir smábátasjó- menn að hafa yfir að ráða víðtækri þekkingu í björgunarmálum og hvernig bregðast eigi við ef eldur kemur upp. Á hverju ári verður fjöldi smábáta eldi að bráð, sem er algjörlega óviðunandi,“ segir Hilmar. Notkun öryggishjálma er lykilatriði Flest slys til sjós verða vegna mannlegra mistaka. Þetta er gömul saga og ný. „Menn eru þá að gera hluti sem þeir eiga ekki að gera eða gera ekki hluti sem þeir eiga að gera. Stóri draumur- inn minn er að ekkert slys verði til sjós. Út frá þessu markmiði er unnið í fluginu og mér finnst að það sama eigi að gilda um sjó- sókn. Það er að mínu viti óásætt- anlegt að samskonar slys skuli endurtaka sig aftur og aftur, jafn- vel á sömu skipunum. Það segir okkur að menn bregðast ekki nægilega vel við þeim slysagildr- um sem upp koma. Algengustu slys um borð í fiskiskipum í dag eru þegar menn hrasa til í bleytu og hálku eða falla um einhverja hluti. Sem betur fer eru menn meðvitaðir um hættuna á höfuð- meiðslum og því er notkun hjálma orðin nokkuð algeng. Hjálmanotkun er lykilatriði og hún gildir jafnt um undir- sem yfirmenn. Þegar yfirmennirnir fara út á dekk eiga þeir auðvitað líka að vera með hjálma, en því miður er allur gangur á því. Ör- yggisreglur gilda um alla um borð í skipunum, það er vert að undirstrika. Það er til dæmis ekki nóg fyrir vélstjóra að koma upp á dekk með heyrnarhlífar á eyrun- um, þar verða þeir líka að hafa ör- yggishjálma,“ segir Hilmar Snorrason.Sjómennirnir í viðbragðsstöðu að fara upp í þyrluna. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur jafnan virkan þátt í björgunaræfingum Slysavarnaskóla sjómanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.