Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 15
15 Barátta Inga Björns fyrir kaupum á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna var oft og tíðum erfið. Á sínu fyrsta þingi lagði hann fram þingsályktunartil- lögu um athugun á kostnaði við kaup og rekstur á björgunarþyrlu. Meðflutningsmenn hans voru þáver- andi samflokksmenn Inga Björns í Borgaraflokkn- um, Guðmundur Ágústsson og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Málið var samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1988. En þrátt fyrir það fór því víðs fjarri að málið væri í höfn. Aftur ályktaði Alþingi um málið 12. mars 1991 þar sem ríkisstjórninni var falið „að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna.” Ennþá gerðist ekkert í málinu og á næstu tveimur þingum voru lögð fram frumvörp til laga á Alþingi um kaup á björgunarþyrlu. Fyrsti þingmaður var sem fyrr Ingi Björn Albertsson, en meðflutningsmenn hans voru m.a. Steingrímur Her- mannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Ást- geirsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Össur Skarp- héðinsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Guðrún Helga- dóttir. Frumvörpin voru samhljóða. Á 116. löggjaf- arþingi hljóðaði fyrsta grein frumvarpsins svo: „Rík- isstjórnin skal á árinu 1993 gera samning við fram- leiðendur eða seljendur um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna”. Og önnur greinin hljóðaði svo: „Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkis- sjóðs að taka lán á árinu 1993 að fjárhæð allt að 150 milljónir króna eða jafnvirði þeirrar upphæðar í er- lendri mynt.” Í greinargerð með frumvarpinu sagði einfaldlega: „Frumvarp þetta þarf ekki frekari skýr- inga við.” Og enn urðu tafir á málinu. Forsætisráðherra lýsti því reyndar yfir í umræðum á Alþingi 25. febrúar 1993 að „innan fárra vikna” myndi ríkisstjórnin ganga til samninga um kaup á þyrlu. Inga Birni leiddist biðin og á 117. löggjafarþingi lagði hann fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra vegna málsins og vitnaði til orða forsætisráðherra. „Ljóst er að fáar vikur eru liðnar og gott betur og því er nauðsynlegt að fá við því skýr svör hvað tefur málið,” segir í greinargerð með fyrirspurninni. Nú var loks farið að sjá fyrir endann á bið eftir björgunarþyrlunni og kom TF-LIF til landsins árið 1995. „Datt” inn á þing „Ég man satt að segja ekki nákvæmlega hvernig það kom til að ég tók þetta mál að mér á Alþingi, en það hafði vissulega verið lengi í umræðunni án þess að nokkuð gerðist. Mér fannst því tími til kominn að eitthvað gerðist í málinu og hóf að fylgja því eftir í Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi alþingismaður, barðist á sínum tíma af fullum þunga fyrir því að Landhelgisgæslan fengi heimild til kaupa á björgunarþyrlu. Þyrlumálið var hans fyrsta þingmál og hann telur eftir á að hyggja að málið hafi einnig orðið hans banabiti í pólitík. Ákveðin hörð orð sem hann hafi látið falla úr ræðustóli Alþingis í kjölfar alvarlegs sjóslyss við Grindavík hafi gert það að verkum að hann hafi ekki lengur verið í náðinni hjá forystu Sjálfstæðisflokksins. Því hafi verið sjálfhætt í pólitíkinni. „Ég var í ágætu sambandi við menn hjá Landhelgis- gæslunni, einkum ræddi ég málið oft við flugstjórana Pál Halldórsson og Benóný Ásgrímsson. Þeir voru mér innan handar allan tímann og mjög hjálplegir,“ segir Ingi Björn þegar hann rifjar upp baráttuna fyrir kaupum á TF-LIF.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.