Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 25
E R L E N T 25 Árið 2015 munu norskar eldis- stöðvar framleiða eina milljón tonna af laxi og þorski. Auk þess munu þá verða framleidd 100.000 tonn af kræklingi. Vandamál tengd laxalús og því að eldisfiskur sleppi verða leyst innan 12 ára. Bjørn Myrseth hjá Marine Farms ASA skyggnist í krist- alskúluna eftir að hafa séð skýrslu um fiskeldi 2003 og spáir í fram- tíðina fyrir Fiskaren. „Lax verður áfram mikilvægasti eldisfiskurinn en gæðaflokkar verða margir, bæði af laxi og þorski, eftir því á hvaða markað fiskurinn fer. Ofurlítið verður líka alið af lúðu, steinbít og ýsu. Vöxtur innan greinarinnar verður 2-3% á ári,” segir Myrseth. Í kúlunni sér hann líka að nær- ingarsöltin, sem eru úrgangur frá fiskeldinu, verða að hluta til nýtt sjálfkrafa í kræklingseldinu. Um- hverfisvandamál, svo sem laxalús og að eldisfiskur sleppi verður búið að leysa árið 2015. Hið op- inbera mun gefa út vottorð fyrir allar eldisstöðvar og kvíar. Næt- urnar verða úr nýju og sterkara efni en nú tíðkast. Myrseth gerir ráð fyrir að færri óhöpp, til dæmis að fiskur sleppi, verði í eldisstöðvunum vegna betri útbúnaðar, sem mun lækka rekstrarkostnað. Sem dæmi nefnir hann tryggingar. Komið verður nýtt bóluefni við laxalús innan 12 ára og þess vegna verður hún ekki lengur vandamál, hvorki í laxeldi né úti í náttúrunni. „Árið 2015 verða eldisstöðvar stórar og rúmt um fiskinn. Stærð- inni verður stjórnað með fóður- kvótum og reglum um hámark lífmassa á rúmeiningu, óháð fisk- tegund. Venjuleg þéttni verður 5- 10 kg af fiski á rúmmetra,” segir Myrseth. Þá er síður hætta á sjúk- dómum og við það verður rekst- urinn hagkvæmari. Féð, sem þannig sparast, verður notað til að auka rými fyrir fiskinn. ILA smitun verður sjaldgæf því að komið verður bóluefni við sjúk- dómnum. Milljón tonn árið 2015 Alhliða veiðarfæraþjónusta • Nætur • Rækjutroll • Fiskitroll • Rækju- og smáfiskaskiljur • Snurvoðir • Rockhopper • Víraþjónusta • Flottroll N E S K A U P S T A Ð U R - A K U R E Y R I - R E Y Ð A R F J Ö R Ð U R Eigum ávallt á lager allt til veiðanna • Gúmmíbátaþjónusta • Alhliða þjónusta við fiskeldispoka og kvíar • Þvottastöð fyrir fiskeldispoka Neskaupstað – Sími 477 1339 – Fax 477 1939 Akureyri – Sími 462 4466 – Fax 461 1472 netagerd@netagerd.is - www.netagerd.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.