Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 41
41 B R E Y T T F I S K I S K I P dag- og sethylki og þar aftan við eru eldsneytisgeymar. Fiskilestar-vinnslurými Í vinnslurými eru Optimar vak- um dælukerfi, 3200 lítrar hvor geymir, og við kerfið eru þrjár rafdrifnar dælur, 55 kW hver mótor, þriðja dælan getur þjónað sem viðbótardæla á sog eða dæl- ingu. Ein fiskvinnsluvél, Baader 429 hausari, er á vinnsluþilfari, væntanlegar eru flökunarvélar fyrir síld. Lestum er skipt í ellefu hólf, fremst, og nær út í síður, er frystilest og er það eina sem eftir er af upphaflegri lest, þar er lyfta fyrir afurðir, þar er einnig stiga- gangur til lesta. Tvö miðjuhólf eru aftur af fremstu lest og eru vatnsþéttar hurðir á milli lesta, báðar eru kæli/frystilestar. Lestar tvö og þrjú s.b og b.b. eru kælilestar og tengjast innbyrðis en tengjast ekki öðrum lestum, einnig eru þær útbúnar sem tilfærslugeymar (ballast). Lestar fjögur og fimm s.b. og b.b. tengjast miðlestum og eru með vatnsþéttum hurðum og eru kæli/frystilestar. Fyrirhug- að er að nota lyftara í kæli/frysti- lestum og því er búið að fjarlægja hringekjufæriband, mjölverk- smiðju og annan tengdan búnað úr skipinu. Lestar þrjú, fjögur og fimm s.b. og b.b. ná upp að tog- þilfari. Fremsta lest er með kælispíröl- um í lofti en aðrar kæli/frystilest- ar eru með loftkælingu. Lestar eru kældar með ískrapa sem er tengdur í allar lestar nema þá fremstu. Laus lest er komið fyrir á togdekki (bílskúrinn). Lestar voru klæddar upp á nýtt með svörtu stáli og síðan málað og einangrað með Polyurethan. Aðalvél og annar vélbúnaður Aðalvél er, sú upphaflega, af gerð- inni MAK gerð 6m 552 C og var í fyrstu skráð 3700 kW/5030 hö en hefur verið aukin í 4500 kW/6120 hö en áfram er tak- markað afl við 3700 kW út á skrúfuöxul, sami snúningshraði er á aðalvél. Niðurfærsla er óbreytt og er 3,978:1, skrúfa er 3800 mm í þvermál í skrúfuhring, reiknað- ur togkraftur er 67 tonn. Hjálparvélar eru þær upphaf- legu, Caterpillar 674 kW og 307 kW og geta framleitt 928 kW af raforku. Grótta ehf Fiskislóð 77 Sími 562 4160 Fax 562 6042 Óskum Samherja og áhöfn til hamingju með Baldvin Þorsteinsson EA-10

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.