Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 43
43 Á L A R A N N S Ó K N I R Á ársfundi Veiðimálastofnunar nýverið gerði Bjarni stuttlega grein fyrir rannsóknum sínum, sem hafa verið unnar í samstarfi við vísindamenn í Japan, Kanada og Belgíu. Fram kom í máli hans að þekking á lífsháttum ála hér við land hafi til þessa að mestu verið byggð á erlendum rann- sóknum. Hins vegar sé ljóst að margt sé ólíkt með lífsháttum ála á Íslandi og annars staðar þar sem hann er að finna. Í því sambandi skipti máli staðsetning landsins og sérstaða íslenskrar náttúru með sínum fjölbreyttu búsvæðum en tegundafæð. Þá segir Bjarni að Ísland sé eina landið þar sem bæði sé að finna svokallaðan evr- ópuál og amerískan ál og nýjar erfðafræðirannsóknir staðfesti að hér á landi sé einnig að finna blendinga á milli þessara tveggja tegunda. Glerálar veiðst á fjórtán stöðum á landinu Bjarni Jónsson segir að álar á Ís- landi nýti sér fjölbreytt búsvæði í ám og vötnum og þá sé jafnvel að finna í svo ólíkum búsvæðum sem heitum lækjum, köldum og dimmum hraunsprungum eða fullsöltum sjó við ströndina. Rannsóknir Bjarna hafa ekki síst beinst að göngum glerála til landsins, útbreiðslu, vistfræði og tegundasamsetningu ála á Íslandi. Frá því rannsóknirnar hófust hafa glerálar veiðst á fjórtán stöðum á landinu. Rannsökuð hafa verið áhrif sjávarfalla, vatnshita, birtu og fleiri þátta á atferli glerálanna. Einnig hafa daghringir í kvörn- um glerálanna verið notaðir til að tímasetja hin ýmsu myndbreyt- ingaskeið hjá álalirfunum, hve lengi þær eru á leið til landsins og tegundirnar bornar saman. Eitt ár í stað þriggja Aðalgöngutími glerálanna er frá maí og fram í byrjun júlí en þeirra fyrstu verður vart í endaðan mars og apríl. Gangan er að mestu yfirstaðin um miðjan júlí ár hvert. Samkvæmt rannsóknum Bjarna eru sjávarföll og vatnshiti þeir þættir sem ráða hvað mestu um göngurnar hérlendis. Rann- sóknir á daghringjum í kvörnum glerála sýna að þeir eru um eitt ár á leiðinni yfir hafið frá Þanghaf- inu til Íslands, en áður var talið að ferðin tæki þá þrjú ár. Rannsóknir á gulál og bjartál hafa beinst að útbreiðslu ála á Ís- landi, búsvæðavali og lífsháttum. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að ála er að finna í öllum lands- hlutum í fjölbreyttum búsvæðum og með ólíka lífshætti. Hluti ála virðist ala allan aldur sinn í sjó án þess að fara í ferskvatn eða ísalt vatn. Niðurstöður benda einnig til þess að munur sé á tegunda- samsetningu eftir búsvæðum og jafnvel landshlutum. Fullvaxinn áll um einn metri að lengd Fullvaxinn áll getur orðið um einn metri að lengd og um fjögur Ný sannindi um álinn! Bjarni Jónsson. Álar veiddir með rafmagni við Bár á Snæfellsnesi. Ála sem ala allan aldur sinn í sjó er að finna í hrauninu við Grindavík. Glerálar rafveiddir á fjöru við ósa Vogslækjar á Mýrum. Bjarni Jónsson á Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal hefur frá árinu 1999 unnið að viðamiklum rannsóknum á álum við Ísland. Í gegnum tíðina hefur sjónum vísindamanna í litlum mæli verið beint að álnum, en rannsóknir Bjarna hafa þegar leitt í ljós ýmis ný og áður óþekkt sannindi um álinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.