Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 33
33
Þ O R S K E L D I S DA G U R I N N Á A K U R E Y R I
bótum mun eldisþorskurinn fljótt
öðlast eiginleika sem munu gera
hann að betri eldisfiski og lækka
framleiðslukostnað. Eldi á villt-
um þorski er því trúlega tíma-
bundin lausn á meðan verið er að
ná framförum í kynbótastarfinu.
Fyrstu árin getur þó eldi á villt-
um þorski verið mikilvægt við
þróun á sjókvíaeldi, en eldi í sjó-
kvíum er sennilega helsti flösku-
hálsinn í þorskeldi á Íslandi.“
Þeirri spurningu er velt upp í
skýrslunni af hverju menn eigi
yfirleitt að velta fyrir sér þorsk-
eldi á Íslandi. Til þess að svara
þeirri spurningu er bent á að
veiðar á þorski úr Atlantshafinu
hafi dregist saman um rúmar 2
milljónir tonn á undanförnum
þremur áratugum, eða úr rúmum
þremur milljónum tonna árið
1980 í um eina milljón tonna
árið 2000. Hér við land hafa
veiðar á þorski einnig dregist
saman, þær hafa verið á bilinu
200-250 þúsund tonn á ári. Bent
er á þá athyglisverðu staðreynd að
heildarafli Íslendinga árið 2000
var um 27% meiri en árið 1992,
en á sama tíma dróst verðmæti
aflans saman um 4,3%. „Þessar
tölur sýna að afli sem að landi
kemur er ekki eins verðmætur og
áður sem er fyrst og fremst vegna
þess að hlutfallslega meira berst
að landi af ódýrari fisktegundum
eins og t.d. loðnu, síld og
kolmunna. Það liggur í augum
uppi að brýnt er að skapa meiri
verðmæti úr þessum tegundum
eins og loðnu og kolmunna, sem
fara að langmestu leyti til
bræðslu. Það er t.d. hægt að gera
með því að framleiða fiskifóður
til að fóðra eldisfisk sem fluttur
yrði út í formi verðmætra eldisaf-
urða. Í ljósi þess að í dag eru
flestir fiskistofnar fullnýttir og
ekki er að sjá að veiðar á fiski
komi til með að aukast í veruleg-
um mæli á allra næstu árum.
Aukið framboð sjávarfangs á Ís-
landi mun því að mestu koma úr
eldi ef vel tekst til við uppbygg-
ingu fiskeldis. Þorskeldi, vinnsla
og markaðssetning á eldisþorski
er einn af möguleikum sjávarút-
vegsfyrirtækja til að stækka og
auka umsvif sín.“
Afmörkuð verkefni
Skýrsluhöfundar draga fram ýmis
atriði sem ekki beint vekja vonir
um að hérlent þorskeldi geti verið
samkeppnisfært í framtíðinni. En
þeir benda réttilega á að forsenda
þorskeldis sé sú að takast muni að
framleiða eldisþorsk og koma
honum á markað með sama eða
minni kostnaði en samkeppnis-
löndin. „Til að fjármunir nýtist
sem best við uppbyggingu þorsk-
eldis er mikilvægt að afmarka þau
verkefni sem líklegust eru til að
skila mestum ávinningi fyrir
greinina. Í því sambandi er eðli-
legt að megináhersla verði lögð á
rannsókna- og þróunarvinnu á
þeim þáttum sem okkur eru í
óhag og finna lausnir sem henta
náttúrulegum aðstæðum á Ís-
landi. Niðurstöður úr rannsókna-
og þróunarvinnu í þorskeldi á
næstu árum verða að svara þeirri
spurningu hvort mögulegt sé að
vera með samkeppnishæft þorsk-
eldi á Íslandi.“
Seiði verði framleidd í einni
eldisstöð
Í skýrslunni er sett fram sú skoð-
un að í byrjun verði áhersla lögð á
að ná tökum á eldi þorsks í sjó-
kvíum. Skipta verði landinu í
eldissvæði og taka saman fyrir-
liggjandi gögn fyrir hvert svæði
og gera grunnrannsóknir í það
minnsta eitt ár til að afla nauð-
synlegra gagna.
Skýrsluhöfundar leggja mikla
áherslu á mikilvægi kynbóta á
þorski, sem einnar af grunnfor-
sendu fyrir samkeppnishæfni hér-
lends þorskeldis við önnur lönd.
„Það er því mikilvægt að sem
fyrst verði hafin leit að heppileg-
um fiski til kynbóta. Seiði verði
framleidd í einni eldisstöð og
þeim síðan dreift víða um landið.
Gert er ráð fyrir að grunnvinnan
taki 3-4 ár og niðurstöðurnar
verði síðan notaðar til þess að
skipuleggja áframhaldandi kyn-
bætur. Samhliða verði unnið að
því að ná betri tökum á umhverf-
isþáttum í þorskseiðaeldinu til að
tryggja betur áreiðanleika niður-
staðna úr mati á eiginleikum
stofna og einstaklinga.“
Að mörgu þarf að hyggja
Af öðrum atriðum sem nefnd eru
í þorskeldisskýrslunni má nefna
áherslu skýrsluhöfunda á að:
• bæta tækni við veiðar á þorski
til áframeldis
• leggja áherslu á að efla þekk-
ingu á sjúkdómsorsökum til
þess að menn verði undir það
búnir að sjúkdómar skjóti upp
kollinum í þorskeldinu rétt
eins og þekkist í laxeldi
• leggja áherslu á fóðurrannsókn-
ir í samvinnu við erlenda vís-
indamenn - þróun fóðurs sem
fullnægir næringarþörfum
þorsksins á mismunandi ald-
ursskeiðum
• kortleggja útbreiðslu 0-3 ára
þorsks með árlegu grunnslóð-
arralli
Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, Sigríður Ingvarsdóttir, alþingismaður á Norðurlandi vestra, og
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður á Austurlandi.