Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Síða 12

Ægir - 01.03.2003, Síða 12
12 F R É T T I R Segja má að væntingar sumra um sameiningu SÍF og SH, sem komu upp á borðið í vetur hafi nær samstundis verið blásnar út af því sama borði. Ástæðan sem gefin var upp op- inberlega var sú að mikið hafi borið á milli varðandi verð- mætamat hvors fyrirtækis gagn- vart hinu. Róbert Guðfinnsson stjórnar- formaður SH sagði í samtali við Ægi að vissulega væri sameining- in út af borðinu að sinni, hvað sem framtíðin bæri með sér. Hitt sagði hann líka rétt að fjöldi hlut- hafa í fyrirtækjunum vildi sjá sameiningu þeirra. Mikil vonbrigði ,,Þessi hugmynd kom frá mér og ég vann að því að selja hana. En orð sem sett voru fram í umræð- unni voru ekki til þess að liðka fyrir og því fór sem fór,” segir Róbert Guðfinnsson. ,,Vissulega eru mikil vonbrigði að svona skuli hafa farið. Með sameiningu félaganna beggja værum við að sjá stórt alþjóðlegt fyrirtæki í markaðssetningu, fyr- irtæki sem hefði yfir milljarðs dollara veltu. Þarna hefði verið komið fyrirtæki með einhverja vigt á alþjóðlegum markaði,” sagði Róbert. Alveg út af borðinu ,,Sameining er alveg út af borðinu. Þetta er í þriðja skipti sem umræðan um sameiningu þessara félaga kemur upp en þessu er lokið,” sagði Friðrik Pálsson formaður stjórnar SÍF þegar rætt var við hann. Friðrik vildi engu svara um það hvað hefði ollið því að svona fór, en vísaði til ræðu sinnar á síðasta aðalfundi SÍF þar sem hann vísaði m.a. í fundargerð aðalfundar SÍF 2002 en þar sagði: “…Má segja að í hverri viku berist inn á borð einhverra stjórnenda félagsins heima og erlendis, hugmyndir eða þreyfingar í einhverri mynd um kaup á félögum, sameiningu, yfirtöku eða samvinnu…” „Ástæða þess að ég vitna til þessara orða frá síðasta aðalfundi er sú að á þessum tíma hafði enn einu sinni verið nefnd sú hugmynd að taka ætti upp viðræður á milli SH og SÍF um sameiningu,” sagði Friðrik. Hann sagði það hafa verið skoðun SÍF að verðgildi félaganna tveggja væri nærri því að vera það sama og hefði átt að vera hægt að ljúka sameiningaferli fljótlega á jafnréttisgrundvelli. Síðar hafi komið í ljós að mikið hafi borið á milli aðila. „Ákvörðun um sameiningu í upphafi janúarmánaðar hefði vel getað skilað jákvæðum árangri, en eftir því sem lengra leið skapaðist meiri óþreyja og loks miklar efasemdir um að sameining tækist. Því fór sem fór. SÍF hefur staðið á eigin fótum í 70 ár og er þess alls búið að gera það áfram.“ Þegar Friðrik var spurður hvort þessi niðurstaða hefði valdið honum vonbrigðum sagði hann: ,,Ég gef ekkert „comment“ á það.” Sameining SÍF og SH blásin út af borðinu Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.