Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2003, Side 27

Ægir - 01.04.2003, Side 27
27 B RY G G J U S P J A L L að rétt væri að flytja sjómannadaginn, ef til vill væri best að finna honum stað öðru hvoru megin við versl- unarmannahelgina. Meðal annars hefur verið vísað til þess að tímasetning sjómannadagsins fyrstu helgina í júní hafi tekið mið af vertíðarlokum bátaflotans hér á árum áður, en nú sé öldin önnur og allt annað mynst- ur í veiðiskap báta og togskipa. Til dæmis séu út- hafskarfaveiðar í fullum gangi einmitt á þessum tíma árs og óhentugt geti verið og dýrt fyrir útgerðina að kalla flotann í land vegna sjómannadagsins. Sævar segist hafa heyrt umræðu á þessum nótum, en hins vegar sé hann ekki sammála því að flytja sjómanna- daginn. „Í mínum huga er ekki inni í myndinni að flytja sjómannadaginn. Ég veit af mönnum sem eru hlynntir því að færa sjómannadaginn til á almanaks- árinu, en ég þekki líka menn sem eru á allt annarri skoðun. Sumir frystitogaramenn hafa sagt mér að það komi sér mjög vel að fá þetta frí á þessum tíma árs. Ég heyri líka á eldri sjómönnum að þeir líti á það sem hluta af vorkomunni að halda sjómannadaginn í byrjun júní. Það eru vissulega ýmsar hliðar á þessu máli, en ég tel að þegar á allt er litið séu plúsarnir fleiri en mínusarnir við að hafa sjómannadaginn á þessum tíma árs og því tel ég ekki ástæðu til breyt- inga.” Á undanförnum árum hefur eitthvað verið um að skip væru úti á sjómannadaginn og viðkomandi út- gerðir þannig kosið að greiða sekt fyrir að halda skip- unum úti þrátt fyrir að lögbundið sé að þau séu í höfn á sjómannadaginn. Sævar segist ekki óttast að þetta eigi eftir að aukast á næstu árum. Þokkaleg staða sjómanna Formaður Sjómannasambandsins segist almennt telja að staða sjómanna sé þokkalega góð nú um stundir. „Það verður þó ekki horft framhjá því að sjó- menn á vinnsluskipunum eru öðrum fremur að taka á sig sterka stöðu gengisins og af þeim sökum hafa laun þeirra lækkað um 10-12% frá því á sama tíma í fyrra. En burtséð frá þessu finnst mér hljóðið í sjó- mönnum vera ágætt um þessar mundir. Menn eru nokkuð bjartsýnir á stöðu fiskistofnanna, enda virðist vera mjög hagstætt árferði til sjávarins. Sem dæmi segja línusjómenn mér að þeir séu að fá 30-40 kíló- um meira af þorski á bala í vetur en í fyrra. Ýsan er örugglega í vexti og svo virðist sem bæði karfi og kolmunni séu í góðu lagi. Loðnan er sú tegund sem maður hefur hvað mestar áhyggjur af. Það virðast vera blikur á lofti með loðnuna, en á hitt ber að líta að vegna þess hve hlýr sjórinn við landið er um þessar mundir er líklegt að loðnan hegði sér öðruvísi en venjulega.” Mikilvægt að ná sátt Umræða um fiskveiðistjórnunarkerfið var mjög áberandi fyrir þingkosningarnar 10. maí sl. Sævar segir að eins og við hafi mátt búast hafi sú umræða farið út um víðan völl. „Stjórnmálamennirnir þurfa að taka afstöðu til þeirra tillagna sem sjómenn og út- vegsmenn lögðu fram í fyrra. Þá var þessum tillögum hafnað illu heilli, en ég heyrði núna fyrir kosningarn- ar að fulltrúar stjórnarflokkanna voru farnir að tala í anda þeirra. Ég bind því vonir við að ákveðnar breyt- ingar verði gerðar á næstunni þannig að sæmilega góð sátt verði um kerfið. Ég tel til dæmis skynsam- legt að auka veiðiskylduna og taka á leiguframsalinu. Eitt af stóru verkefnunum er að minnka flotann. Það var tilgangur laganna, en hefur ekki gengið eftir.” Erilsamt starf Sævar segir ekki hægt að neita því að starf for- manns Sjómannasambandsins sé erilsamt. „Já, vissu- lega er þetta erilsamt starf. Tæplega helmingur starfsins er utan skrifstofu, ef svo má segja. Í því fel- ast m.a. gríðarlega miklar fundasetur í hinum og þessum opinberum nefndum sem Sjómannasamband- ið á fulltrúa í. Þarna er um að ræða til dæmis slysa- varnamál, fiskveiðistjórnunarmál, réttindamál og menntamál. Sumar vikurnar geri maður vart neitt annað en að sinna þessum nefndarstörfum. Ég get nefnt að í dag fékk ég tvö skipunarbréf í slíkar nefnd- ir, annars vegar um möskvastærð í þorskanetum og hrygningartímabil og hins vegar um slysavarnamál sjómanna.” Sævar segist kunna því mjög vel að sinna erindum sjómanna á skrifstofunni. „Því miður hefur lengst að- eins á milli mín og minna umbjóðenda vegna þessar- ar miklu vinnu í opinberum nefndum. En ég reyni að sinna eins mörgum erindum og kostur er. Flest erindi sjómanna sem koma inn á mitt borð tengjast slysum og réttindamálum sjómanna í sambandi við þau,” segir Sævar Gunnarsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.