Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 31
31 G Æ Ð A M Á L Flugfiskur er valinn með tilliti til ferskleika vegna takmarkaðs geymsluþols. Mjög oft byggja kaupendur á reynslu af fyrri við- skiptum við viðkomandi báta þegar þeir bjóða í fiskinn. Við- skiptin fara því fram með stóran hluta aflans óséðan. Þegar fiskur er seldur óséður hlýtur að þurfa gæðamat. Sala fisks í gegnum internetið mun breyta ýmsu varðandi fiskmarkaði hér á landi og augljóst er að upp- lýsingar um ferskleika fisksins hljóta að þurfa að fylgja slíkri sölu. Viðskipti þar sem afli er boðinn upp á internetinu fara vaxandi í Evrópu og mun senni- lega fara vaxandi að íslenskur fiskur verði boðinn beint upp á þann hátt og þá til erlendra kaup- enda jafnt og íslenskra. Viðskipti á internetinu munu krefjast þess að upplýsingar um ferskleika hrá- efnis liggi fyrir til að unnt sé að velja vinnslu- og dreifileiðir. Fiskvinnslufyrirtæki sem vinna úr afla eigin veiðiskipa hafa skráningar um meðhöndlun, veiðitíma og hitastig sem veita upplýsingar um ferskleika hans. Jafnframt þurfa þau að kaupa fisk á fiskmörkuðum þar sem mjög æskilegt væri að meta ferskleika og gæði hans. Ferskleiki hefur áhrif á nýtingu, val í pakkningar, samsetningu afurða og dreifileið- ir. Staðlað áreiðanlegt ferskfisk- mat myndi minnka áhættuna sem felst í því að kaupa óséðan fisk. Í viðskiptum með fisk getur ekki verið nægjanlegt að spyrja ein- ungis um magn og verð en vita ekkert á sama tíma um ferskleika fisksins. Alþjóðleg stöðluð aðferð þar sem kaupendur og seljendur tala sama tungumál mun auð- velda sönnunarbyrði vegna kvart- ana. Ávinningur er einnig sá að skapa upplýsingar sem hafa bein áhrif á verðmyndun og einnig er hægt að nota þær til að hvetja til betri meðferðar afla um borð þar sem raunverulega er hægt að bera saman seljendur. Almenn þekk- ing starfsmanna fiskmarkaða á gæðaeinkennum fisks mun hvetja til bættrar umgengni sem mun væntanlega skila sér í auknum verðmætum. Gæðamat á fisk- mörkuðum mun leiða til betri umgengi um afla sem mun skila sér í betra verði til lengri tíma. Það er alkunna að með bættri gæðastýringu fyrirtækis (fisk- markaðs) getur viðkomandi fyrir- tæki veitt öruggari og skjótari þjónustu. Þar með á viðkomandi fyrirtæki meiri möguleika í harðnandi samkeppni sem ætti að skila sér með bættri afkomu þess. Ferskleiki fisks - Gæðastuð- ulsaðferðin (QIM) Í gildi er Evrópureglugerð (til- skipun Evrópusambandsins frá ár- inu 1976 (nr. 103/76, síðast breytt með reglugerð ESB nr. 91/493) um mat á ferskum fiski þar sem fiskur er flokkaður í þrjá flokka eftir ferskleika; E (extra), A og B og síðan úrkast eða óhæft til manneldis fyrir neðan B. Þessi aðferð gefur fremur takmarkaðar upplýsingar um ástand hráefnis þar sem gæðaeinkenni geta stang- ast á. Hún er mjög ónákvæm og ekki aðgreind eftir fiskegundum nema að litlu leyti. Þessi gæða- flokkun hefur legið undir gagn- rýni í Evrópu undanfarinn áratug. Þess vegna hefur verið unnið að þróun nýrra aðferða. Sú aðferð sem fiskirannsóknafólk í Evrópu er sammála um að muni henta best við ferkfiskmat er svonefnd gæðastuðulsaðferð (QIM). Gæða- stuðulsaðferðin felur í sér að hver gæðaþáttur, (t.d. lykt af tálknum og los) er skráður sérstaklega og gefin einkunn frá 0 til 3 eða 0 til 2 eftir vægi þáttarins. Þessar ein- kunnir eru síðan lagðar saman í Fiskur metinn með skynmati.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.