Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 35
35 F I S K V I N N S L A um uppi,“ segir Sigurður Guðni. Krapinn er jafnframt notaður til að ná fram hámarksnýtingu á afurðinni. Með bættum gæðum batnar nýtingin sjálfkrafa. Að auki stöðvast vökvatap úr fiskin- um og um einhverja vatnsupp- töku er að ræða ef hann liggur í krapa þar sem saltinnihald og hitastig er rétt. „Krapakerfi Skagans er eina krapakerfið sem hefur stjórn á öll- um þáttum krapans, það er að segja hitastigi, þykkt og saltinni- haldi. Vatninu sem notað er í krapann er dælt yfir forkæli fyrir notkun þannig að kerfið er óháð innhitastigi vatnsins, vatninu eða sjónum eftir atvikum er dælt yfir frystiplötur sem eru á lágu hita- stigi til að binda saltið í ísinn. Að endingu fellur ísinn niður í blandarann, sem er tvískiptur til að hámarka afköst tækisins. Ann- ar tankurinn er að búa til nýja blöndu meðan hinn tæmir sig. Stýrikerfið er byggt upp þannig að þrjár mismunandi blöndur geta verið í notkun samtímis og eru blöndurnar búnar til eftir pöntunum frá afhendingarstöðv- um sem geta verið kör eða tank- ar,“ segir Sigurður Guðni. Roðfrysting í landi Roðfrystilínan sem Skaginn kynnti á sjávarútvegssýningunni síðastliðið haust byggir á því að auka verðmæti afurða. Þróun vinnslulínunnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og hugmyndin þróast og þroskast. Verkefninu er skipt í þrjá megin þætti. Í fyrsta lagi snyrtilínu framan við roðfrystinn. Línan getur bæði staðið sem sjálfstæð flæðilína eða sem hluti af roðfrystiferlinu. Þessi lína er nú þegar komin í notkun með góðum árangri. Í öðru lagi er roðfrystirinn sjálfur og er hann fullhannaður. Hann byggir á sömu grundvallar- atriðum og eldri frystar Skagans. Þriðji áfanginn er roðdráttarvél og beingarðstaka sem er enn á þróunarstigi. Nokkrar frumgerðir hafa verið smíðaðar en nú er í prófun sambyggð vél sem roð- dregur og tekur beingarð í einni aðgerð. Segir Sigurður Guðni að það tæki lofi mjög góðu. Ný kynslóð flæðilína Skaginn hefur kynnt nýja flæði- línu sem er algerlega ný gerð þar sem dregið er úr allri meðhöndl- un afurða. „Hún er hugsuð sem sjálfstæð eining, sem hluti af hefðbundinni vinnslu eða hluti nýrrar vinnslu- tækni. Skaginn hefur nú þegar sett upp fyrstu snyrtilínurnar af þess- ari gerð sem hlotið hefur nafnið SOS-W08 (Skaginn Online Step controlled Flow line – Whitefish átta stæði). Við hönnun línunnar var haft að leiðarljósi að: • Að auka gæði afurða með því að draga úr meðhöndlun. • Að bæta nýtingu með því að minnka ónauðsynlegan afskurð. • Að auka afköst með því að hætta ónauðsynlegri meðhöndlun og bæta vinnuaðstöðu. • Einfalt gæða- og nýtingareftir- lit. Ef talað er af hógværð um nið- urstöður frá því tímabili sem lín- an hefur verið í notkun þá má segja að hún gefi góðar vonir. • Yfir 3% afurða fara í hærri gæðaflokk en áður. Þetta gerist vegna góðrar meðhöndlunar. Hvert flak er lagt á snyrtilínuna og er aldrei sveigt eða kreist. • Heildarnýting hefur aukist um 2%. Með markvissri snyrt- ingu þar sem flakið liggur rétt fyrir starfsmanninum hefur af- skurður minnkað og í stað þess að skera þvert gegnum flakið er skurðurinn í fláa. • Minni meðhöndlun og góð vinnuaðstaða hefur aukið afköst í snyrtingu um 30%. • Gæðaeftirlit er framkvæmt af starfsmanni sem hefur starfsað- stöðu á milli bandanna sem snyrt er á. Einstaklingseftirlit er einfalt og gefur möguleika á að leiðrétta vinnubrögð strax, sem leiðir til bættrar nýtingar og aukinna gæða. Línan er tengd beint við flök- unarvél. Flökin fara í tveimur straumum, vinstra og hægri flök, inn á snyrtilínu. „Telescopiskt” færiband leggur flökin hlið við hlið á snyrtilínuna. Snyrtilínan er kyrrstæð meðan flökin eru lögð niður en flytur þau síðan að starfsmanninum og stoppar. Starfsmaðurinn þarf því ekki að sækja eða skila flakinu, það kem- ur til hans og er flutt frá honum eftir snyrtingu,“ segir Sigurður Guðni. Auk framangreindra markmiða sem Sigurður segir að hafi náðist eru aðrir kostir við notkun lín- unnar. „Þar sem flökin eru aðskil- in hvert frá öðru verður ekki um smit á bakteríum að ræða milli þeirra. Línan er einnig einföld í þrifum og er tími (kostnaður) sem fer í þrif á þessari línu um- talsvert minni en í þrifum á hefð- bundinni línu (50%). Bæði er hægt að fá línuna með og án skráningakerfis fyrir gæði og nýtingu. Gæðaeftirlit er fram- kvæmt af starfsmanni sem jafn- framt gæðaskoðun snyrtir þau flök sem ekki næst að snyrta í eðlilegu flæði. SOS-línan hentar fyrir margar fisktegundir svo sem þorsk, ýsu, lax og fleiri tegundir. Línan er nýung og í raun fyrsta raunveru- lega flæðilínan sem stendur undir nafni. Árangur af notkun hennar er einnig mjög góður og fyrir þá sem áhugasamir eru um að sjá hana í notkun má benda á heimasíðu okkar www.skaginn.is, þar sem er myndband sem sýnir notkun á fyrstu línunni,“ segir Sigurður Guðni. Skaga lausfrystirinn Skaginn hf. hefur á undanförnum fimm árum þróað nýja tegund af lausfrysti. Byggt er á nýrri tækni þar sem hefðbundnar aðferðir sem Þykkur krapi. Hitamæling á þykkum krapa. Mikilvægt er að stýra hitastigi. Flökin koma frá flök- unarvél í tveimur straumum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.